Vísbending


Vísbending - 19.12.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.12.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Utanríkisverslun 1983 -skipting eftir landaflokkum og uppruna/notkun Utflutningur 14,8%EFTA-lönd Innflutningur EFTA-lönd 22,8% 34,7% EBE-löndin 28,7%Ameríkulönd 21,8% Önnurlönd Útflutningur EBE-löndin 45,1 % Ameríkulönd 8,3% önnur lönd 23,8%* Innflutningur Neysluvörur34,9 Rekstrarvörur ánolíu 22,8% Olíur 15,1 % Fjárfestingarvörur 27,2% Innflutningur Útflutningur Innflutningur Þorsk- afli Annar afli lönaðar- vörur Annaö x/vx/ ;o; GVÍVÍV V? immtmuiimmu'Kffl 80 1980 1981 1982 1983 20 0 1980 1981 1982 1983 Utanríkisverslun 1983 Myndin hér við hliðina sýnir útfiutning og innflutnings ársins 1983 og skipt- ingu eftir landaflokkum,þ.e. í verslun við EFTA-lönd (Austurríki, Finnland, Noreg, Portúgal, Sviss og Svíþjóð), EBE-lönd (Belgíu, Bretland, Dan- mörku, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalíu, Lúxemborg og Vestur- Þýskatand), Ameríkulönd og önnur lönd. Jafnframt er sýnd skipting út- flutnings eftir vörutegundum og inn- flutnings eftir notkunarflokkum. Að lokum sýna súlurnar skiptingu inn- flutnings eftir notkunar- og landa- flokkum og skiptingu útflutnings eftir vörutegundum og landaflokkum. Síð- asttalda skiptingin mun vandfundin í íslenskum hagtölum nema í fyllstu sundurliðun i Verslunarskýrslum Hag- stofunnar, en eftir þeim tölum eru þessar upplýsingar unnar. Upplýsingar þessar eru að hluta birtar til aó auðvelda mönnum að átta sig á utanríkisviðskiptum eftir landa- flokkum og eru þá möguleikar á breytingum á gengisstjórn hér á landi hafðar í huga. Skipting utanríkis- verslunar eftir landaflokkum i efstu geirunum sýnir að um helmingur út- flutnings landsmanna fer til EFTA- og EBE-landa og um 68% innfluttra vara eru keyptar þar. Ekki þarf því að efast um mikilvægi Evrópulanda í utanrík- isverslun okkar. Oftast er þó bent á hvað Bandaríkjadollari er mikilvægur varðandi gengisstjórn krónunnar. Það mikilvægi kemur ef til vill ekki nógu vel i Ijós á þeim myndum sem hér eru sýndar. Hér er aðeins sýndur vöru- innflutningur og -útflutningur. Þjón- ustuviðskipti án vaxtagreiðslna eru aðallega starfsemi flugfélaganna, skipafélaga og tryggingafélaga, ásamt viðskiptum við varnarliðið og er augljóst að mikill hluti þessara við- skipta er miðaður við dollara. Enn- fremur eru ýmis önnur viðskipti miðuð við Bandaríkjadollara, t.d. oliukaupog önnur viðskipti við Austur-Evrópuríki, hluti útflutnings til Suðurlanda og vafalaust mikill hluti viðskipta við ,,önnur lönd“. Aukið samstarf Evrópuríkjanna í gjaldeyris- og gengismálum, sem gerð hefur verið grein fyrir í Vís- bendingu (t.d. 12. desember sl.), hlýtur engu að síður að gera tengingu gengis krónunnar við Evrópumyntir vænlegri en áður. Slíkt samstarf getur haft ýmsa kosti og virðist þess virði að kostir þess og gallar séu kannaðir gaumgæfilega.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.