Vísbending


Vísbending - 27.06.1984, Page 1

Vísbending - 27.06.1984, Page 1
VISBENDING 5 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL w 25.2 27. JÚNÍ 1984 Raunvextir______________________________________________ Mikil röskun á hlutfallinu milli launa og fjármagnskostnaðar Samanburður vaxta og verð- bólgu Raunvextir af innlánum innláns- stofnana hafa hækkaö mjög mikið á síöustu tólf mánuðum meö ört minnk- andi verðbólgu þrátt fyrir þaö aö nafn- vextir hafi verið lækkaðir fjórum sinn- um í haust og í vetur. í töflunni eru sýndir áætlaðir raunvextir af innlánum innlánsstofnana (að frátöldum inn- lendum gjaldeyrisreikningum) um mitt ár og í árslok frá 1980 til 1983 og enn- fremur í lok aprílmánaðar 1984. Til að reikna raunvexti af innlánum eru fyrst vegnir saman nafnvextir á helstu flokk- um innlána að frátöldum gjaldeyris- reikningum. Framan af reikningstím- anum voru þeir léttvægir, en í lok april- mánaðar 1984 námu innistæður á inn- lendum gjaldeyrisreikningum 1102 milljónum króna eða um 5,3% af heild- arinnlánum. Meðalnafnvextir á innlánum eru síðan bornir saman við verðbreytingar til að reikna raunvexti. Þegar raun- vextir eru metnir á hverjum tíma með tilliti til fjárfestingar eða ávöxtunar er eðlilegast að I íta fram á við og taka mið af áætluðum verðbreytingum á næst- unni. Tölurnar í töflunni eru ekki ætl- aðar í því skyni og eru verðbreytingar reiknaðar eftir breytingum lánskjara- vísitölu á sex mánaða skeiði þannig að vaxtadagssetningarnar í töflunni lenda á miðjum þessum sex mánaðatímabil- um. Raunvaxtatölunum er ætlað að gefa hugmynd um samanburð vaxta og verðbólgu í ákveðnum tímapunkt- um (um mitt ár og í lok árs) en ekki að meðaltali yfir hálf eða heil ár. Neikvæðir raunvextir Taflan sýnir að breytingar verðbólgu hafa ráðið mestu um breytingar raun- vaxta frá því 1980. Þegar verðbólgan hefurfarið vaxandi hafa stjórnvöld ekki hækkað vexti nægilega hratt og því hafa raunvextir lækkað. Verulegir fjár- munir hafa runnið frá sparifjáreigend- um til skuldara. Neikvæðir raunvextir hafa einnig skekkt mat á fjárfestingum eins og oft hefur verið bent á. Mjög lauslega metið Áætlaðir raunvextir á innlánum innlánsstofnana, % 1980 Vegnir meðal- vextir Breyting lánskjara- vísitölu Reiknaðir raun- vextir um mitt ár . 33,1 54,2 -13,7 (árslok . . . 33,7 61,5 -17,2 1981 ummittár . 32,4 50,5 -12,0 i árslok . . . 33,0 47,4 -9,8 1982 um mitt ár . 35,9 54,9 -12,3 í árslok . . . 49,3 78,4 -16,3 1983 ummittár . 67,3 114,2 -21,9 í árslok . . . 18,7 18,1 0,5 1984 30. apríl . . 13,5 13,9 -0,3 Ath.: Breytinglánskjaravísitöluerreiknudeftir sex mánaða tímabilum þannig aö dag- setningar I töflunni eru I miðju timabil- inu. Talan 61,5% I annarrí línu er t.d. breyting lánskjaravisitölu frá september 1980 til mars 1981 umreiknuð til árs- hraða. Ennfremur skal tekiö framað inn- lendir gjaldeyrísreikningar eru ekki taldir með í þeim innistæðum sem tölurnar I töflunni eiga við. hefur ekki nema 80 til 90% af þvi fé sem lagt hefur verið í banka verið greitt til baka að meðaltali. Þóttfé hafi þannig flust frá fjölskyldum sem áttu sparifé til annarra sem skulduðu (og ef til vill frá eldra fólki sem átti sparifé til hinna yngri sem skulduðu) er þó megin- Efni: Raunvextir afinnlánum 1 Verðbólga í Bandaríkjunum 2 Hagsveiflur 3 Samanburðurálaunakostnaði 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 straumurinn frá fjölskyldum (þ.e. laun- þegum) til fyrirtækja. Að nokkru hefur lágur fjármagnskostnaður fyrirtækja leitt til betri afkomu þeirra og hugsan- lega heldur hærri launa þar sem raun- vextir hafa verið svo lengi neikvæðir hér á landi. Einnig mætti lita svo á að lágur fjármagnskostnaður innanlands hafi auðveldað fyrirtækjum að standa undir kostnaði af erlendum lánum en eins og fram kom í síðasta tölublaði V ísbendingar voru raunvextir á erlend- um lánum Islendinga afar háir á þess- um árum. Verð á vinnu og fjármagni Raunvextir hafa hækkað mikið á siðustu þremur til fjórum árum, bæði á alþjóðlegum, markaði og í helstu við- skiptalöndum islendinga, en launa- kostnaður hefur yfirleitt heldur farið lækkandi (sjá bls. 4). Meðal skýringa á þessari breytingu er mikið atvinnuleysi í vestrænum ríkjum og offramboð vinnuafls en einnig mikil eftirspurn eftir fjármagni. Víða um lönd er halli á fjár- lögum jafnaður með lántökum innan- lands og fyrirtæki þurfa að endurnýja framleiðslutæki hraðar en áður vegna tæknibreytinga. Svo virðist sem þessi verðhlutföll milli framleiðsluþáttanna framhald á bls. 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.