Vísbending - 06.02.1985, Blaðsíða 2
VÍSBENDING
2
Glata LIBOR vextir hlutverki sínu sem viðmiðun á fjármagnsmarkaði?
Að undanförnu hefur það færst mjög í
vöxt að lántakar sem njóta mikils láns-
trausts hafi getað tekið lán á Euromarkaði
á vöxtum sem eru talsvert lægri en LIBOR
vextir, en þeir eru sem kunnugt er þeir
nafnvextir sem miðað er við i lánveitingum
banka ÍLondon hvers til annars og löngum
hafa verið til viðmiðunar í öðrum lánavið-
skiptum. Meóal þessara sterku lántaka eru
ríkissjóðir Svía og Dana en einnig ýmis
stórfyrirtæki og stórir bankar. Þá hefurþað
dregió nokkuð úr mikilvægi LIBOR vaxta
sem viðmiðunarvaxta að tengslin á milli
markaðsins i Evrópu og i Bandarikjunum
eru nú meiri en nokkru sinni og hafa
markaðsvextir í Bandaríkjunum unnið á
sem viðmiðun í lánaviðskiptum með doll-
ara.
Þaó eru meðal annars ýmis áföll i rekstri
bankanna á síðustu rum sem orðið hafa til
að draga úr trausti þeirra út á við sem
skuldurum. Af þessum sökum þykja ýmis
þjóðlönd nú vera traustari skuldarara en
bankar og þvi hefurþeim tekist að taka lán
á lægri vöxtum en bankar og þvi hefur
þeim tekist að taka lán á lægri vöxtum en
bankarnir þurfa að greióa fyrir þá peninga
sem þeir taka að láni. Engu að siður vefst
það fyrirmönnum að skýra hvernig Dönum
tókst að selja skuldabréf á Eurodollara-
markaói á vöxtum sem eru hálfu prósentu
lægri en LIBOR. Fyrir aðeins tveimur árum
þurftu Danir að greiða næstum hálft pró-
sent umfram LIBOR á 500 milljón dollara
láni sem þeir tóku til fimm ára og þóttu þau
kjör alls ekki slæm þá.
Vegna þess að nokkuð ber á eftirspurn
eftir öðru sparnaðarformi en stórum
bankabréfum (certificates of deposits)
hafa fjárfestingarbankar brotið upp á
nýjum aðferðum i lánaviðskiptum i stað
samsteypulánanna (syndicated loans).
Nú er orðið minna um samsteypulán en
áður en i staðinn hafa komið skulda-
bréfaútboð þar sem miðaö er við breyti-
lega vexti og vaxtaskipti (interest rate
swaps). Þegar farið er í vaxtaskipti selur
fyrst hvor (eða hver) lántaki skuldabréfsín
á þeim markaði sem hann getur fengið
hæst verð fyrirbréfin (þ.e. lægsta vexti). Ef
það vaxtaform sem miðað er við (t.d. fastir
í stað breytilegra vaxta) eða gjaldmiðillinn
(t.d. dollarar í staó svissneskra franka)
henta ekki þörfum lántakans fer hann i
vaxtaskipti eða myntskipti við annan
skuldara. Eftirskiptin greiða þeirhvor (eða
hver) af annars skuld en bankar ábyrgjast
greiðslur.
Nýlega seldu Belgar skuldabréf til 15
ára fyrir 400 milljón dollara á Eurodollara-
markaði. Miðað var við LIBOR vexti (þ.e.
breytilega) en án álags. Lánið varnotað til
að greiða upp önnur dýrari lán. Þá hafa
Danir nýlega selt skuldabréf fyrir 100
milljónir dollara til fimm ára með föstum
vöxtum hærri en LIBOR. En þessu láni
munu Danir skipta fyrir annað með
breytilegum vöxtum og tekstmeð þvimóti
að útvega fé á vöxtum sem eru mun lægri
en LIBOR vextir. Þau lán með föstum
vöxtum sem Danir hafa skipt i breytilega
vexti munu alls vera meira en milljarður
dollara að fjárhæð. i2; Það þótti einnig
sæta tiðindum i síðustu viku að Danir hafa
nú sótt um heimild til að gefa út dönsk
rikisskuldabréf fyrir einn milljarð Banda-
ríkjadollara á svonefndum ,,commercial
paper" markaði í Bandaríkjunum en á
þeim markaði selja fyrirtæki i Bandaríkj-
unum skammtímaskuldabréf. Til mótvæg-
is við heitið ,,commercial paper“ hefur
verið stungið upp á ,,sovereign notes“
fyrir dönsku ríkisskuldabréfin. Með sölu
þessara bréfa er reiknaö með að Danir
komist um fjórðung úr prósenti undit
LIBOR. Vegna vaxandi samkeppni og
samruna markaða er. þó búist við að
vaxtamunurinn á milli markaða hverfi á
skömmum tíma.
