Vísbending


Vísbending - 06.06.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.06.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gjaldeyrisréttur________________________________________________________ Réttur til að kaupa eða seija oft hagkvæmari en framvirkur samningur Að gengistryggja tilboð Þann 29. febrúar s.l. var greint frá gjaldeyrisrétti í Vísbendingu -réttinum til að kaupa eða selja gjaldeyri á umsömdu gengi án þess að nokkur kvöð til að kaupa eða selja fylgi. Gjald- eyrisréttur er þannig trygging gegn gengisbreytingum og hefur sem slík suma af kostum framvirkra samninga en einnig nokkra fleiri til viðbótar. Þegar um er að ræða hefðbundin vöru- viðskipti við útlönd þarf að vega og meta hvor leiðin er hagkvæmari (séu báðar færar), að gera samning um gjaldeyrisviðskipti fram í tímann eða að tryggja rétt til gjaldeyrisviðskipta á umsömdu gengi. Kostir gjaldeyris- réttar njóta sín þó ef til vill best þegar fyrirtæki gera tilboð um viðskipti í ann- arri mynt en heimamynt sinni. Vegna samkeppni verður að halda hagnað- arhlutfalli eins lágu og unnt er þegartil- boð eru gerð. Ófyrirséðar gengisbreyt- ingar geta því snúið væntanlegum hagnaði í tap. Framvirkur samningur um kaup eða sölu á gjaldeyri kemur ekki til álita vegna þess að við hann verður að standa jafnvel þótt tilboði sé hafnað og ekkert verði úr viðskiptum. Gjaldeyrisréttur getur verið full trygg- ing gegn ófyrirséðu gengistapi og ef ekkert verður úr þeim viðskiptum sem fólust í tilboðinu tapast ekkert nema „iðgjaldið", þ.e. það gjald sem greitt varfyrir réttinn. Bankarnirtaka viö Réttur til að kaupa eða selja ákveðna fjárhæð í einni mynt fyrir aðra á umsömdu gengi mun eiga rætur sínar að rekja til kauphallanna í Phila- delphia og í Chicago, en þar og einnig í kauphöllum víðar um lönd er hægt að kaupa slíka tryggingu í gjaldeyrisvið- skiptum í „stöðluðum" einingum. Þessir einingasamningar eiga vaxandi vinsældum að fagna og kostir þeirra eru bæði að auðveldara er fyrir kaup- hallirnar að jafna saman samningum til að draga úr eigin áhættu vegna geng- istaps og jafnframt að auðvelt er að selja einingasamning aftur ef sá sem gerði samninginn þarf ekki að nota hann. En stöðluðu samningarnir hafa samt ekki hentað fyrirtækjum með ýmsar sérþarfir - vegna þess að dag- setningar eða fjárhæðir falla ekki að stöðluðu samningunum. Af þeim ástæðum bjóða nú margir af alþjóð- legu bönkunum slíkar gjaldeyristrygg- ingar og hjá bönkunum er hægt að semja um fjárhæðir og tímasetningar sem henta hverjum og einum. Helstu bankarnir sem stunda slík viðskipti eru Citibank, Marine Midland, Chemical, Bank of America, Merrill Lynch Inter- national Bank og Goldman, Sachs og Co., en einnig má nefna Barclays Bank Ltd. í London, Union Bank í Sviss og Bank of Tokyo. í harðnandi verðsamkeppni Hér á landi er hvorki hægt að gera framvirkan samning um gjaldeyrisvið- skipti né heldur er hægt að tryggja er- lend viðskipti með gjaldeyrisrétti. Ekki er samt úr vegi að skýra frekar mis- muninn á framvirkum samningum og gjaldeyrisrétti með því að taka dæmi um innflutningsverslun sem margir þekkja af eigin raun. Reiknum i svipinn með því að bæði sétil framvirkurgjald- eyrismarkaður á íslandi og unnt sé að tryggja með gjaldeyrisrétti. Með minnkandi verðlagshöftum í innflutningsverslun harðnar sam- keppnin milli fyrirtækja svo að 5 til 10% gengistap getur riðið baggamuninn. Það skiptir því mestu að lenda ekki í því að kaupa inn á hærra verði en sam- keppnisaðilinn. Segjum að fyrirtæki A geri samning um kaup á dollurum til greiðslu á innfluttum vörum í septem- ber. Með þessu er fyrirtækið fyrst og fremst að tryggja sér dollara á föstu gengi, t.d. kr. 29,75 pr. dollara. Sam- keppnisfyrirtækið B hirðir ekki eins um að tryggja sig gegn gengistapi og semur ekki um kaup á dollurum fram í tímann eins og A gerði. Ef dollarinn hækkar nú í verði og kostar t.d. kr. 31,50 í september verður B annað- hvort að selja sfnar vörur á hærra verði en A eða lækka álagninguna og taka á sig gengistap. En ef dollarinn lækkar í verði í sumar og verður t.d. á kr. 28,00 í september þá verður A samt að kaupa sína dollara á kr. 29,75 vegna framvirka samningsins - og verður að selja á hærra verði en B eða taka á sig gengistap þrátt fyrir framvirka samn- inginn. Fjárhagsleg og viðskiptaleg áhætta Áhættu í innflutningsverslun mætti skipta í fjárhagslega áhættu og við- skiptaleoa. Fyrirtæki A tryggði sig fjár- hagslega með framvirkum samningi vegna þess að gengishækkun dollar- ans gat ekki dregið úr hagnaði þess. En viðskiptaleg áhætta var enn fyrir hendi þar sem samkeppnisaðilinn B gat (ef til vill með nokkurri slembilukku) keypt inn sínar vörur á lægra verði ef gengi dollarans lækkaði frá kr. 29,75. Réttur til að kaupa dollara á t.d. 29,75 í stað framvirks samnings hefði í þessu tilfelli tryggt gegn hættunni á gengis- tapi án þess að skerða á neinn hátt við- skiptalega hagsmuni A ef komið hefði til lækkunar á gengi dollarans því að þá hefði fyrirtæki A ekki neitt réttar síns að kaupa dollara á kr. 29,75. Gjaldeyrisréttur á íslandi? Verslun með gjaldeyrisrétt þykir afar áhættusöm, en eins og önnur trygg- ingastarfsemi byggist hún á miklum fjölda til að dreifa áhættunni. Þegar kauphallir og bankar í útlöndum gera samninga um rétt til að kaupa eða selja gjaldeyri á föstu gengi er venjulega um gífurlega háar fjárhæðir að ræða á ís- lenskan mælikvarða. Það eru þó engin rök að „íslenskar séraðstæður" leyfi ekki slík viðskipti, markaðurinn sé of lítill, o.s.frv. Með minnkandi verðbólgu og frjálsari verðlagningu en áður eykst verðskyn almennings og verðsam- keppni á innlendum markaði fer þess vegna harðnandi. íslensk fyrirtæki hljóta því að komast í sömu aðstöðu og fyrirtæki í nágrannalöndunum en þar hefur um árabil verið starfræktur framvirkur gjaldeyrismarkaður og, eins og fyrr segir, viðskipti með gjaldeyris- rétt aukast með hverjum mánuðinum sem líður.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.