Vísbending - 14.11.1984, Síða 3
VÍSBENDING
3
Framvirkur gjaldeyrismarkaður______________________________
Hvernig komu viðskiptin út sem gerð voru 7. ágúst sl.?
/ Vísbendingu hefur nokkrum sinnum
verið greint frá framvirkum gjaldeyris-
markaði og þann 22. ágúst sl. var birt
framgengi dollarans gagnvart fáeinum
mikilvægum gjaldmiðlum ásamt dag-
gengi þann 7. ágúst sl. Gengi á fram-
virkum markaði helstu gjaldmiðla ræðst
af daggengi þann dag sem viðskiptieru
gerð og vaxtamuninum á milli viðkom-
andi mynta (sjá nánar töflu á bls. 4 i Vís-
bendingu 22. ágústsl.)
Þar sem nú eru liðnir 90 dagar frá 7.
ágúst er fróðlegt að kanna hvortþeirsem
keyptu eða seldu gjaldeyri fyrir dollara til
90 daga, þ.e. keyptu eða seldu til af-
hendingar þann 7. nóvember sl. högn-
uðust eða töpuðu á viðskiptunum. Taflan
sýnir daggengi 7. ágúst sl„ 90 daga
framgengi gagnvart dollara þann dag og
raunverulegt daggengi 7. nóvember sl.
(reiknað eftir gengisskráningu Seóla-
bankans).
Þannig vill til að ekki er verulegur
munur á daggengi 7. nóvember sl. og
90 daga framgengi frá 7. ágúst sl.
Nokkur munur er á norsku krónunni, en
gengi hennar var sérstaklega breytt
þann 22. september sl. þar sem
Norðmenn töldu gengi krónunnar hafa
hækkað of mikið gagnvart Evrópu-
gjaldmiólum vegna áhrifa af Banda-
ríkjadollara í norsku gengisvoginni (sjá
Visbendingu 3. októbersl.) Einnig eryfir
3% munur á gengi pundsins 7. nóv-
ember og 90 daga framgengi frá 7.
ágúst sl. og 2,28% munur á gengi
þýska marksins. I öllum tilfellum er um
að ræða hækkun dollarans gagnvart
hinum myntunum á þessum tíma.
Hér ernotað orðalagið ,,ekki verulegur
munur“ um breytingar sem þó eru2-3%
og þegar um er að ræða fjárhæðir sem
nema mörgum tugum milljóna dollara er
2-3% auðvitað mikið. Hins vegar er
þessi munur ekki mikill mióað við þær
miklu sveiflur sem urðu á gengi doll-
arans á þessu timabili. Gengi dollarans
gagnvart þýsku marki hélst nokkuð
stöðugt út ágúst en þá fór gengi doll-
arans að hækka jafnt og þétt uns það
náði DM 3,1549 þann 17. október.
Munurinn á 90 daga framgenginu 7.
ágústog DM 3,1549 er 10,89%. Frá 17.
október hefur gengi dollarans gagnvart
þýsku marki lækkað verulega uns það
náði DM 2,9102 þann 7. nóvember.
Gengi pundsins gagnvart dollara hélst
einnig stöðugt í ágúst en tók að falla í
september. Er það var lægst þann 17.
október sl. kostaði sterlingspundið
1,1945 dollara og munurinn á þvi gengi
og 90 daga framgengi 7. ágúst er
10,34%.
Af þessu sést glögglega að framvirkur
markaður er tæpast fyrir þá sem hafa
hug á að stunda gjaldeyrisviðskipti í
gróðaskyni, þ.e. sem spákaup-
mennsku. Framvirk viðskipti eru einkum
hagkvæm þeim fyrirtækjum sem leggja
kapp á að bera hagnaö af þeim rekstri
sem þau stunda og vilja tryggja sig fyrir
hugsanlegum skelli vegna gengis-
breytinga. Þeir sem keyptu eða seldu
dollara þann 7. ágústsl. festu gengiðog
gátu þannig gengið frá samningum
varðandi önnur viðskipti. Hvað gerðist á
gjaldeyrismarkaðinum á 90 dögunum
frá 7. ágúst til 7. nóvember gilti einu
fyrir þá; þeir fengu sinn gjaldeyri af-
hentan 7. nóvember á þvigengi sem um
I var samið.
Gengi gagnvart Bandaríkjadoilara
90 daga
daggengi framgengi daggengi Mismunur
gjaldmiðill 7. ágúst 7.ágúst 7. nóvember /%
þýsktmark 2,88 2,845 2,910 2,28
fr. franki 8,853 8,855 8,945 í,02
st. pund11 1,318 1,318 1,277 -3,11
sv. franki 2,421 2,379 2,400 0,88
yen 243,2 239,7 240,6 0,38
dönsk kr 10,53 10,52 10,54 0,19
norsk kr 8,295 8,314 8,521 2,49
sænsk kr 8,365 8,404 8,412 0,10
1) dollararpr. sterlingspund.
ERLENDUR FJÁRMAGNSMARKAÐUR
Ný tegund lána ryður sér til rúms
Fyrir tveimur árum voru svokölluð
samsteypulán („syndicated loans")
allsráðandi í lánveitingum á Euro-
markaði. Síðan á árinu 1981 hefur
örlað á nýju formi skuldabréfalána og
hafa vinsældir þess aukist hröðum
skrefum í fyrra og í ár. Þegar sam-
steypulán eru veitt taka fáeinir
bankar sig saman um útvegun lána til
stórra lántakenda. Danir, Svíar,
Frakkar og Spánverjar, en þessar
þjóðir eru meðal stærstu lántaka
heims, hafa nú snúið baki við þessum '
markaði, a.m.k. í bráð. í staðinn hefur
komið ný lántökuaðferð. Ekki eru þá
tekin lán í hefðbundnum skilningi
þess orðs heldur er fengin ábyrgð
nokkurra banka í fáein ár til að tryggja
skuldabréfaútgáfu lántakandans á
skammtímapeningamarkaði þar sem
oft má fá ódýrt fjármagn. Lántökuað-
ferð þessi er kölluð „note issuance
facility".
I þessum nýju lánaviðskiptum verður
veruleg breyting á hlutverki bankanna.
Þegar um samsteypulán var að ræða
lána bankarnir eigið ráðstöfunarfé en
með nýju aðferðinni eru þeir í raun
aðeins að veita ábyrgðir;f>eningarnir eru
fengnir með því að selja skuldabréf
smátt og smátt á markaðsverði á sama
markaði og bankarnir sjálfir eru vanir að
afla sér fjár. Bankarnir þurfa aðeins að
verja eigin ráðstöfunarfé til að kaupa
skuldabréf útgefin með þessari aðferð
ef ekki tekst að selja bréfin öðrum á
markaðinum. Tekjur bankanna eru því
ekki lengur af vaxtamun eins og áður
heldur af ákveðnu þjónustugjaldi sem
þeir taka fyrir að ábyrgjast skulda-
bréfaútgáfu. Algengt þjónustugjald er
0,1%. Ennfremur sjá bankarnir um að
selja skuldabréfin og taka þóknun
fyrir það.
Svíar hafa tekið ný lán sem nema