Vísbending


Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.08.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Vextir í viðskiptalöndunum Vextir í helstu viöskiptalöndum Islendinga hafa farið heldur hækkandi þaö sem af er þessu ári. Grunnvextir ( Bandaríkjunum (Prime Rate) hafa hækkað úr 11 % í 13% frá því í mars og grunnvextir í Bretlandi (Base Rate) hafa hækkað úr 9,25% í júní í 12%. Taflan hér á síðunni sýnir nokkur dæmi um vexti í viðskiptalöndunum á fyrstu sjö mánuðum ársins. Vextir hafa hækkað mest í Bandaríkjunum og Bretlandi, staðið nokkurn veginn í stað í Þýskalandi og Japan, en lækkað á Italiu og Frakklandi, en verðbólga hefur verið á undanhaldi í síðast- nefndu löndunum. Helsta skýringin á vaxtahækkun- unum er mikil eftirspurn eftir lánsfé, ekki síst í Bandaríkjunum, en einnig í öðrum löndum þar sem þjóðartekjur fara vaxandi. Ekki er þó talið að vaxta- hækkanirnar muni draga verulega úr hagvexti. Fjárfestingarákvarðanir ein- staklinga ráðast fremur af þeim tekjum sem í vændum eru heldur en af vöxtum og ákvarðanir fyrirtækja um kauþ á nýjum framleiðslutækjum ráðast að miklu leyti af eftirspurn eftir framleiðsl- unni. Háirvextirþurfa því ekki aðdraga svo mjög úr hagvexti en þeir stýra fjár- magninu þangað sem það gefur mestan arð. Þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Pauls Volckers, seðlaþankastjóra, er talið að vextir í Bandaríkjunum muni heldur fara hækkandi með haustinu og fram eftir næsta ári, ef til vill þó með nokkr- um sveiflum. Að ári gætu vextir orðið um 2% hærri en þeir eru nú, að því að talið er. Ekki er talið að vextir muni lækka aftur fyrr en framleiðsla fer að dragast saman í Bandaríkjunum á nýjan leik. Samkvæmt spám, eða öllu heldur ágiskunum, gæti það orðið á síðari hluta næsta árs eða árið 1986. Ekki er óðelilegt að hækkandi vextir í viðskiptalöndunum leiði til nokkurrar vaxtahækkunar hér á landi, án tillits tii efnahagslegra aðstæðna innanlands. Samkvæmt fréttum hefur vaxta- hækkun verið meðal þess sem stjórn- völd hafa rætt í tengslum við jafn- vægisaðgerðir í efnahagsmálum. Að hækka vexti á neyslulánum eingöngu, eins og hermt var í fréttum í síðustu viku að borist hefði í tal, væri þó skref í öfuga átt. Hærri vextir eru nauðsyn- legir til að laða fram aukinn sparnað en ráðstafanir stjórnvalda til að beina fjár- magni inn á „réttar" brautir hafa hingað til ekki gefið góða raun. Þar verður að treysta á markaðinn. Vextir í viöskiptalöndunum janúar—júlí 1984 / síðari hluta hvers mánaðar. janúar febrúar mars april maí júní júlí London Grunnvextir 9 9 8% 8% 91/4 91/4 12 Ríkisvíxlar, 90 daga 8 8 8 8 8 8 11 New York Grunnvextir 11 11 11 12 12 12 13 Ríkisvíxlar, 90 daga 8.92 9.16 9.75 9.76 9.85 9.90 10.15 Millibankavextir 97/l6 99/16 105/16 10% 10 111/4 1015/16 Frankfurt Grunnvextir 8 8 8 8 8 8 8 Ríkisvíxlar, 90 daga 6.13 5.85 5.85 5.78 6.13 6.10 6.05 Tókfó Grunnvextir 5.50 5.50 5.50 5.50 5.50 5.50 5.50 Rikisvíxlar, 90 daga 6.28 6.28 6.28 6.28 6.28 6.28 6.34 Parfs Grunnvextir 12 12 12 12 11% tV/2 111/4 Rikisvíxlar, 90 daga 12.25 12.69 12.63 12.44 12.13 12.13 11 Amsterdam Grunnvextir 7.50 7.50 7.50 7.50 7.50 7.50 8 Ríkisvíxlar, 90 daga 6Tie 6Vi6 63/l6 6V16 63/16 6% 6'/2 Mflano Grunnvextir 18.50 18.50 17.50 17.50 17.50 17 17 Ríkisvíxlar, 90 daga 171Vi6 17^16 1 77/l6 175/16 16'%6 161%6 162%2 Heimild: Financial Times

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.