Vísbending


Vísbending - 06.06.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.06.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 22.2 6. JÚNÍ1984 Svíþjóð Launastefna á öðru ári skapar óvissu í efnahagsmálum Gengisfellingar örvuðu útflutning Gengi sænsku krónunnar var fellt um 10% í september 1981 og aftur um 16% í október 1982. Gengisbreytingar þessar voru umdeildar á sínum tíma, ekki aöeins meðal viðskiptaþjóða Svía heldur einnig innanlands. Fyrstu áhrifin voru tvímælalaust góð. Útflutn- ingur jókst um 4,7% árið 1982, um 10% árið 1983 og búist er við um 7% aukningu í ár.Ásamatímajókstlands-■ framleiðsla um 0,6% 1982, 1,75% 1983 og gert er ráð fyrir um 2,5-2,8% hagvexti í ár. Þessi velgengni Svía í útflutnings- framleiðslu hefurþóenganveginn verið án fórna. Launastefnan hefur verið ein af meginstoðum í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. í samkomulagi stjórnvalda og launþegasamtaka voru m.a. ákvæði um að launþegar skyldu eignast hluta í atvinnufyrirtækjum gegn því að kaupkröfum yrði stillt í hóf. Samkomulagið fól í sér stofnun svok- allaðra launþegasjóða. Fimm mán- uðum eftir að heimilt varð að stofna sjóðina hefurekki einneinasti tekið til starfa. Samningar ýmissa hópa laun- þega síðustu vikurnar hafa haft í för með sér meiri launahækkanir en sam- rýmst getur efnahagsáætlunum ríkis- stjórnarinnar. Kjaramál Markmið stjórnvalda var að lækka verðbólguna í 4% í árslok 1984. Verð- bólga var um 10,5% bæði 1982 og 1983 en er nú 8 til 9%. í vor hafa launa- hækkanir verið langt umfram það sem stefna stjórnvalda leyfir. Launahækk- anir í vor hafa verið á bilinu 6 til 11 % en vegna launaskriðs gætu meðalhækk- anir jafnvel orðið 4 til 5% hærri en þessar tölur gefa til kynna. í mars gengu þær sögur á gjaldeyrismarkaði að Svíar ætluðu að hækka gengi krón- unnar, ef til vill um 3 til 5%. En launa- kostnaður í Svíþjóð (þ.e. „unit labour cost“) hefur aukist meira en í flestum samkeppnisríkjum. Talið var að stjórnin hefði ætlað að fá launþega- samtök til að stilla kröfum sínum í hóf með þvi að hækka gengi krónunnar. Líkurnar á gengishækkun eru nú ekki taldar miklar í Svíþjóð og telja sumir jafnvel að komið geti til lækkunar á gengi sænsku krónunnar ef svo fer sem horfir. Ekki hefur dregið úr atvinnuleysi í Svíþjóð þrátt fyrir mikla aukningu á útflutningi og nokkurn hagvöxt. At- vinnuleysi árið 1982 var 3,1% en um 3,5% árið 1983 og ekki búist við minnkun í ár. Áætlað er að um 250,000 atvinnutækifæri hafi glatast ( Svíþjóð vegna þess að sænsk fyrirtæki hafi hafið framleiðslu í öðrum löndum. Umsvif ríkisins Þær raddir gerast nú háværari sem halda því fram að gengislækkanirnar haustin 1981 og 1982 hafi ekki leyst neinn vanda í sænsku atvinnulífi heldur einungis ýtt vandamálunum á undan sér. Víst er að hin miklu umsvif ríkisins hafa fremur aukist en hitt. Um það bil þriðjungur launþega starfar hjá hinu opinbera. Fyrir þrjátíu árum voru útgjöld ríkisins fjórðungur af þjóðar- framleiðslu. Nú nema útgjöld hins opinbera um 70% af þjóðarfram- leiðslu. Erlendar skuldir Svía nema um 43 milljörðum dollara og eru um 77% af þeim skuldir hins opinbera. Opin- framhald á bls. 4 Efni: Efnahagsmál I Svíþjóð 1 Framvirkur gjaldeyrismarkaður 2 Gjaldeyrisréttur 3 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi sænsku krónunnar 2,00 2,20 2,40 2,60 2,80 3,00 3,20

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.