Vísbending


Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Bandaríkjadollari_______________________________________________ Breytingar á gengi gætu orðið til hækkunar eða lækkunar Gengið frá áramótum Miklar sveiflur hafa orðið á gengi dollarans frá áramótum. Gengi á gjald- eyrismarkaði hefur verið afar næmt fyrir ytri aðstæðum. Fréttir úr efna- hagslífinu eða af stjórnmálasviði hafa haft mikil áhrif og oft meiri en tilefni hefur verið til. Við slíkar aðstæður er ógerlegt að segja fyrir um breytingar á gengi á næstu vikum. Óvarlegt virðist að treysta á að gengi dollarans fari annaðhvort hækkandi eða lækkandi og ráðlegt að tryggja erlenda samn- inga gegn breytingum gengis þar sem því verður við komið. Nánar er fjallað um tryggingu í erlendum lántökum í grein um gjaldeyrisstýringu á bls. 3. uengi dollarans fór hækkandl mest af frá árinu 1980 til ársloka 1983 en gæti hafa náð hápunkti I fyrri hluta janúarmánaðar 1984. Þann W.janúar kostaði einn Bandaríkjadollari (reiknað eftir sölugengi Seðlabanka íslands) 2,8434 þýsk mörk, 2,2612 svissneska franka og tæplega 235yen; og eittster- lingspund kostaði 1,3932 dollara. Síðan lækkaði gengi dollarans til 7. mars og kostaði þá 2,5355 þýsk mörk eða 2,2040 svissneska franka, svo að dæmi séu tekin, en þá tók við hækkun á nýjan leik. Náðigengi dollarans aftur hámarki þann 10. maí, og kostaði þá dollarinn 2,7942þýsk mörk eða 2,2948 svissneska franka; og eitt sterlings- pund kostaði 1,3762 dollara. Eftir það hefur orðið nokkur lækkun á gengi doll- arans nema gagnvart pundinu sem kostaði 1,3752 dollara reiknað eftir gengisskráningu Seðlabankans þann 24. maí s.l. Allan þennan tíma hafa orðið mun minni hreyfingar á dollara- genginu gagnvart yeni, og hefur doll- arinn kostað frá 222yenum til tæpiega 235 yena það sem af er þessu ári (sjá myndir neðst I opnunni). Helstu skýringar Hvað tekur við á næstunni? Við þeirri spurningu er ekki til neitt einhlítt svar en óvissuþættirnir sem áhrif hafa á gang mála eru einkum þrír. Hvernig á að fjármagna hallann á fjárlögum í Bandaríkjunum á næstu árum og hvernig á að fjármagna sívaxandi við- skiptahalla? Hagvöxtur í Bandaríkjun- um hefur verið mjög mikill frá upphafi síðasta árs en er hugsanlegt að stofnað hafi verið til of mikillar þenslu sem leitt geti til vaxandi verðbólgu og ennþá hærri vaxta? ( þriðja lagi ríkir nokkuróvissa um efnahagslífið í sam- keppnislöndum Bandaríkjanna. Nýj- ustu spár herma að hagvöxtur sé að glæðast í Evrópu, einkum í Þýskalandi og Bretlandi, en vinnudeilur í báðum löndunum varpa nokkrum skugga á. Vöruskiptahallinn Hallinn á viðskiptum Bandaríkja- manna hefur farið vaxandi síðan á árinu 1982 en hátt gengi dollarans er þó engan veginn eina skýringin. Aðrar skýringar eru einkum mikill hagvöxtur heima fyrir ásamt dræmri eftirspurn á útflutningsmarkaði, bæði í Evrópu og i rómönsku Ameríku. Auk þess eru opinberar tölur um viðskiptahalla Bandaríkjamanna taldar viðsjárverðar vegna þess að útflutningur á þjónustu mun vantalinn og jafnframt ýmsar fjármagnstekjur. Samanlögð skekkja í viðskiptareikningum allra þjóða er um 100 milljarðar dollara á ári, þ. e. inn- flutningur allra landa er um 100 millj- örðum dollara meiri en útflutningur allra landa. Ekki er talið ólíklegt að Bandaríkjamenn eigi um fjórðung þessa vantalda útf lutnings, um 20 til 30 milljarða. Eftir opinberum tölum var hallinn 11 milljarðar árið 1982,41 millj- arður 1983 og búist er við allt að 75 milljarða dollara halla í ár. í árslok í fyrra voru útistandandi lán Bandaríkja- manna í öðrum löndum um 125 millj- arðar dollara. Ef tekið er tillit til 25 millj- arða skekkjunnar á ári er engan veginn að því komið enn að Bandaríkjamenn verði upp á aðrar þjóðir komnir vegna erlendra skulda. Og reynslan frá OPEC löndunum sem lengi vel bjuggu við mikinn viðskiptaafgang sýnir að misvægi í viðskiptum við útlönd getur snúist við með skjótum hætti. Þótt heldur lægra gengi dollaranshjálpaði án efa til að draga úr hallanum telja margir að veruleg og snögg gengis- lækkun dollarans gæti spillt fyrir. Af henni leiddi að fólk glataði trausti á dollaranum. Verðbólga ykist á nýjan leik og vextir hækkuðu enn, en síðast- töldu áhrifin yrðu engum til góðs. Veröbólgan Framleiðslutölur frá Bandaríkjunum sýna að hagvöxtur á árunum 1983-84 er heldur meiri en í upphafi síðustu hagsveiflu á árunum 1976-77 og hafa menn nú vaxandi áhyggjur af því að verðbólga kunni að taka sig upp á nýjan leik. Atvinnuleysi hefur lækkað úr 10,7% í 7,8% á tiltölulega skömm- Gengi dollarans gagnvart ... þýsku marki sterlingspundi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.