Vísbending


Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.06.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gjaldeyrisstýring______________________________________________________ Hátt gengi dollarans og háir vextir valda miklum fjármagnskostnaöi Undir lok greinar um Bandaríkjadoll- ara hér í opnunni er vikið að því að nokkur lækkun á gengi dollarans gæti stuðlað að betra jafnvægi í alþjóð- legum efnahagsmálum. Vextir kynnu að hækka eitthvað í Bandaríkjunum en ef til vill lítið annars staðar. En aðrir möguleikar eru einnig fyrir hendi: Mikil hækkun vaxta í Bandaríkjunum og hækkun á gengi dollarans og síðan hækkun á vöxtum utan Bandaríkj- anna; eða hröð lækkun á gengi dollar- ans með vaxtahækkun í Bandaríkjun- um og í öðrum löndum. Erfitt er þó að segja fyrir um hver kosturinn er líkleg- astur. Hvernig geta íslensk fyrirtæki sem standa andspænis þessari óvissu var- ist skakkaföllum í erlendum viðskipt- um? Þeir sem skulda í útlöndum þurfa að halda vaxtakostnaði sem lægstum án þess að taka óverjandi áhættu á að lenda í gengistapi. Vegna afar hárra vaxta í Bandaríkj- unum sem fremur eru horfur á að fari hækkandi en lækkandi virðist óráðlegt að hafa meirihluta erlendra skulda í dollurum nema að á móti greiðslum afborgana og vaxta af dollaralánum komi tekjur í dollurum. Útflutningsfyrir- tæki sem eingöngu hefur erlendar tekjur í dollurum ætti hins vegar að fara varlega í að taka mikil lán í öðrum myntum þótt vextir séu lægri vegna gengistapsins sem verður ef gengi dollarans lækkar. Fyrirtæki með útflutningstekjur í öðrum myntum en dollara gætu alveg sparað sér dollaralán án þess að taka áhættu vegna gengistaps, en vextir á dollaralánum eru sturidum allt að helmingi hærri en vextir á lánum í svissneskum frönkum eða þýskum mörkum. Loks eru þeir sem skulda í útlöndum en hafa engar erlendar tekjur á móti, t.d. innflutnings- eða þjónustufyrirtæki sem tekið hafa erlend lán vegna fram- kvæmda, eða opinberar stofnanir. Þegar engar tekjur standa á móti virðist í fljótu bragði sjálfsagt að taka lán þar sem vextir eru lægstir, t.d. í Sviss, Hol- landi, Þýskalandi eða Japan. En þetta er engan veginn rétt vegna gengis- áhættu, sérstaklega ekki um þessar mundir á meðan lækkun á gengi dollar- ans (og þá hækkun á gengi sam- keppnismynta) er hugsanleg. Þeir sem hafa engar erlendar tekjur á móti skuldum lágmarka lánskostnað þegar lengra er litið með því að miða lán sín við fleiri en eina mynt, þ.e. að hluta við dollara en að hluta við aðrar myntir. Flestir ná þessu marki í reynd með því að skulda fleiri en eitt lán. Hvaða hlut- föll á milli mynta eru hagkvæmust hverju sinni fer eftir vaxtamuninum á milli mynta og því hvernig Ifkurnar á gengisbreytingum eru metnar. um tíma og nýting framleiðslutækja er komið yfir 80%. Verðbólguspár fyrir árið í ár hljóðuðu upp á 5-6% en óttast er að verðbólgan kunni að verða um það bil einu prósenti hærri, 6-7%. Fjárlagahallinn Um leið og óttast er að vaxandi eftir- spurn kunni að valda þenslu og verð- hækkunum er reiknað með að fjárlaga- hallinn í Bandaríkjunum verði um 170- 190 milljarðar á ári næstu árin. Aðhald í ríkisfjármálum er því óhjákvæmilegt, ekki einungis vegna fjármögnunar- vandans heldur einnig vegna þess að sú lausn er mun betur til þess fallin til þess að stemma stigu við vaxandi eftir- | spurn heima fyrir heldur en aukið aðhald í peningamálum. Aukið aðhald á sviði peningamála yrði einkumtilað hækka vexti. Hærri vextir kæmu illa við skuldug fyrirtæki í Bandarfkjunum auk þess sem vaxtahækkun í umheiminum drægi enn úr líkunum á því að hag- vöxtur nái sér á strik utan Bandaríkj- anna. I undirbúningi eru tillögur sem fela í sér lækkun fjárlagahallans um 150 milljarða dollara á árunum 1985- 87. Minni halli fæst að þriðjungi með minni útgjöldum til hermála, að þriðj- ungi með samdrætti á öðrum útgjöld- um ríkisins og að þriðjungi með hærri sköttum. Margir eru þó þeirrar skoðunar að of skammt sé gengið en á það er einnig að líta að aukin fram- leiðsla hjálpar til með því að draga úr útgjöldum og auka tekjur ríkisins. Hvað er framundan? Ákjósanlegasta lausnin á vandanum í alþjóðlegum efnahagsmálum um þessar mundir er sjálfsagt nokkur lækkun á gengi dollarans og aukinn hagvöxtur utan Bandarfkjanna. Jafn- vel þótt þessar óskir rættust er heldur búist við hækkun vaxta í Bandaríkj- unum. ... svissneskum franka 210 , i i i , i i , i i i M J F M A M J 1984 yem 240 235 230 225 220 "iTi'rr rr i l'i i i I i i J F M A M J 1984 ... þýsku marki 2,80 2,70 2,60 2,50-l-r-rn—r-rr J F M A M J ,,, 1984 __________________________

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.