Vísbending


Vísbending - 06.02.1985, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.02.1985, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 6.3 6.FEBRÚAR 1985 Gjaldeyrismarkaður Nokkrar ,,fjárstreymisskýringar“ á hágengi Bandaríkjadollara Hækkar gengi dollarans eða lækkar? Gengi Bandaríkjadollara hefur hækkað um 80% gagnvart öðrum myntum að jafnaði síðan á miðju ári 1980. Mestallt þetta tímabil hafalegið fyrir spár um lækkandi gengi dollarans frá því gengi sem gilti þegar spáð var. Á árunum 1980 og 1981 var lítils háttar afgangur í viðskiptum Banda- ríkjamanna við útlönd en frá árinu 1982 hefur verið sívaxandi halli. Var viðskiptahalli Bandaríkjamanna yfir 100 milljörðum dollara í fyrra og reiknað er með hátt í 140 milljarða halla í ár. Viðskiptahallinn á árunum 1982 og 1983 var um 8 milljarðar og um 40 milljarðar. Mun þessi sívaxandi halli vera ein helsta ástæða þess að sífellt er reiknað með að senn taki gengi Bandaríkjadollara að falla. í Vísbendingu hefur á undanförnum vikum nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir kenningum sem skýrt gætu hátt gengi dollarans en meðal þeirra má nefna „flaggskipskenningu" dr. Giersch og fjárstreymiskenningar. Hér á eftir verða raktir nokkrir þættir sem fram koma í grein eftir Mieczyslaw Karczmar, hagfræðing hjá European American Bank í New York, sem nýlega birtist í Wall Street Journal. Tekið skal skýrt fram að skýringum þessum er engan veginn haldið á lofti hér til að renna stoðum undir spár um hækkandi gengi dollarans eða til að draga í efa spár um lækkun heldur til þess að auka skilning á því sem gerst hefur síðustu misserin. íslensk fyrir- tæki í erlendum viðskiptum, a.m.k. önnur en þau allra stærstu, ættu jafnan að leitast við að dreifa viðskiptum sínum á nokkrar erlendar myntir til að minnka áhættu vegna gengisbreytinga erlendra mynta í rekstri sínum. Mun flestum finnast nóg um áhættu vegna breytinga á raungengi krónunnar. Fé streymir (nettó) til Bandaríkjanna Bandaríkjadollari er sá gjaldmiðill sem langmest er notaður í milliríkja- viðskiptum. Jafnframt er mestur hluti fjárstreymis á milli landa í dollurum og dollarinn er algengasta varasjóðs- myntin. Pá er mestur hluti erlendra skulda skuldugu ríkjanna miðaður við dollara. Af þessum sökum er mikil eftirspurn eftir dollurum á alþjóðleg- um markaði og hefur mikil gróska í bandarískum þjóðarbúskap ekki orðið til að draga úr tiltrú manna á doll- aranum. Af þessum sökum hefur streymt fjármagn til Bandaríkjanna og fram til þessa hefur verið auðvelt að fjármagna viðskiptahallann. Þeir sem hafa trú á því að senn fari gengi dollarans að Íækka hafa því bent á að að því muni koma að viðskiptaþjóðir Bandaríkjamanna fái nóg af fjárfest- ingu í dollurum og muni þá snúa sér að öðrum gjaldmiðlum. Þar með muni gengi dollarans fara að lækka. I grein sinni bendir Karczmar á að við þennan rökstuðning sé a.m.k. tvennt að athuga. í fyrsta lagi hefur nettó fjárstreymi til Bandaríkjanna ekki verið vegna þess að streymi til Bandaríkjanna hafi aukist heldur vegna þess að fjárstreymi frá Banda- ríkjunum hefur minnkað. Á árinu 1983 dró mjög úr lánveitingum bandarískra banka til útlanda en lán- tökur í útlöndum héldust áfram. Á þennan hátt urðu veruleg umskipti milli áranna 1982 og 1983 þannig að hrein 45 milljarða dollara lánveiting varð að hreinni 24 milljarða dollara lántöku. Hvað varðar fjármögnun viðskipta- halla skiptir ekki máli hvort hreint innstreymi fjár verður vegna þess að minni peningar fara frá viðkomandi landi eða meiri peningar'berast frá útlöndum. Hvað varðar gengi dollar- ans skiptir hins vegar miklu máli hvernig hreint innstreymi myndast. Vegna þess að um var að ræða minna útstreymi fjár frá Bandaríkjunum er ekki sú hætta fyrir hendi í sama mæli og margir hafa talið að dollaragengið taki að lækka vegna þess að útlendingar hætti að fjárfesta í Bandaríkjunum eða taki að selja bandarísk verðmæti. Ekki líkur á kúvendingu I öðru lagi þarf að hyggja að helstu skýringum þessa fjárstreymis. Þær eru einkum tvær. Hagvöxtur í Bandaríkj- unum hefur verið mun meiri en með öðrum stórþjóðum en af þessu leiðir að eftirspurn eftir lánsfé hefur verið meiri þar en annars staðar og þess vegna ekki að undra þótt fé streymi til Bandaríkjanna. Önnur skýring er að útflutningur Bandaríkjamanna til ríkja í Suður-Ameríku hefur stórlega minnkað á síðustu árum. Þessi út- flutningur hefur verið fjármagnaður að verulegu leyti með Iánsfé frá Bandaríkjunum en þar sem hann hefur minnkað hafa útflutningslán til Suður- Ameríkuríkja einnig dregist saman. Bæði þessi atriði tengjast með skýrum hætti viðskiptum með vörur og þjón- ustu en ekki flutningi fjármagns á milli landa. Þau eru hins vegar alveg óháð hættunni á að útlendingar telji sig orðna fullsadda á fjárfestingu í Bandaríkjunum. Ogjafnvel þóttþessir þættir snerust til hins gagnstæða hefði það ekki veruleg áhrif á gengi Bandaríkjadollara. Þegar að því kemur að minni munur verður á hagvexti í Bandaríkjunum og annars staðar og útflutningur Bandaríkja- manna til ríkja í Suður-Ameríku eykst á nýjan leik dregur úr hreinu fjár- streymi til Bandaríkjanna. En þá dregur einnig úr viðskiptahalla Efni: Fjárstreymi og gengi dollarans 1 LIBOR sem viðmiðunarvextir 2 Spariskírteini og hlutabréfí Bretlandi 1945-1984 3 Eftirlaunasjóðir i Japan 3 Töflur: Euro-vextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.