Vísbending


Vísbending - 14.11.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.11.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 45.2 14. NÓVEMBER 1984 Bretland Gengislækkun pundsins raskar ekki stefnu bresku stjórnarinnar Nærri 10% lækkun á gengi sterlingspunds Gengi sterlingspundsins var í seinni hluta október um 10% lægra gagnvart öðrunt gjald- miðlurn að meðaltali en í árs- byrjun og á einni viku undir lok síðasta mánaðar féll það um 3%. Gagnvart dollara er lækkunin enn meiri. Er verð á pundi í dollurum fór niður fyrir 1,20 dollara hafði pundið lækkað um 17-18% frá áramótum mælt í dollurunt og frá miðju ári var lækkunin 11-12%. Margt hefur lagst á eitt við að grafa undan gengi sterlings- pundsins. Óvænt ákvörðun Norðmanna að lækka verð á Norðursjávarolíu sinni varð til þess að Bretar urðu að lækka olíuverð. Lækkunin var úr 30 dollurum á tunnu í 28,60. Ákvörðun Nígeríumanna, sem eru innan OPEC, um að lækka olíuverð jók einnig áhyggjur manna um stund af því að verð- stríö kynni að vera í uppsiglingu (sjá þó grein um olíuverð annars Gengi sterlingspundsins meðalgengi viðskiptavog, 1975=100 ... gagnvart dollara 1984 staðar í blaðinu). Verkfall kola- námamanna er nú á áttunda mánuði og þótt útlit sé fyrir að framleiðsla sé að hefjast aftur voru um skeið horfur á því að allar námur lokuðust vegna verkfalls umsjónarmanna. Auk þess tók hlutabréfaverð í kaup- höllinni í London að falla. Vegna mikillar lækkunar á gengi pund- sins hafa verið vangaveltur um það hvort stjórnvöld reyni að grípa til vaxtahækkunar til að sporna á móti lækkuninni eins og gert var í júlí er gengi pundsins féll snögglega. Óbreytt stefna Breska stjórnin hefur í engu hvikað frá fyrri stefnu.Hún lítursvo á að þjóðarbúskapurinn sé nokkurn veginn í jafnvægi þrátt fyrir ýmis skakkaföll. Vaxta- hækkun hefur þau áhrif að draga úr fjárfestingu auk þess sem hún kynni að valda óöryggi og hruni á hlutabréfaverði. Stjórnvöld hafa því valið þann kostinn að halda ró sinni og standa fast við fyrri málstað. í árlegri ræðu breska fjármálaráðherrans, sem að þessu sinni var haldin í sömu viku í október og gengi pundsins var lægst, minnti hann á að ekki er unnt að draga úr atvinnuleysi með verðbólgu þegar til lengdar lætur. „Frávik í gengi eða vöxtum vegna ytri áhrifa munu hverfa og jafnast á tiltölulega skömmum tíma svo framarlega sem pen- ingamálastjórnin er í lagi". Breska stjórnin lítur þannig á að vextir á alþjóðlegunt markaði geti ekki haldist háir til frambúðar. Bandaríkjamenn muni verða að leiðrétta fjárlagahalla sinn og þar með geti vextir farið lækkandi aftur. Verðbólga í Bretlandi er nú innan við 5% og í venjulegu ár- ferði ættu vextir ekki að vera hærri en 8%. Aukning peninga- magns verður innan settra marka 1984 þriðja árið í röð. Eftir því sem aukning peningamagns verður hægari má búast við að verðbólga minnki. Sé vaxta- kostnaður ekki talinn með í framfærslukostnaði var verð- bólga 4,6% síðustu níu mánuði en var 5,3% sömu mánuði í fyrra. Verðbólgan innan við 5% næstu fjögurárin í nýrri spá frá London Business School er reiknað með að verð- bólga verði innan við 5% næstu fjögur árin en framleiðsluaukning að meðaltali um 2% á ári. Búist er við verulegri aukningu í fjár- munamyndun þrátt fyrir háa vexti. Árin 1984 og 1985 gæti fjárfesting í einkageiranum (að íbúðarbyggingum frátöldum) aukist um 22%. Veruleg fram- leiðniaukning verður áfram í framleiðslugreinum (þ.e. aukning í framleiðslu á mann) en það hefur þau áhrif að atvinna eykst aðeins um 0,5% á ári. Sú aukning er heldur minni en aukning vinnuafls á sama tíma. Atvinnu- leysi gæti því aukist enn uns um 3,3 milljónir manna verða án vinnu í lok árs 1986 en eftir það er ekki búist við miklum breytingum í tvö ár. Efni: Bretland 1 Olíuveró 2 Erlendur fjármagnsmarkaöur 3 Framvirkur markaður 3 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.