Vísbending


Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 30.2. 1. ÁGUST 1984 Erlendar skuldir______________________________ Lækkandi raunvextir vegna stöðugs gengis Áætlun fyrir 1984 sýnir lágan lánskostnað Raunvextir á erlendum lánum Islendinga hafa lækkaö mikið á síð- ustu tólf mánuðum vegna þess að gengi krónunnar hefur haldist nær stöðugt. Með raunvöxtum er hér átt við hækkun á höfuðstóli erlends láns vegna áfallinna vaxta og gengisbóta umfram hækkun lánskjaravísitölu á sama tímabili. Ef hækkun lánskjara- vísitölunnar er meiri en hækkun á erlendu láni vegna vaxta og gengis- bóta verða raunvextir í þessum skiln- ingi neikvæðir. Sé litið á árið 1984 og gert ráð fyrir að erlendir vextir og gengi krónunnar haldist óbreytt á síðari hluta ársins, verða raunvextir neikvæðir á lánum í svissneskum frönkum, yenum, pundum og þýskum mörkum (sjá töflu). Lán í dollurum hækka svipað og lánskjaravísitala 1984, en lán í frönskum frönkum og norskum krónum hækka ívið meira. Stafar það af háum nafnvöxtum í Frakklandi og Noregi. í þessum reikningum er miðað við grunnvexti í hverju landi („Prime rate“) að viðbættu 1% vaxtaálagi. Þessir reikningar visa því tæpast nákvæm- lega til erlendra lána landsmanna en ættu hins vegar að gefa allgóða hug- mynd um mismunandi vaxtakostnað á milli mynta og einnig á milli tímabila. Séu niðurstöðurnar í töflunni og á myndunum á bls. 2 bornar saman við niðurstöður sams konar reikninga fyrir tímabilið 1977 til 1983 (sjá Vísbend- ingu 20. júní sl.) kemur í Ijós mikil lækkun lánskostnaðar, aðallega vegna stöðugs gengis krónunnar - og lækkandi raungengis - síðan í júní í fyrra. Árin 1982-1984 Fremsti dálkurinn í töflunni sýnir ár- lega meðalvexti umfram lánskjaravísi- tölu á lánum sem tekin voru í upphafi árs 1982 en greidd upp í ársbyrjun 1985. Lán í dollurum skera sig úr og kemur það ekki á óvart í Ijósi síhækk- andi gengis dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum og háum vöxtum í Banda- ríkjunum. Lán í yenum eru næstdýrust að meðaltali á árunum 1982-1984 af þeim sjö myntum sem reikningarnir ná til. Stafar þaö einkum af mikilli hækkun á gengi yensins gagnvart öðrum myntum á árinu 1982. Grunnvextir í Japan á ofangreindu tímabili voru hins vegar lægri en í nokkru hinna land- anna. Þegar litið er á árin 1983 til 1984 (lán tekið í upphafi árs 1983 og greitt upp í upphafi árs 1985) eru raunvextir lægri en á öðrum tímabilum ef frá eru talin lán í dollurum og yenum. Þetta merkir að höfuðstóll lánanna með áföllnum vöxtum og gengisbótum hafihækkað minna en lánskjaravísitala á árunum 1983 til 1984. Áætluð hækkun láns- kjaravísitölu frá janúar 1983 til árs- Efni: Erlendar skuldir 1 Vextir í viðskiptalöndunum 3 Gengisvogir - gengissig 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Erlendar skuldir Dæmi um áætlaða vexti umfram lánskjaravísitölu á árunum 1982 til 1984, % á ári. Lánsmynt 1982-1984 1983- 1984 1984 Bandaríkjadollari 13,0 1,3 0,0 Yen 5,6 -3,8 -5,7 Sterlingspund 0,2 -6,5 -3,9 Franskirfrankar 0,3 -8,6 1,8 Þýsk mörk 3,3 -8,6 -1,7 Norskarkrónur 4,0 -2,0 1,4 Svissn. frankar -0,4 -10,8 -7,7 Meðaltal mynt- annasjö 9,7 -1,3 -1,1 Þessi áætlun um raunvexti er miðuð við óbreytt gengi frá júní til ársloka 1984. Reiknað er með grunnvöxtum í hverju landi með 1% álagi og gert er ráð fyrii óbreyttum vöxtum frá júní sl. til áramóta. Meðaltal myntanna sjö í neðstu línu ei reiknað eftir hlutdeild hverrar myntar í erlendum skuldum í árslok 1982.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.