Vísbending


Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING & VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL \l/ 23.2 14. JÚNI1984 Hrávörumarkaður Ekki er búist viö miklum hækkunum á næstunni Breyting á markaðinum Verðbólgan á vesturlöndum á síð- asta áratug stafaði m.a. af miklum hækkunum á hrávöruverði. Eins og kunnugt er fjórfaldaðist t.d. olíuverð árið 1973 og í kjölfarið hækkaði meðal- verð á ýmsum mikilvægum hrávörum um liðlega 80% á árunum til 1980. Síðan 1980 hefur verð á olíu og mörg- um öðrum hrávörum einnig verið til- tölulega stöðugt. Álitið er að skýringin sé ekki aðeins minni eftirspurn á vest- urlöndum á árunum 1981 og 1982 þegar framleiðsla var í lægð heldur einnig aukið framboð. Hrávöruverð hefur að vísu hækkað nokkuð frá árslokum 1982 með vax- andi eftirspurn og aukinni framleiðslu. Verð á ýmsum hrávörum til iðnaðar og á matvælum í Bandaríkjunum er nú um 26% hærra en í árslok 1982 en þó ekki eins hátt og þegar verð á hrá- vörum var hæst árið 1980. Ef olía og matvæli eru frátalin hækkuðu aðrar hrávörur um 5% í Bandaríkjunum árið 1983, en það ár telst fyrsta ár fram- leiðsluaukningar eftir lægðina 1981- 82. Sömu vörur hækkuðu um 12% árið 1976, fyrsta ár eftir lægðina 1973-75. Aukið framboð Mikið framboð er talin vera helsta skýringin á því að hrávöruverð hefur ekki hækkað mun meira með aukinni eftirspurn. Ennfremur er búist við að framboð muni vaxa heldur hraðar en sem nemur framleiðsluaukningu á vesturlöndum á næstu árum og þess vegna muni ekki mikilla hækkana að vænta. Stórskuldug ríki, bæði í róm- önsku Ameríku og i Afríku, eru meðal helstu hrávöruframleiðenda í heimin- um. Þessi ríki þurfa að auka fram- leiðslu sína og tekjur eins og mögulegt er til að ráða við greiðslur af borgana og vaxta af erlendum skuldum. Til dæmis hafa Argentína og Brasilía stóraukið framleiðslu sína á landbúnaðarvörum og einnig tekist að auka hlutdeild sína í markaðinum. Vegna mikillar fram- leiðslu er talin minni hætta á verð- sveiflum þegar framleiðsla skreppur saman í einu landi. Þurrkarnir í Banda- ríkjunum í fyrrasumar ollu t.d. ekki verulegum verðbreytingum vegna þess að vörur frá Kanada, Ástralíu, Argentínu og Brasilíu komu á markað- inn í staðinn. Þá hefur það einnig áhrif að hag- vöxtur utan Bandaríkjanna er enn fremur hægur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum í Evrópu og í Japan hafa verið treg til að grípa inn í og auka umsvif í ríkjum sínum, þrátt fyrir mikið atvinnu- leysi, af ótta við að vekja upp verð- bólgu á nýjan leik. Háir vextir Vextir hafa hækkað nokkuð í Banda- ríkjunum og víðar á síðustu vikum og mánuðum en meira munar þó um þá hækkun á raunvöxtum sem orðið hefur síðustu árin. Tekjur og framleiðsla hafa almennt mun meiri áhrif á hrá- vöruverð en vextir. Vextir hafa þó ein- hver áhrif og fremur til lækkunar vegna þess að birgðahald verður dýrara. Einnig má nefna að vaxtahækkunin eykur skuldabyrði, en mörg þróunar- ríkjanna eru í senn miklir hrávörufram- leiðendur og umvafin erlendum skuld- um. Eins og vikið var að hér að ofan er líklegt að aukin skuldabyrði verði til þess að skuldugu ríkin reyni að auka útflutningstekjur sínar og þar með framboð á hrávörum. ísland Að mörgu leyti eru íslendingar í svip- uðum sporum og þróunarríkin - verð á útf lutningsmarkaði fer ekki hækkandi og greiðslubyrðin vegna erlendra skulda er þung. Hrávöruverð hefur að vísu bæði jákvæð og neikvæð áhrif á viðskiptakjörin. Stöðugt verð á olíu og ýmsum öðrum hrávörum sem við flytj- um inn til framleiðslu og neyslu hamlar á móti hækkunum innflutningsverðs. Verð á útflutningsafurðum okkar vegur þó miklu þyngra. Það er af sem áður var að verð á fiski og fiskafurðum fylgdi hagsveiflunni í Bandaríkjunum og færi hækkandi með vaxandi framleiðslu. Vísitala hrávöruverðs án olíu og matvæla 160- 140-------------------------- 120-1———1—1—1—1---—l—l—I—I— 1973 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 Samkeppnin frá Kanadamönnum og Norðmönnum er meginskýringin ásamt þeim áhrifum á hrávörumarkaði sem greint var frá að framan. Ef þær hugmyndir um hrávöruverð sem hér hefur verið lýst eru nærri lagi virðist því ekki að vænta mikils viðskiptakjara- bata á næstu árum. Áframhaldandi sókn inn á neytendamarkað í Banda- ríkjunum og í Evrópu virðist því án efa rétta leiðin til að tryggja markaðsverð- mæti sjávarafurða okkar. Efni: Hrá vörumarkaður 1 Bartdaríkjadollari 2 Gjaldeyrisstýring 3 Töflur: Raungengi 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.