Vísbending


Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 38.2 26. SEPTEMBER 1984 Verðbréfamarkaður í Reykjavík Gróska á peningamarkaði í kjölfar frjálsra vaxta Áhersla lögð á sparnað Viðskipti á peningamarkaði hér á landi hafa fengið byr undir báða vængi síðustu vikurnar. Skýringin virðist tvíþætt. Ákvörðun stjórnvalda að veita innlánsstofnunum rétt til að ákveða sjálfum vexti þá sem þær bjóða viðskiptamönnum sínum hefur örvað samkeppni meðal banka og sparisjóða og sumar hafa brotið upp á merkum nýjungum til að bæta þjónustuna. Jafnframt hafa auglýsingar bankanna orðið til að vekja almenning í landinu til meðvitundar um ágæti sparnaðar og mismunandi ávöxtun eftir því hvert er leitað; mismunandi vextir virðast hafa örvað verðskyn sparifjáreigenda. Einnig virðist sem innlausn spariskírteina rikissjóðs í þessum mánuði hafi orðið til þess að mikið fjármagn hafi runnið frá ríkinu til bankanna og til verðbréfasala. Ríkissjóður gerði eigendum þeirra spariskírteina sem innleysanleg eru í mánuðinum afar gott tilboð; 8,55% ávöxtun umfram verðtryggingu m.v. þriggja ára bindingu. Þótt þetta verðtryggða boð sé I öllum tilfellum betra en það sem bankarnir bjóða (að bindingunni frátalinni) virðist svo sem ríkissjóður hafi orðið undir í samkeppninni um hylli sparifjáreigenda. Ef dæma má af blaðafregnum virðist innan við fimmtungur af því fé sem ríkissjóður hefur greitt vegna innlausnar spariskírteina síðustu daga hafa runnið til kaupa á "endurnýjunarflokknum" með 8,55% vexti umfram verðbólgu. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hér hafi markaössetning stjórnvalda brugðist og hætt er við að margir þeirra sem hurfu frá ríkinu til bankanna beri skarðan hlut frá borði þegar ávöxtun verður metin eftir þrjú ár. Hluti skýringarinnar á þvl I hve miklum mæli spariskírteini hafa verið innleyst án endurnýjunar kann að vera peningaglýja. Með minnkandi verðbólgu virðast sumir fjármagnseigendur gera meiri kröfur til vaxta umfram verðbólgu þar sem gerviaukning fjármagns vegna verðbólgu (þ.e. verðbætur) er ekki lengur til staðar. Þessi hópur leitar því I óverðtryggða reikninga sem eðlilega bera hærri nafnvexti en þeir verðtryggðu. Þetta atriði sýnir hve almenningur er enn illa að sér um peningamál, sérstaklega um verðtryggingu og raunvexti. Verðbréfamarkaður Ljóst er að verulegir fjármunir hafa streymt frá ríkissjóði til bankanna en að líkindum hefur einnig talsvert fé runnið til verðbréfaviðskipta. Hluti af því fé er vafalaust andvirði innleystra spariskírteina en án efa er einnig nokkuð um að fé sé tekið af bankareikningum til kaupa á veðskuldabréfum. í Reykjavlk starfa þrjú fyrirtæki sem auglýsa reglulega gengi skuldabréfa en engin skráning á veltu eða stöðustærðum er til. Eitt fyrirtækjanna (Kaupþing hf.) hafði tekið upp birtingu hæsta, lægsta og meðalgengis I verðbréfaviðskiptum síðustu fjögurra vikna rétt áður en verkfall bókagerðarmanna skall á og mun ætlunin að halda þvi áfram þegar verkfallinu lýkur. Vegna þess að ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarveltu á markaðinum, meðalgengi hverrar tegundar veðskuldabréfa, o.s.frv., er erfitt að gefa nákvæma mynd af starfsemi verðbréfamarkaðar I Reykjavík. flð frátöldum spariskírteinum ríkissjóðs eru á markaðinum verðtryggð og óverðtryggð fasteignatryggð skuldabréf. Svo virðist sem viðskipti hafi síðustu mánuöina færst frá spariskírteinum til veðskuldabréfa og úr óverðtryggðum veðskuldabréfum og yfir I verðtryggð bréf. Ekki er þó svo að skilja að breyting þessi sé til komin vegna þess að kaupendur veðskuldabréfa óttist að verðbólga magnist á nýjan leik og kjósi þess vegna heldur verðtryggð bréf. Fremur virðist sem hér sé um að ræða merki þess að markaðurinn sé að þroskast. Gengi óverðtryggðra veðskuldabréfa er afar lágt vegna hættunnar á að verðhækkanir rýri ávöxtun I tímans rás en bréf þessi eru oft til fjögurra ára. Ávöxtun verðtryggðra veðskuldabréfa er á bilinu 12-20% umfram verðbólgu. Meðal þeirra þátta sem mestu ráða um hvar á þessu bili hvert skuldabréf hafnar eru trygging bréfsins (t.d. fasteignaveð eða ýmiss konar ábyrgðir) og það traust sem skuldarinn hefur. Engin flokkun á fyrirtækjum með tilliti til trausts er til hér á landi en segja má að Efni: Verðbréfamarkaður í Reykjavík ..............1 Bandaríkjadollari: Flaggskipskenningin........3 Hagvöxtur ................4 Töflur: Eurovextir ................A Gengi helstu gjaldmiðla . .4 Gengi íslensku krónunnar. .4 Tvöföldunartími vaxta ....4 Vegna verkfalls bókagerðarmanna birtist Vísbending nú á breyttu formi. Eru lesendur beðnir velvirðingar vegna óþægindanna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.