Vísbending


Vísbending - 19.12.1984, Qupperneq 2

Vísbending - 19.12.1984, Qupperneq 2
VÍSBENDING 2 binding gengis, virðist örugglega ekki koma til greina í Ijósi reynslu annarra þjóða. Þannig kemst Jón Sigurðsson að þeirri niðurstöðu að um þrjá kosti sé að ræða varðandi fyrirkomulag gengisstjórnar: Núverandi fyrir- komulag, formleg körfubinding t.d. í anda Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands, eða einhvers konar aðild eða tenging við Evrópska gjaldeyris- kerfið, EMS. Um þessa þrjá kosti segir Jón: „Að svo stöddu virðist mér hvorugur síðari kosturinn koma til greina. Hvort tveggja þyrfti þó að athugast vandlega, þegar horft er til lengri framtíðar.“ Nú- verandi tilhögun sé því sennilega skásti kosturinn. Æskilegar eöa nauðsynlegar breytingar Hér hefur aðeins verið tæpt á fá- einiim sjónarmiðum sem fram koma í ofannefndri grein Jóns Sigurðssonar. Full ástæða er til að hvetja þá sem áhuga hafa á gengisstjórn að kynna sér efni greinarinnar gaumgæfilega. Sum- arið eða haustið 1983 voru gerðar vissar breytingar á gengisstjórn hér á landi svo að áhöld voru um hvort gengi íslensku krónunnar teldist bundið ákveðinni myntkörfu (eins og gengi norsku og sænsku krónanna, svo að dæmi séu tekin) eða hvort gengi krónunnar væri ,,stýrt“ fljótandi. Gengi krónunnar breyttist mjög lítið frá miðju ári 1983 til miðs árs 1984 ef frá eru taldar breytingar vegna erlendra gjaldmiðla. A þessum tíma var þó vöxtur peningamagns langt umfram verðlag. Orsakir voru m.a. mikið innstreymi erlends fjár- magns, að hluta vegna þess að gengi krónunnar fór hækkandi er leið á þetta tímabil svo að inn- flutningur jókst og viðskiptajöfnuð- ur versnaði, að hluta vegna slakrar stöðu ríkissjóðs um tíma, en einnig vegna þess að fyrirtæki og ein- staklingar þurftu að laga sig afar hratt að hægari verðbreytingum og mun hærri raunvöxtum en áður. Við þessar aðstæður var engin von til að halda gengi krónunnar stöðugu. Forsenda stöðugs gengis og verð- bólgu á sama stigi og hjá ná- grannaþjóðunum er að vöxtur pen- ingamagns sé ekki langt umfram það sem gerist með viðskiptaþjóð- unum. A Islandi hefur jafnan gengið illa að uppfylla þetta skilyrði (sjá t.d. töflu á bls. 4 í Vísbendingu 12. desember sl.) og stjórnvöld hafa ekki opinberlega sýnt því máli skilning. Þó hafa allar þær þjóðir sem bestum árangri hafa náð í baráttunni við verðbólguna gætt ítrasta aðhalds í ríkisfjármálum og peningamálum. Sem dæmi mætti nefna Breta og Frakka, en meðal smærri þjóða einnig íra og Dani. Eftir kjarasamninga á síðastliðnu hausti hljóta menn að spyrja þeirrar spurningar hvort kollsteypan hafi verið nauðsynleg. En örlög geng- isins voru þegar ráðin löngu fyrir haustmánuðina; gengi krónunnar fellur í raun um leið og krónunum fjölgar hraðar en myntum nág- rannalandanna. Stjórnvöld hafa að- eins í hendi sinni að hluta hvenær þau horfast í augu við verðrýrnun- ina með því að skrá gengið lægra. Hins vegar geta stjórnvöld haft veruleg áhrif á framboð á peningum innanlands þótt ekki megi skilja þessi orð á þann veg að stjórn peningamála sé einfalt eða auðvelt mál. Brýn þörf áminni sviptingum Rökin fyrir því að halda óbreyttri tilhögun í gjaldeyrismálum íslend- inga eru einkum þau að nauðsyn- legt sé að halda sjálfræði okkar í efnahagsmálum. Þá getum við hækkað innlendan kostnað umfram hækkanir í nágrannalöndunum, aukið við krónur í umferð langt um- fram vöxt peningamagns í ná- grannalöndunum, og lækkað síðan gengi krónunnar og hleypt af stað mun meiri verðbólgu en nokkur vill. Samt er markmið stjórnvalda að lækka verðbólgu niður í sama horf og í nágrannalöndunum. Tæknilega séð kynni að vera afar erfitt að ná tökum á stjórn peningamála hjá 240 þúsund manna þjóð með sjálfstætt peningakerfi. Engin dæmi eru um slíkt meðal annarra þjóða af svip- aðri stærð, a.m.k. ekki hérna megin á hnettinum. Færeyingar notast við danskar krónur (og hafa þess vegna sömu verðbólgu og Danir) og Lúxemborgarmenn binda franka sinn belgíska frankanum (sjá nánar hér á eftir). Af þessum ástæðum verður að líta svo á að breytingar á stjórn pen- ingamála eða gengismála geti kom- ið til greina hér á landi. Helstu möguleikar gætu verið að tengja gengi krónunnar við myntimar í evrópska gjaldeyriskerfinu eða við einhvern einn gjaldmiðil þannig að bein samsvörun væri á milli krón- unnar og þess gjaldmiðils. Rökin eru þau að það sjálfræði sem við höfum talið okkur hafa haft hafi ekki verið okkur til góðs; líkurnar á að betri árangur náist í náinni framtíð án yfirvofandi sviptinga og óöryggis sem þeim fylgir séu afar litlar; og að festa í gengis- og peningamálum sé forsenda þess að unnt sé að auka frelsi í gjaldeyrismálum hér á landi. Sjálfstæður og veikur gjaldmiðill smáþjóðar hlýtur jafnan að verða þyrnir í augum erlendra fyrirtækja sem kynnu að hafa áhuga á því að fjárfesta hér á landi í framtíðinni svo að ekki sé nefnt það óhagræði sem íslensk fyrirtæki í erlendum viðskiptum hafa af því að heima- myntin sé óþekkt og ótraust. Lúxemborgarfrankinn Lúxemborgarmenn búa við allt aðra tilhögun í gjaldeyrismálum en Islendingar. Gengi Lúxemborgar- frankans er tengt gengi belgíska frankans og féll t.d. vorið 1982 er Belgar ákváðu að fella gengi franka síns. Olli ákvörðun Belga ákveðinni streitu á milli þjóðanna tveggja, en eftir gengisbreytinguna fengu Lúx- emborgarmenn heimild til að gefa út 20% af því peningamagni sem gefið er út í Belgíu. í Lúxemborg er því ekki seðlabanki í venjulegri mynd heldur „peningamálastofn- un“ sem sér um seðlaútgáfuna. En þjóðin getur hvorki breytt gengi myntar sinnar né magninu frá því sem ræðst í efnahagslífi Belga. Vextir í Lúxemborg eru þó að jafnaði heldur lægri en í Belgíu, Belgar og Lúxemborgarmenn bera því sameiginlega ábyrgð á því gagnvart öðrum ríkjum í EMS að halda gengi franka sinna eins nálægt sterku myntunum í EMS og unnt er. Sé litið yfir tíu ára skeið verður árangurinn að teljast bæri- legur, en gengi frankanna hefur lækkað minna gagnvart þýsku marki en nokkur önnur mynt í EMS að gyllini frátöldu.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.