Vísbending - 14.11.1984, Page 2
VISBENDING
2
0 líuverð_______________________________________________
Hækkun á gengi Bandaríkjadollara heldur verðinu háu
OPEC hefur enn mikil áhrif á
markaðnum
Þrátt fyrir að nokkur ríki hafi lækkað
verð á olíu síðustu vikurnar er það
ekki merki þess að vegur OPEC-
ríkjanna fari minnkandi eða áhrif
þeirra á olíumarkaði minnkandi.
Olíuverð hefur farið hækkandi síð-
ustu fjögur árin í flestum ríkjum
öðrum en Bandaríkjunum þó að
dagverð á olíu hafi Iækkað um 30%.
Hækkun á gengi Bandaríkjadollara
hefur þannig gert meira en að bæta
OPEC-ríkjum upp lækkun olíuverðs í
dollurum frá því að það var 34
dollarar á tunnu undir lok ársins
1980. Lækkun á opinberu viðmiðun-
arverði OPEC í 29 dollara í fyrra var
engan vegin næg til að vega á móti
þeirri verðhækkun á olíu sem hlotist
hefur af gengishækkun dollarans í
þeim löndum sem ekki nota Banda-
ríkjadollara sem gjaldmiðil. Mikill
þrýstingur hefur verið á olíuseljendur
síðustu vikur að lækka verð á olíu
sinni en helsta ástæðan er sú
hækkun sem varð á gengi dollarans
frá byrjun september sl. og fram yfir
miðjan október. Nokkur ríki, þeirra á
meðal Nígería, Bretland og Noregur,
hafa lækkað verð á olíu sinni lítillega.
Mikil hækkun í Evrópu
Sem dæmi má táka að dagverð á olíu
í þýskum mörkum er 12% hærra
þegar verð á dollara er DM 3,10 (eins
og það var laust eftir miðjan október)
heldur en það var á árinu 1980. Olía er
nú um 29% dýrari í Vestur-Evrópu-
löndum að meðaltali heldur en það
var hæst á árinu 1980 (hér er gengi á
ECU haft til viðmiðunar). Til að verð á
olíu í Þýskalandi verði að raunvirði
jafnhátt og þegar það var 34 dóllarar
á árinu 1980 þyrftu olíusöluríkin að
lækka dollaraverðið í 21 dollara á
tunnu. Til að ná sama raunvirði í
ýmsum öðrum ríkjum Evrópu þyrfti
lækkunin að vera talsvert meiri, en
aðeins minni til að ná sama raunvirði
í Japan vegna töluverðrar hækkunar
á gengi yensins.
Áhrif hágengis dollarans á olíuverð í
Evrópu, Japan og mörgum fleiri
ríkjum er ein helsta skýringin á þeim
átökum sem eiga sér stað innan
samtaka olíuframleiðenda. Aðeins
þriðjungur af olíunotkun er í löndum
sem nota dollara sem gjaldmiðil (ríki
austan járntjalds ekki talin með). Vel
innan við þriðjungur af OPEC-olíu er
fluttur til dollaralanda. Lækkun á
olíuverði í 25-27 dollara yrði því enn
til þess að hækka olíuverð í flestum
viðskiptalöndum OPEC frá síðustu
verðákvörðun í mars 1983.
Olíuverð
OPEC-verð
(,,Saudi-Arabian Light“)
dollararátunnu
29
V sriagverö
V h 0 r L
28
27
26
Norðursjávarolía
dollararátunnu
30
29
28
27
26
1 ✓ KX \ J V ! \dagverö [
V \ rv fi
\
T
JFMAMJ JÁSON
1984
Viðmiðun við SDR eða ECU
Nokkur lækkun á olíuverði ætti því
engan veginn að setja hag olíusölu-
ríkja úr jafnvægi. Útflutningur þeirra
er verðlagður í dollurum en inn-
flutningur er aðallega frá Evrópu-
Iöndum, Japan og þróunarríkjum.
Þannig hafa olíuútflutningsríki notið
gífurlegs viðskiptakjarabata vegna
gengishækkunar dollarans, en hún
hefur verið 25-30% á síðustu átján
mánuðum.
Mikil lækkun á gengi dollarans, sem
löngum hefur verið spáð, yrði raunar
til þess að snúa þessum viðskipta-
kjarabata í rýrnun og lækka þar með
ve ð á olíu í löndum sem nota aðrar
myntir en dollara. Stjórnvöld1 í
mörgum Evrópuríkjum munu hafa
litið svo á að dollaragengið hlyti að
fara að lækka og því dregið á langinn
að þrýsta á OPEC að breyta verð-
viðmiðun á olíu í SDR eða ECU. Slík
viðmiðun væri mun eðlilegri frá
efnahagslegu og viðskiptalegu
sjónarmiði þar sem gengi samsettu
myntanna er mun stöðugra en gengi
dollarans eða annars gjaldmiðils.
Hækkun olíuverðs vegna gengis-
hækkunar dollarans hefur verið
nefnd þriðji verðskellurinn af völdum
olíu, en hinir fyrri voru 1973 og 1979-
80. Reynslan frá þeim árum bendir til
þess að veruleg lækkun á gengi
dollarans gæti allt eins leitt til
hækkunar á olíuverði í dollurum
fremur en til lækkunar á olíuverði í
Evrópulöndum. Verðlækkun á olíu
kann að virðast sanngjörn og eðlileg
krafa í ríkjum í Vestur-Evrópu. Hins
vegar verður að hafa í huga að OPEC
hefur enn veruleg yfirráð á olíu-
markaðinum vegna stærðar sinnar
þrátt fyrir að þau ríki ráði aðeins um
40% framleiðslunnar (framleiðsla
austan járntjalds ekki talin með).
Þannig séð er ekki útlit fyrir að
lækkun olíuverðs sé á döfinni.
Framleiðsla og neysla í jafnvægi
Er vetur færist yfir á norðurhveli
jarðar og olíuneysla fer vaxandi
virðist sem framleiðsla og notkun á
olíu sé nokkurn veginn í jafnvægi. í
viðleitni sinni til að halda háu verði
hefur tekist að halda aftur af olíu-
framleiðslu í ríkjum innan vébanda
OPEC en framleiðsluþakið var 17,5
milljónir tunna á dag í síðasta mán-
uði. Nýjustu áætlanir Alþjóðaorku-
stofnunarinnar (International Energy
Agency) benda til að eftirspurn eftir
OPEC-olíu kynni að verða 18,4 mill-
jónir tunna á dag á síðasta fjórðungi
ársins.
Önnur ný spá frá hagfræðideild
L.iverpoolháskóla er enn bjart-
sýnni hvað varðar verðbólgu.
Hagfræðingarnir í Liverpool eru
dyggir stuðningsmenn stefnu
Thatchers í efnahagsmálum. Þeir
hafa spáð rétt fyrir um lækkun
verðbólgu á síðustu árum en fyrri
spár þeirra um framleiðsluaukn-
ingu og mmnKun atvinnuleysis
hafa verið fulibjartsýnar.
í Liverpoolspánni er reiknað
með að verðbólga lækki jafnt og
þétt uns hún hverfur alveg á árinu
1988. Minni verðbólga næstu árin
verður til þess að hagvöxtur
eykst. Árið 1985 gæti fram-
leiðsluaukningin orðið 4,4% en
þar gætir þess að verið er að
herða á framletoslu eftir verkfall
kolanámamanna á þessu ári.
Engu að síður telja hagfræðing-
arnir í Liverpool að hagvöxtur
geti haldist um 4% og að fjöldi
atvinnulausra fari þá niður fyrir 2
milljónir á árinu 1988.