Vísbending - 22.08.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
Vextir og gengi
Gengisstefnan hefur verið treyst með vaxtabreytingunni
Spurningu svaraö
„ Hvað gæti gerst ef vextir á Bretlandi
væru jafnlágir og i Þýskalandi eins og
þeir ættu ef til vill að vera með tilliti til
innra jafnvægis þjóðarbúsins?“
Eitthvað á þessa leið hljóðaði spurning
í lesendabréfi í Financial Times en
eins og kunnugt er hækkuðu grunn-
vextir á Bretlandi fyrir nokkrum vikum,
(sjá Vísbendingu 18. júlí sl.) úr 9,25%
í 12%. (Grunnvextir („base rate“) á
Bretlandi síðan lækkað aftur í
10,5%). Einn af ritstjórum Financial
Times, Samuel Brittan, svaraði spurn-
ingunni.
„Svarið er í stuttu máli að gagnstætt
við það sem margir halda geta stjórn-
völd og seðlabankar ekki ráðið raun-
vöxtum. Raunvextirráðastáalþjóðleg-
um fjármagnsmarkaði. Ef óvissu gætir
í stefnumörkun í efnahagsmálum geta
stjórnvöld orðið þess valdandi að þar
verði raunvextir hærri en annars
staðar. Raunvextir geta orðið lágir um
hríð ef gengi gjaldmiðilsins er álitið
óeðlilega lágt þannig að allar líkur séu
á að það fari hækkandi. Slíkt ástand
getur þó aldrei orðið varanlegt. Því er
ekki annarra úrræða völ - ef frá eru
talin harkalegustu gjaldeyrishöft sem
að líkindum aldrei er hægt að fram-
fylgja - en að sætta sig við þá vexti
sem ríkja á alþjóðlegum markaði.
Eina aðferðin sem dugar til að lækka
vexti er að auka sparnað eða draga úr
lántökum. Stjórnvöld geta stuðlað að
þessu með stefnu sinni í fjármálum;
ekki einungis með því að minnka halla-
rekstur ríkissjóðs heldur einnig með
því að fella niður ákvæði skattalaga
sem hvetja til lántöku, t.d. þau að
vaxtagjöld vegna húsnæðislána séu
frádráttarbær til tekjuskatts. En Banda-
ríkin eru eina ríkið sem er nógu öflugt
til að hafa áhrifá alþjóðlega vexti með
slíkum ráðstöfunum. “
Svar ritstjórans er talsvert lengra en
þetta en því lýkur eitthvað á þessa leið.
„Mergurinn málsins er sá að hvorki
bréfritarinn né heldur Englandsbanki
þekkja þá vexti sem samrýmast innra
jafnvægi þjóðarbúsins. Ef markaður-
inn gefur þráfaldlega svör sem stang-
ast á við þær hugmyndir sem maður
hefursjálfur (t.d. um ónýtt framleiðslu-
tæki) þá eru það síðarnefndu hug-
myndirnarsem kynnu að vera rangar. “
Peningamarkaður, vextir og
gengi
Það eru ef til vill fæstar þjóðir heims-
ins sem geta látið gerigi gjaldmiðilsins
síns „fljóta", þ.e. ráðast á frjálsum
markaði. í marslok miðuðu 33 þjóðir
gjaldmiðil sinn við Bandaríkjadollara,
gjaldmiðlar 13 landa voru tengdir
frönskum franka og tvær myntir voru
tengdar suðurafrísku myntinni. Gjald-
miðill eins lands var tengdur hverri
eftirfarandi mynta: sterlingspundi, ind-
versku myntinni og pesetanum. Að lok-
um voru 11 myntir miðaðar við SDR-
vog og gjaldmiðlar 28 annarra þjóða
voru miðaðir við aðrar gengisvogir
(meðal þeirra eru Svíþjóð, Noregur,
Finnland og Island). Fyrirkomulag
gengismála getur þó engu breytt um
það hvað raunverulega ræður gengi.
Sé gengi ekki leyft að fljóta er umfram-
framboðs tekur að gæta á peninga-
markaði leitar þrýstingurinn annað.
