Vísbending


Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 2
VISBENDING 2 Bandaríkjadollari Flaggskipskenningunni eykst fylgi Hágengi dollarans gæti haldist Spár dr. Herberts Giersch, forstöðumanns "Kiel Institute of World Economics" um gengi dollarans hefur vakið mikla athygli, en spána setti hann fram í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Brussel í síðustu viku. Dr. Giersch taldi að spár um lækkandi gengi dollarans sem byggðar væru á vaxandi viðskiptahalla Bandaríkjamanna væru haldlausar þar sem ekkert tillit væri tekið 'til vissra grundvallaratriða. Hann benti á að Bandaríkjamenn hefðu aðlagast breyttum aðstæðum á síðasta áratug miklu hraðar en þjóðir í Evrópu og væru þannig betur búnir undir hagvaxtarskeið á þessum áratug. Hækkunina á gengi dollarans síðan á árinu 1980 mætti rekja til þessara breytinga. Hágengi dollarans er því engan veginn tímabundið fyrirbæri sem háð er vöxtum í Bandaríkjunum heldur ber það þess vott að efnahagslíf þar er öflugra og traustara en í samkeppnislöndunum. Þannig séð er gengi dollarans engan veginn of hátt og varanleg lækkun er alls ekki í sjónmáli. Fé streymir ekki frá öðrum löndum til Bandaríkjanna vegna þess að það sé laðað fram með háum vöxtum, sem aftur er stofnað til með miklum fjárlagahalla og aðhaldssamri peningastefnu. Þvert á móti taldi dr. Giersch að fjárstreymið til Bandaríkjanna bæri þess vott að þar væri hagur fyrirtækja nægilega góður til að standa undir þeim háu raunvöxtum sem nú ríkja. Flaggskipskenningin Kenning þessi sem stundum er nefnd flaggskipskenningin er ekki alveg ný af nálinni og var m.a. á hana minnst í Vísbendingu þann 18. júlí sl. (bls. 7). Samkvæmt kenningunni mun fé halda áfram að streyma til Bandaríkjanna og halda gengi dollarans háu uns Evrópuþjóðir hafa aðlagast nýjum aðstæðum með nýjum tæknibúnaði, lækkað launakostnaðinn og aukið hagkvæmni í rekstri sínum til að fyrirtæki geti staðið undir hinum háa vaxtakostnaði. Dr. Giersch taldi að það gæti tekið Evrópuríkin um fimm til tíu ár að semja sig að breyttum tímum. í Bandaríkjunum hefðu rauntekjur lækkað við lakari skilyrði í rekstri. Höft hefðu verið afnumin i mikilvægum greinum atvinnulífsins til að skerpa samkeppni og milljónir atvinnutækifæra hefðu skapast síðustu misserin. Evrópupestin Dr. Giersch taldi að rauntekjur væru hugsanlega um 10-15% of háar í Evrópu og tregt væri um ailar nýjungar og breytingar vegna þess að æ væri höggvið í sama knérunn I rekstri, og vegna íhlutunar ríkisvaldsins og áhrifa verkalýðsfélaga. Hugsanlegt væri að stytta þann tíma sem það tekur Evrópuþjóðirnar að ná Bandaríkjamönnum með því að auka frjálsræði i viðskiptum en það væri ekki líklegt næstu árin. Helsta von Evrópubúa, að dómi dr. Giersch, er að viðskiptahalli Bandaríkjamanna bæti svo hag útflutningsgreina hérna megin hafsins að fjárfesting og framleiðni í þeim aukist til muna. Með því móti gæti kraftur Bandaríkjamanna að hluta flust til Evrópu. En skilyrðið er að Evrópubúar trúi áfram á hátt gengi dollarans og þar með að markaður í Bandaríkjunum haldist áfram góður. Verðbréfamarkaöur í Reykjavík frh. ríkissjóður setji á hverjum tíma neðri mörk á ávöxtun - nú 8,55% - sem sá skuldari sem mesta traustsins nýtur. A efri hluta bilsins frá 12 til 20% eru fasteignatryggð bréf sem eru útgefin af einstaklingum, en þar er oft um lágar fjárhæðir að ræða. Þótt hér sé um að ræða afar háa > vexti á íslenskan mælikvarða geta , þeir vart talist óeðlilegir þegar litið er út fyrir landsteinana. í síðasta tölublaði Vísbendingar var greint frá vöxtum á smásölulánum bresku viðskiptabankanna og sýnast þeir ekki mjög frábrugðnir þeim vöxtum sem nú ráða á íslenskum verðbréfamarkaði. Þá er þess að geta að traust innlend fyrirtæki hafa að undanförnu getað aflað umtalsverðra fjárhæða með útboði veðskuldabréfa á innlendum markaði. í ljósi reynslunnar gætu þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta jafnvel náð betri kjörum á innlendum markaði en að meðaltali á erlendum lánum. Með því meðaltali er átt við kostnað við erlend lán í nokkrum gjaldmiðlum (til að lækka gengisáhættu) til nokkurra ára. Vaxtalækkun er boðuð A laugardag í síðustu viku boðaði Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, að vextir yrðu lækkaðir á næstunni. Það er eins með vexti, gengi gjaldmiðla og flest önnur verð, að ekki er hægt að lækka eða hækka verð frá því sem skapar jafnvægi á markaðinum nema afleiðingin verði umframframboð eða umframeftirspurn. Fæstir munu líta svo á að jafnvægi ríki á peningamarkaði hér á landi um þessar mundir. Svo miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu vikum að eðlilegt er að aðlögun taki nokkurn tlma. Ef beita ætti vöxtum til að jafna framboð og eftirspurn á peningamarkaöi þyrfti að hækka vexti fremur en lækka þá vegna þess að enn mun lausafjárstaða bankanna tæp. Þegar (og ef) að því kemur að innlán bankanna hafa aukist svo að þeir hafa ofgnótt peninga til útlána - þá munu þeir lækka vexti til að jafna framboð og eftirspurn. Engum gildum rökum verður heldur að því leitt að vextir hér á landi séu hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Vissulega verður að telja 9-10% vexti umfram verðbólgu háa. Tvöföldunartími fjármagns sem ber slíka vexti er sjö til átta ár. En ekki eru nema tvö ár síðan raunvextir voru neikvæðir um 15-20%. Þá var helmingunartími fjármagns þrjú til fjögur ár. Ekkert er óeðlilegt að nokkuð hrikti í á meðan þjóðfélagið aðlagast háum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.