Vísbending


Vísbending - 22.05.1985, Side 2

Vísbending - 22.05.1985, Side 2
VÍSBENDING 2 munur kemur fram að meira eða minna leyti mánuðina sem myndin nær til (desember 1984 til ágúst 1985) en fer þó minnkandi er líður á sumarið. Sé litið á fyrri hluta ársins 1985 er er- lendur lánskostnaður miðað við lán í myntunum fjórurn á bilinu 5 til 15% umfram hækkun lánskjaravísitölu sé miðað við síðustu 12 mánuði eða síðustu 36 mánuði, en á bilinu -5 til 5% umfram hækkun lánskjaravísitölu sé miðað við síðustu 24 mánuði. Skýringin er fólgin í því að á fyrri hluta ársins 1983 var raungengi krónunnar afar lágt í samanburði við önnur tímabil, þ.e. verð á erlendum gjaldeyri var hlutfallslega hátt. Neðri myndin sýnir raungengi krónunnar (1978=100) eftir ársfjórðungum árin 1980 til 1985 (áætlun 1985) eftir reikningum Seðlabanka Islands (Hagtölur mánaðarins, desember 1984). Ef fyrri hluti ársins 1983 er borinn saman við fyrri hluta áranna 1982 og 1984 sést þessi mismunur glögglega. Raungengi krónunnar (1978= 100) var 97,0 á 2. ársfj. 1982, 83,6 á 2. ársfj. 1983, 88,6 á 2. ársfj. 1984 og var áætlað 90,2 á 2. ársfj. 1985. A öðrum ársfjórðungi 1983 var því krónan mjög ódýr í verði (þ.e. erlendur gjaldeyrir var dýr) og því fengu þeir sem þá tóku erlend lán tiltölulega margar krónur er þeir skiptu erlendum lánum sínum í krónur. Er líður á þetta ár leita línurnar fyrir erlendan lánskostnað síðustu I 2, 24 og 36 mánuði saman og munurinn hverfur— enda er ekki ýkja mikill munur á raungengi krónunnar á síðari hluta áranna 1982, 1983 og 1984. Hækkandi raungengi krónunnar Síðara atriðið sent athygli vekur á efri myndinni er að erlendur láns- kostnaður í samanburði við innlendan fer lækkandi allt tímabilið sem myndin nær til (undantekningin er kostnaður vegna lána sem tekin voru fyrir 24 mánuðum — af ástæðum sem raktar hafa verið að ofan). Tölurnar frá maí 1985 til september 1985 eru áætlaðar með því að reikna með óbreyttum LIBOR vöxtum á viðkomandi mynt- um og óbreyttu gengi krónunnar frá því sem skráð var í apríllok. Enn- fremur var spá um lánskjaravísitölu á þessu mánuðum lögð til grundvallar (sjá Vísbendingu 28. nóvembersl.) Lækkandi kostnaður vegna erlendra lána í samanburði við innlend lán stafar aö sjálfsögðu af hækkandi raungengi krónunnar. Það að vextir umfram lánskjaravísitölu af erlendum lánum stefna í um 2 til 4% í september nk. er að sínu leyti til marks um að raungengi krónunnar sé orðið fullhátt. Ef gengi allra (viðkomandi) gjaldmiðla réðist þannig að kaupmáttarhlutföll Raunvextir í nokkrum nágrannalandanna % á ári Nafnvextir Raunvextir Bandaríkin 12,09 8,2 Bretland 10,56 5,3 Danmörk 13,74 7,7 Finnland 10,91 4,4 Frakkland 12,25 5,4 Holland 7,93 5,3 italia 13,22 4,3 Japan 7,19 4,5 Noregur 12,00 6,0 Sviss 4,91 1,4 Sviþjóö 13,23 5,5 Þýskaland 7,71 5,3 Heimild: World Financial Markets, Morgan Guaranty Trust. gjaldmiðla röskuðust ekki væru sömu raunvextir af lánum í hverjum gjald- miðli í öllum löndum (el' raunvextir væru 5% í Bandaríkjunum væru þá einnig 5% raunvextir af dollaralánum hér á landi). Gengi gjaldmiðla ræðst þó sjaldnast þannig að kaupmáttarhlut- föll gjaldmiðla raskist ekki. Engu að síður er hætt við að misvægi skapist á fjármagnsmarkaði þegar erlend lán eru orðin mun ódýrari en innlend lán — vegna gengisþróunar. Taflan sýnir raunvexti í nokkrum viðskiptaland- anna. Nafnvextir eru vextir af lang- tímaríkisskuldabréfum í viðkomandi löndum í lok febrúar sl. og miðaðer við verðbólgu á tólf mánuðunum þar á undan. Erlendir vextir Aðferðin umfram hækkun lánskjaravísitölu Þegar tölur þær um erlendart lánskostnað Allar tölur umreiknaðartil ársvaxta i %. umfram breytlngar lánskjaravísitölu sem birst April 1985. hafa í Vísbendingu síðan í nóvember 1984 eru dollarar sv. frankar þýsk mörk yen reiknaðar er fyrst gert ráð fyrir því aó erlend lán .dollarar hafi verið tekin fyrir 12, 24 og 36 mánuðum i siðustu 12 mán. 23 fjórum myntum, dollurum, svissneskum frönkum, síðustu 24 mán. 10 þýskum mörkum og yenum. 1 hverjum mánuði bíöustu 36 Itlúf). eru reiknaðir áfallnir vextir og er þá miðað við ■ LIBOR vexti af lánum til þriggja mánaða og einu 12 1 þrósenti bætt ofan á þá. Vextir íiok mánaðar eru 2 -6 látnir gilda fyrir næsta mánuð og breytast því síðustu 36 mán. 10 2 vextir mánaðarlega. 1 lok tímabilsins (þ.e. 12, 24 og 36 mánuðum þýsk mörk eftir að iánin voru tekin) er reiknuð hækkun síðustu 12 mán. 13 2 4 höfuðstóls vegna áfallinna vaxta og vegna síöustu 24 mán. 2 -6 -5 gengisbreytinga og siðan er reiknað hve mikil sú síðustu 36 mán. 11 3 4 hækkun er umfram hækkun lánskjaravísitölu á yen sama tima og sú hækkun umreiknuð til ársvaxta. síðustu 12 mán. 14 4 5 6 Þessi reikningar eru gerðir fyrir lán i hverri síðustu 24 mán. 7 -1 -1 4 myntum um sig, hverjum tveimur saman og loks í siðustu 36 mán. 16 7 8 12 öllum fjórum myntunum saman. Þegar reiknað er með lánum ímeira en einni mynt miöast vogir við Allar myntir saman, fproungur i hverri: sidustu 72 mán.: 8,5% gengi gjaldmióla eins og það var i lok desember síðustu 36mán.: 9,2% 1983. Síðustu 12 mán. eiga við tímabilið apríl '84 til apríl '85, síðustu 24 mán. við tímabilið apríl '83 tilapril '85, o.s.frv.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.