Vísbending


Vísbending - 05.09.1984, Qupperneq 3

Vísbending - 05.09.1984, Qupperneq 3
VÍSBENDING 3 Vaxandi umsvif í kauphallarviðskiptum Hækkandi gengi dollarans og yensins á sídustu árum hafa valdið því að góðir ávöxtunarmöguleikar hafa verið í kauphöllum í Bandaríkjunum og Japan fyrir Evrópubúa. Sagt erað árið 1982 hafið verið ár skuldabréfanna en það ár var ávöxtun skuldabréfa 43% í Bandaríkjunum og 55 % í Bretlandi (að verulegu leyti vegna lækkandi vaxta það ár). Hins vegar var árið 1983 ár hlutabréfanna og hækkuðu hlutabréf í verði í flestum eða öllum kauphöllum heims. Hækkunin var á bilinu 23% í Bandaríkjunum til 70% í Ástralíu. I fyrra var ávöxtun hlutabréfa einnig mjög góð í Tokíó, bæði vegna hækk- Stærstu kauphallirnar Ef miðað er við veltu er kauphöllin í New York sú langstærsta í heiminum og er árleg velta þar um 60% af veltu í öllum kauphöllum samanlagt. Taflan sýnir veltu í níu stærstu kauphöllum heims á árinu 1982 í milljörðum doll- ara, en til samanburðar má geta þess að erlendar skuldir íslendinga eru um 1,2 milljarðar dollara. Athyglisvert er að viðskipti í kauphöllinni í London eru ekki nema tæplega 7% af veltunni í New York, og einnig hve hlutabréfa- markaður í Japan er stór jafnvel þótt bankar muni vera helsti farvegur sparnaðar til atvinnulífsins þar. Ávöxtun í nokkrum kauphöllum árin 1974-1983 M.v. Ávöxtun efmiöað er við Kauphöll heimamynl dollara yen pund þýskmörk New York . . . . 11 11 9 16 11 Tokíó . . . . 11 13 11 19 14 London 19 14 12 19 14 Frankfurt 12 10 8 16 12 París 13 7 5 12 7 Hong Kong .... 12 7 5 12 7 Heimild: Financial Times, Phillips and Drew Myndirnar sýna vísitölu hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Þýskalandi og vísitölu neysluvöruverðs í hverju landi til saman- burðar. andi verðs í kauphöllinni og vegna hækkandi gengis yensins. Hins vegar varskást fyrir Bandaríkjamenn að fjár- festa í kauphöllinni í Wall Street vegna lækkandi gengis flestra mynta gagn- vart dollara. Verð f kauphöllinni í London hefur hækkað meira en í Wall Street á hverju ári síðan 1981 en ávöxtun þar er samt lakari en í Wall Street í augum Bandaríkjamanna vegna þess hve pundið hefur lækkað mikið gagnvart dollaranum. Meðalávöxtun í kauphallar- viðskiptum Taflan sýnir meðalávöxtun í nokkr- um kauphöllum á árunum 1974-1983. Meðalávöxtun í stærstu kauphöllunum varum 11% á ári á þessum árum en á bilinu 2 til 5% eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólgu. Hlutabréfavelta í stærstu kauphöllunum Kauphöll M. dollara 1982 % alheild'1 New York 488,4 63 Tokíó .. . 146,9 20 London .. 32,7 4,2 American 19,7 2,5 Basle ... 18,6 2,4 Osaka 18,4 2,4 Þýskaland 16,6 2,1 Toronto . 14,3 1,8 Parls ... 9,6 1,2 1) Afþeim sem hór eru taldar Heimild: Financial Times, FIBV

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.