Bandaríkjamanna þannig aö jafnvægið
á miili framboðs og eftirspumar á
dollaramarkaði ætti ekki að raskast
stórlega.
Þótt hér hafi verið lögð áhersla á þær
skýringar á fjárstreymi til Bandaríkj-
anna sem tengjast viðskiptum við
vörur og þjónustu má að sjálfsögðu
einnig vísa til þess að menn hafa verið
að leita ríkulegrar ávöxtunar fjár í
Bandaríkjunum. En oftast er þar um
að ræða fé sem bundið hefur verið til
langs tíma í bandarískum atvinnuveg-
um, fasteignum og langtímaskulda-
bréfum. Þess er ekki að vænta að menn
hyggist draga þetta fé fyrirvaralítið til
baka. Ástæðurnar fyrir því að fjárfest
hefur verið í Bandaríkjunum eru
gróska í bandarísku efnahagslífi, góð
ávöxtun eftir skatt og stöðugleiki í
stjórnmálum. Fæst ríki geta boðið allt
þetta í sama mæli. Jafnvel þótt senn
dragi úr hagvexti þar bendir ekkert til
að tryggari ávöxtun fáist annars staðar.
Þess vegna er ólíklegt að útiendingar
fari að selja eigur sínar í Bandaríkj-
unum á næstunni
Betri kostir?
Spárnar um að gengi dollarans geti
lækkað til muna ef menn missa trúna á
bandarísku efnahagslífi hljóta að vera
reistar á þeirri forsendu að betri kostir
standi þá til boða. En enginn annar
gjaldmiðill getur í svipinn gegnt sama
hlutverki og dollarinn í alþjóðlegum
viðskiptum. Við þetta bætist að
stjórnvöld í Þýskalandi og Japan, en
það eru einkum þýska markið og
japanska yenið sem til greina kæmu ef
menn missa trúna á dollaranum, hafa
engan hug á að stuðla að því að
gjaldmiðlar þeirra gegni mikilvægara
hlutverki á alþjóðlegum vettvangi en
þeir gera nú þegar. Auk þess er fjár-
magnsmarkaður í þessum löndum ekki
nægilega stór eða fullkominn til að
geta komið í stað bandaríska mark-
aðarins og Eurodollaramarkaðarins.
Lækkun á gengi dollarans
ekki í augsýn
Gengi dollarans er hátt miðað við
fyrri ár vegna þess að verðbólga í
Bandaríkjunum er lítil, þar er rekin
aðhaldssöm stefna í peningamálum,
ávöxtun fjármuna þar er góð og
jafnvægi ríkir í stjórnmálum sem og
öðrum sviðum. Ekki er í vændum
breyting á neinum þessara þátta. Það
er meira að segja ólíklegt að lækkun
vaxta í Bandaríkjunum hafi mikil áhrif
til lækkunar á gengi dollarans þar sem
sennilegt er að aðrar þjóðir grípi
tækifærið og lækki einnig vexti sína.
Víst er að lítið samband er á milli
skammtímavaxta í Bandaríkjunum og
á Euromarkaði og gengis dollarans.
Þessi vextir hafa verið að lækka frá því
síðla sumars 1984 en gengi dollarans
hefur hækkað til muna gagnvart öðr-
um gjaldmiðlum á sama tíma.
Það skal enn tekið fram að það efni
sem hér hefur verið rakið er ekki ætlað
til þess að rökstyðja áframhaldandi
hækkun á gengi dollarans. Þegar allt
kemur til alls er sennilega ekki langt
frá því að um helmings líkur séu á
hækkun og helmings líkur á lækkun.
Hins vegar hefur tarið mun meira fyrir
skrifum þeirra sem spá lækkun á
dollaragenginu og einnig má segja að
útskýringar þeirra séu einfaldari og
auðskiljanlegri. Með það í huga sem
hér hefur verið rakið ætti þó ekki að
vefjast fyrir neinum að skilja hvers
vegna gengi dollarans hefur hækkað
eins og raun beri vitni.