Vísbending - 06.02.1985, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
Hlutabréf og spariskírteini í Bretlandi
Samanburður á ávöxtun ríkisskulda-
bréfa og almennra hlutabréfa í Bretlandi á
árunum frá 1945 til loka síðasta árs sýnir
að ávöxtun i hlutabréfum hefur skilað 17
sinnum meiru heldur en ríkisskuldabréf til
langs tíma. Hefur þá verið tekið fullt tillit til
verðbólgu þannig að miðað er við raun-
virði. Niðurstöður þessar eru frá verð-
bréfafyrirtækinu de Zoete & Bevan í
London. Á þeim fjörtíu árum sem könnunin
nær til hefur á vöxtun ríkisskuldabréfa verið
-2% fyrirþá sem greiða engan skatten sé
mióað vió lægsta eða almennt skattþrep
(,,basic tax rate") verður ávöxtunin -4,3%
á ári að jafnaði eftir að tekið hefur verið tillit
til verðbólgu.
Niðurstöður þessar þykja ekki sist
áhugaverðar fyrir stjórnendur margs
konar sjóða í Bretlandi sem festa ýmist fé i
spariskirteinum eða rikisskuldabréfum.
Ná niðurstöður de Zoete & Bevan yfir
lengra timabil en áður hefur verið kannað i
Bretlandi eða allt til ársins 1919. / Ijós
kemur að rikisskuldabréf (sem þá voru
eingöngu til óverðtryggð) báru góða
ávöxtun á árunum frá 1921 til 1933 en á
þeim árum fór verólag almennt lækkandi.
Síðan hafa ríkisskuldabréf sjaldnast stað-
ist samanburð við hlutabréf hvað snertir
ávöxtun. Á siðustu 40 árum hafa spari-
skirteini aðeins gefið betri ávöxtun umfram
verðbólgu en hlutabréf á fimm árum,
síóast á árinu 1982.
Meðalávöxtun hlutabréfa umfram verð-
bólgu síóustu 40 árin hefur verið 4,6% á ári
fyrir skattlausa en 2,7% á ári sé tekið tillit til
skattgreiðslna (,,basic tax rate“). Á ár-
unum frá 1972 til 1974 varð mikil lækkun á
verði hlutabréfa í London. Sé litið á 10 ára
tímabilið frá 1974 til 1984 kemur i Ijós að
hlutabréf hafa borið 17,6% ávöxtun um-
fram verðbólgu eða 15,6% eftirskatt.
Könnun de Zoete & Bevan leiðir einnig i
Ijós að séu árin frá 1972 til 1974 und-
anskilin hafa hlutabréf jafnan skilað ein-
hverri ávöxtun umfram verðbólgu á hverju
tiu ára skeiði, hvaða tíu ár sem valin eru.
Eftir verðhrunið mikla i Wall Street árið
1929 lækkuðu hlutabréf i London aó
raunvirði um33% á árunum 1929 og 1930.
Til samanburðar má geta þess að á ár-
unum frá 1972 til 1974 lækkuðu hlutabréf
um meira en 75% að raunvirði. I öllum
reikningum var miðað við sérstaklega
reiknaða visitölu hlutabréfaverðs á árun-
um frá 1919 til 1962 en eftirþað varmiðað
við almenna hlutabréfavísitölu Financial
Times.
Eftirlaunasjóðir í Japan
Ávöxtun sjóðanna mikilvæg vegna breytinga á aldursskiptingu þjóðarinnar
Mikill sparnaður
í Vísbendingu hefur annað veifið
verið að því vikið að sparnaður í Japan,
m.v. höfðatölu eða þjóðarframleiðslu,
sé einn hinn mesti sem um getur.
Skýringin á því er að sjálfsögðu ráð-
deildarsemi Japana og hagsýni. Ekki
má þó gleyma því að tjöldi Japana á
vinnufærum aldri (15 til 64 ára) er
óvenjulega mikill hlutfallslega miðað
við aðrar þjóðir. Japanir urðu fyrir
miklu manntjóni í síðari heimsstyrj-
öldinni og árgangarnir frá árunum frá
1947 til 1949 eru mjög stórir. Þegar
þeir árgangar komast á eftirlaunaaldur
er að vænta mikilla breytinga í Japan.
Verulegt átak hefur verið gert til
þess að byggja upp lífeyrissjóði í Japan
á síðustu árum. Hér er um eftir-
launasjóði fyrirtækja að ræða að
verulegu leyti. Sem dæmi má nefna að
eignir slíkra eftirlaunasjóða námu sem
svaraði 60 milljörðum dollara í lok
síðasta árs og búist er við að sú tala
muni hafa fjórfaldast á árinu 1992. Er
það um 16% aukning á ári að jafnaði.
T'il þessa hafa eignir eftirlaunasjóða
fyrirtækja í Japan aukist um nálægt
25% á ári. Aukningin er þó að mestu
leyti vegna aukinna framlaga en ekki
vegna ávöxtunar sjóðanna. Meðal
breytinga sem í vændum eru í Japan er
að heimila erlendum fyrirtækjum að
taka þátt í samkeppninni um ávöxtun
þessara miklu sjóða.
Aldursdreifing og skuldbindingar
sjóðanna
Þrátt fyrir gífurlegar eignir jap-
anskra eftirlaunasjóða og verulega
aukningu í framlögum hafa trygg-
ingafræðingar komist að þeirri niður-
stöðu að gjaldþrot sjóðanna blasi við
snemma á næstu öld. Þessi niðurstaða
er ekkert einsdæmi, sömu örlög bíða
margra lífeyrissjóða víða um lönd.
Á árinu 1966 var fólk eldra en 65
ára aðeins um 6,5% af allri japönsku