Vísbending


Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Vísitala lánskostnaöar 1982-1984 Erlend lán byrjunar 1985 er um 99% (73% fyrra áriö og 14-15% síðara áriö) eða um 41 % aö meðaltali hvort ár. Of snemmt aö fagna? Niðurstöðurnar sýna að á árunum 1983-1984 hefur komið fyrir að kostn- aður vegna erlendra lána hafi verið lægri en á vaxtalausu innlendu láni verðtryggðu m.v. lánskjaravísitölu. Hlýtur það að vera þeim fyrirtækjum mikill léttir sem borið hafa þunga vaxta- byrði vegna erlendra lána á árunum 1979 til 1982. Niðurstöðurnar sýna einnig að líta verður á lengri tíma en eitt til tvö ár til að fá rétta hugmynd af raunverulegum kostnaði af erlendum lánum - mjög mikill kostnaður á árun- um 1979 til 1982 er nú að jafnast út. Hafa verður í huga að lækkun er- lends lánskostnaðar í samanburði við vaxtalaust innlent lánskjaravísitölulán er einkum vegna þess að lánskjaravísi- talan hefur hækkað miklu meira en verð á erlendum gjaldeyri að meðaltali. Evrópskir sparifjáreigendur hefðu þvi oft ávaxtað fé sitt betur á verðtryggðum þriggja mánaða reikningi í íslenskri innlánsstofnun en á útlánsvöxtum (með 1% álagi) í heimalandi sínu-og jafnvel enn betur á óverðtryggðum reikningi. Erlent sparifé hefur þó ekki streymt til landsins. Hins vegar hefur innflutningur vöru og þjónustu aukist verulega það sem af er árinu og má að nokkru leyti rekja þá þróun til hlutfalls- lega lágs verðs á erlendum gjaldeyri og lágra vaxta innanlands. Stjórnvöld munu þessadaganavera að ræða nýjar aðgerðir I peninga- og lánsfjármálum en þeirra hefur lengi verið þörf. Neikvæðir raunvextir á erlendum lánum síðustu mánuðina gefa til kynna að gengi krónunnar kunni að vera farið að veikjast. Vísitala lánskostnaöar Vísitalan er reiknuð mánaðarlega með því að leggja vexti við höfuðstól í erlendri mynt. Höfuðstóll með áföllnum vöxtum er siðan umreiknaður í krónur með mánaðar- legu meðalgengi viðkomandi myntar og fæst þannig erlenda skuldin mánaðarlega í krónum. Með þvi að bera saman uppfærðan höfuðstól erlends láns og verðtryggðs inn- iends láns erreiknuð vísitala lánskostnaðar. Ef visitalan er ofan við 100 hefur erlenda lánið hækkað meira en vaxtalaust lánskjara- vísitölulán, en minna ef vísitalan er neðan við 100. Sjá nánari skýringar i Vísbendingu 20. júní sl.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.