Fjármagn leitar úr landi vegna þess að
hættan á lækkandi gengi eykst og vex
þá eftirspurn eftir erlendum vörum og
þjónustu ef óheimilt er að kaupa erlend
peningaleg verðmæti (eins og hér á
landi). Hér er miðað við að raunvextir f
heimalandinu séu svipaðir og í grann-
löndunum. Ef vextir eru háir heimafyrir
dregur aðeins úr þeirri hættu að hátt
gengi ýti undir fjárflótta. Og eins og
Samuel Brittan bendir á í svari sínu þá
geta stjórnvöld með fjármálaaðgerð-
um dregið úr spennu á lánsfjármarkaði
með því að minnka lánsþörf hins opin-
bera og með því að afnema þau
ákvæði skattalaga sem gera lántökur
hagkvæmari en ella og koma í veg fyrir
að almenningur spari eðlilega.
Hágengið
Hér á landi hefur verð á erlendum
gjaldeyri lækkað mikið miðað við inn-
lent verðlag síðan um mitt ár í fyrra.
Gengi krónunnar er farið að veikjast.
Það er hins vegar hornsteinninn í efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar að halda
gengi krónunnar föstu - eða sem
stöðugustu miðað við tiltekna gengis-
körfu. Verulegur árangur í peninga- og
ríkisfjármálum síðustu mánuðina
hefur rennt stoðum undir stefnu stjórn-
valda í efnahagsmálum. Mikil hækkun
raunvaxta síðutu tólf mánuðina og
frelsi innlánsstofnana til að ákveða
vaxtakjörin framvegis gerir það að
verkum að hugsanlegt er að halda
gengi krónunnar svipuðu á næsta ári.
Með þvf móti er ef til vill unnt að bæta
hag launþega með aukinni framleiðni
án þess að það leiði til umtalsverðrar
aukningar á verðbólgu. Og því lengur
sem hægt er að halda aftur af verð-
bólgu því líklegraverðurað við losnum
úr vítahring siðasta áratugs.
Erlendar skuldir - erlendar
eignir
Skuldir landsmanna í útlöndum
munu nema um það bil 12-1300 millj-
ónum Bandaríkjadollara eða um 7-8
mánaða framleiðslu þjóðarbúsins.
Þetta kann að sýnast mikið og einkum
setur greiðslubyrðin heilum atvinnu-
greinum, opinberum fyrirtækjum og
rikissjóði þröngar skorður í rekstri.
%
Lækkandi raunverð á erlendum gjaldeyri
hefur að öðru jöfnu í för með sér veikari
stöðu þjóðarbúsins út á við. Háir raun-
vextir hafa gagnstæð áhrif. Vegna þess
hve hækkun vaxta umfram verðbólgu sið-
ustu misserin er mikil er torvelt að meta
áhrif hennar. Þar sem raunverð á erlend-
um gjaldeyri er ekki lægra en það hefur
verið áður kynni hækkun vaxta frá miðju
ári I fyrra að nægja til að ná jafnvægi í
þjóðarbúskaonum út á við.
Ákjósanlegt væri því að skuldir þessar
lækkuðu eitthvað með betra árferði og
skynsamlegri ráðstöfun fjármuna. Þó
má nefna tvær leiðir til lækkunar er-
lends skuldahlutfalls aðrar en beinar
endurgreiðslur með rekstrarfé.
Hugsanlegt er að endurfjármagna
erlend lán með innlendu sparifé. Þetta
gerist ekki eins og hendi sé veifað.
Með vaxtafrelsinu var stigið stórt skref
en áframhaldandi afnám hafta á fjár-
magnsmarkaði er nauðsynlegt. Með
þessu móti lækkar skuldabyrði þjóðar-
innar út á við án þess að hert sé um of
að rekstri þeirra sem þyngstar erlendar
skuldir bera.
I öðru lagi mætti gera Islendingum
kleift að eignast erlend verðbréf.
Bandarísk ríkisskuldabréf þykja nú
framh. á bls. 4.