Vísbending - 15.08.1984, Qupperneq 1
VÍSBENDING~
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_
32.2 15. ÁGÚST 1984
Vextir
Raunvextir hafa hækkað um 25 prósentustig á einu ári
Söguleg breyting á raun-
vöxtum
Af fyrstu viöbrögöum bankanna viö
frjálsum vöxtum viröist mega ráöa að
almennt hækki vextir hér á landi um 3-
4%. Vera kann að í fyrstu hafi verið
skotið yfir markiö og að jafnvægi náist
á peningamarkaði viö lægri vexti en
nú ríkja. Það virðist þó ósennilegt sé
litið til nágrannalandanna og engan
veginn líklegt með tilliti til íslenskra að-
stæðna. Enn hefur ekki gefist svigrúm
til að reikna meðalhækkun vaxta eftir
fyrstu tilkynningar bankanna um vaxta-
tilhögun þeirra en 3-5% vaxtahækkun
hefur tæplega komið neinum í opna
skjöldu.
Myndin sýnir áætlun um raunvexti á
innlánum innlánsstofnana um mitt ár
og í árslok frá 1980 til 1984 (sjá einnig
Vísbendingu 27. júní sl.) Ótrúleg breyt-
ing til hins betra hefur orðið síðan um
mitt ár í fyrra en raunvextir á innlánum
innlánsstofnana voru þá neikvæðir um
nærri 22%. Verðbólgustigið er hér
reiknað eftir breytingum lánskjaravísi-
tölu á sex mánaða skeiði, t.d. frá októ-
ber til mars þegar raunvextir um ára-
mót eru áætlaðir.
Hvernig ráðast vextir?
Hvaða þættir má búast við að hafi
mest áhrif á þróun vaxta á næstunni?
Verðbólguvæntingin, þ.e. sú verð-
bólga sem menn búast við á næstunni,
ræður án efa mestu um vextina. Að
öðru leyti ráðast vextir af framboði og
eftirspurn á lánsfjármarkaði og þróun-
inni í vaxtamálum í viðskiptalöndun-
um. Með réttu ættu raunvextir hér á
landi ekki að geta verið lægri en í við-
skiptalöndunum en þeir kynnu að
verða eitthvað hærri. Fljótlega ætti að
koma reynsla á hversu vel vextir inn-
lánsstofnana fylgja markaðsaðstæð-
um hverju sinni.
Vextir hljóta að hafa veruleg áhrif á
ákvarðanir fólks og fyrirtækja um
sparnað og fjárfestingu en reynslan
frá öðrum löndum virðist þó benda til
þess að tekjuhorfurnar séu vöxtunum
yfirsterkari. Ýmsir eru þeirrar skoðunar
að háir vextir stuðli að aukinni verð-
bólgu. Rökin eru á þann veg að fjár-
magnskostnaður fyrirtækja hækki og
að honum sé síðan velt út í verðlagið.
Flest bendir þó til hins gagnstæða.
Með hærri vöxtum eykst ráðstöfunar-
Áhrif á gengi spariskírteina af
hækkun ávöxtunarkröfu úr 5,8%
í 8,5%.1)
Flokkur Gengim.v. 5,8% áv. Gengi m.v. 8,5% áv. Breyting, %
1971/1 .... 159,0 154,8 -2,62
1972/1 .... 144,9 139,8 -3,51
1972/2 .... 117,7 112,0 -4,91
1973/1 .... 89,1 82,4 -7,50
1973/2 .... 85,5 78,3 -8,33
1974/1 .... 55,7 50,2 -9,80
1975/1 .... 43,0 42,5 -1,03
1975/2 .... 31,9 31,5 -1,13
1976/1 .... 29,0 28,6 -1,45
1976/2 .... 24,0 23,7 -1,13
1977/1 .... 21,0 20,6 -1,55
1977/2 .... 17,9 17,9 -0,20
1978/1 .... 14,2 14,0 -1,55
1978/2 ... 11,5 11,4 -0,20
1979/1 ... 9,7 9,6 -1,34
1979/2 ... 7,4 7,4 -0,23
1980/1 ... 6,6 6,5 -1,69
1980/2 ... 5,1 4,9 -2,99
1981/1 ... 4,3 4,2 -3,59
1981/2 ... 3,2 3,0 -5,33
1982/1 ... 3,0 3,0 -1,38
1982/2 ... 2,2 2,2 -2,82
1983/1 ... 1,7 1,7 -3,89
1983/2 ... 1,1 1,0 -5,44
1984/1 ... 1,1 1,0 -6,03
" Reiknað samkvæmt gengi þann 12. ágústsl.
Áætlaðir raunvextir á innlánum innlánsstofnana 1980-1984 %
31 O) '(O í 1 ? ■§ ra JS
1 O)
\ r 4 'tc
N
1980 81 82 83 84
fé innlánsstofnana en þær eru helsti
farvegur sparnaðar til atvinnulífsins
hér á landi. Þannig kynni að verða unnt
að skuldbreyta vanskilalánum fyrir-
tækja til að lækka vaxtakostnað. Með
auknum umsvifum á innlendum fjár-
magnsmarkaði verður minni þörf á því
að taka lán í útlöndum en erlend lán
hafa reynst íslenskum fyrirtækjum
þung í skauti. Ef hækkandi fjármagns-
kostnaði er velt út í verðlagið þá ætti
kaupgeta fljótt að minnka svo að áhrif
Efni:
Frjálsir vextir 1
Hver er „ rétta “ gengisvogirt ? 2
Áhrif vaxtabreytinga á gengi
skutdabréfa 3
Töflur:
Áætlað gengi krónunnar í
árslok 1984 eftirþremur
vogum 4
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi ísiensku krónunnar 4