Vísbending


Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.09.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Hagvöxtur Forsendur og horfur á síðari hluta áratugarins Hagfræðingar Citicorp hafa sent frá sér hugmyndir um horfur á hagvextir í þróunarlöndunum á síðari hluta þessa áratugar. Hagur Suður-Ameríkuríkja og ríkja I Suðaustur-Asíu hefur að vlsu ekki nema óbein áhrif á þjóöarbúskapinn á íslandi. Forsendurnar sem stuðst er við i ofangreindum framreikningum eiga þó eins við hér á Xandi og því er greint frá þessum spám hér. Forsendurnar Efnahagslífið og hagvöxtur á Vesturlöndum hefur veruleg áhrif á hag þróunarríkjanna og á það raunar við um ísland einnig. Þess vegna hafa hagfræðingarnir orðið að gefa sér' forsendur um þrjá mikilvæga þætti. Þeir eru: - hagvaxtarhorfur í iðnríkjum Vesturlanda, - breytingar LIBOR vaxta á ofangreindu árabili, og - olíuverð. Forsendur um hagvöxt eru þær að framleiðsluaukning í sjö stærstu iðnríkjunum minnki úr 5% að meðaltali í ár í minna en 1% á árinu 1986. Eftir það verður nokkur aukning aftur og gert er ráð fyrir að hagvöxtur sveiflist í kringum 3% á ári til ársins 1989. Þá er gert ráð fyrir að LIBOR vextir, en við þá eru lán flestra skuldugra þjóða miðuö, hækki um 2% að meöaltali á næsta ári frá meðaltalinu í ár, sem gæti orðið um 12%. Eftir árið 1985 er talið að LIBOR vextir leiki á bilinu 9-11% á árunum fram til 1989. Forsendur um olíuverð eru þær að verðið hækki hægt og sígandi frá 28,65 dollurum á tunnu í um 34 dollara á tunnu á árinu 1989. Hagvöxtur Eftir þessum forsendum, ásamt ýmsum fleiri skilyrðum sem ekki verða tíunduð frekar hér, telja hagfræðingarnir að hagvöxtur geti orðið um 3% á ári í hinum ýmsu ríkjum Suður-Ameríku - að frátöldum Brasilíu og Mexíkó þar sem framleiðsluaukningin gæti orðið meiri. í Asíu náði greiningin til átta ríkja: Hong Kong, Indónesiu, Malasíu, Singapore, Suður-Kóreu, Taiwan, Thailands og Filipseyja. Skuldabyrði Filipseyjinga vegna erlendra lána er veruleg. Framleiðsla þar gæti skroppið saman um 7% í ár og staðið í stað á næsta ári. En öll hin rikin ættu að ná að minnsta kosti 5% hagvexti í ár og á næsta ári og í sumum ríkjanna gæti framleiðsluaukningin orðið talsvert meiri að dómi hagfræðinga Citicorp. í þessum rikjum er mikil gróska í útflutningsgreinum og gjaldmiðlar landanna eru yfirleitt lágt skráðir til að örva útflutning. Talið er að veröbólgan verði undir 10% í öllum ríkjunum nema á Filipseyjum og í fjórum ríkjanna gæti verðbólgan orðið minni en í Bandaríkjunum. ísland Eins og fyrr var sagt hefur greining þessi ekki beina þýðingu fyrir íslendinga. Betri hagur landsmanna næstu árin er að miklu leyti kominn undir auknum sjávarafla og heimsmarkaðsverði á matvælum - auk þess sem verð á áli skiptir verulegu máli. En að þessu frátöldu setur hagvöxtur á Vesturlöndum íslendingum sömu skilyrði og íbúum ofangreindra þróunarlanda og sama gildir um vexti á alþjóðlegum markaði og oliuverð. Síðast en ekki síst getum við dregið nokkurn lærdóm af aðferðum Asíuríkjanna: dflugar útflutningsgreinar og lágt skráð gengi eru meðal þeirra skilyrða sem uppfylla þarf til að efla hagvöxt í litlum opnum hagkerfum. fjármagnskostnaði. En það er engin leiö fyrir smáþjóð að lækka vexti sína niður fyrir það sem gengur og gerist á alþjóðlegum markaði nema með höftum og skömmtun. Engin trygging er þá fyrir því að fjármagn renni ekki í lélega fjárfestingu eins og íslendingar þekkja nú þegar af biturri reynslu. Sparnaður byggist á því trausti sem fólk ber til stjórnvalda. Yfirlýsingar um vexti og verðtryggingu sem á einhvern hátt geta dregið úr því trausti eru síst til þess fallnar að auka innlendan sparnað. Ahrif hárra vaxta Það er ekki langt síðan spariskírteini ríkissjóðs . og fasteignir voru það eina sem forðað gat fjármununum frá því að brenna upp í verðbólgunni. Skuldir helminguðust á þremur til fjórum ! árum og I harðri samkeppni J fyrirtækja gat það ráðið úrslitum hver skuldaði mest. Frá miðju síöasta ári hafa raunvextir hækkað um nálægt 25% og tæpast er að finna neikvæða raunvexti á peningamarkaðinum að frátalinni ávöxtun á ávísana- og hlaupareikningum. Með hækkandi fjármagnskostnaði verður margt að breytast í rekstri fyrirtækja til að arðsemi haldist. Birgðahald verður dýrara og svo kann að fara að verðlag á fjármagnsfrekum hlutum, svo sem fasteignum, lækki. Ekki aðeins standa þau fyrirtæki sem skulda lítið mun betur en fyrirtæki með þunga skuldabyrði heldur kann einnig að ráða úrslitum í samkeppni tveggja fyrirtækja sem skulda lítið hvernig þeim tekst að ávaxta eigið fé. Ljóst er að næstu árin flytjast miklir fjármunir til I þjóðfélaginu frá lántakendum til fjármagnseigenda. Tvöföldunartími lánsfjár er nú aðeins 5 til 10 ár. Hluti þessarar tilfærslu er frá atvinnurekstri til launþega, þar sem þeir síðarnefndu eiga um þrjá fjórðu hluta innlána í bönkum og sparisjóöum en útlán eru einkum til fyrirtækja. Vegur bættur hagur sparifjáreigenda þannig upp að hluta þá lækkun rauntekna sem orðið hefur. Þannig snýst við fjörtíu ára tilfærsla frá sparifjáreigendum til skuldara. Með hækkandi fjármagnskostnaði og lækkandi kaupmætti launatekna víða um lönd velta menn því nú fyrir sér hvernig unnt sé að dreifa þjóðartekjum sem jafnast við þessar nýju aöstæöur og verður greint frá nokkrum hugmyndum þar að lútandi í Vísbendingu á næstunni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.