Vísbending - 13.11.1985, Page 2
VISBENDING
2
Nokkur af helstu sjónarmiðum við álagningu skatta
Skattarnir hlaðast upp
í tímans rás hafa skattprósentur
verið hækkaðar og nýir skattstofnar
verið fundnir upp til að auka tekjur
ríkissjóðs þegar illa horfir. Oft hefur
fyrst og fremst verið haft að leiðarljósi
að minnka hallarekstur ríkissjóðs
með auknum tekjum án tillits til skil-
virkni í skattlagningu eða hagkvæmni
við innheimtu. Vegna tímaskorts,
stórnmálalegs þrýstings og málamiðl-
unar milli flokka hefur ekki verið færi
á að gæta að þeim almennu skilyrðum
sem sköttun þarf að hlíta til að tekju-
öflunin fari ekki úr böndunum.
Helstu almennu skilyrðin við skatt-
lagningu eru að skattar séu réttlátir,
að innheimtan sé hagkvæm og álagn-
ingin auðskilin þeim sem greiða og
loks að skattar séu hlutlausir þannig
að þeir hvetji hvorki einstaklinga né
fyrirtæki til að haga sér öðruvísi en ef
skattlagningin væri ekki til staðar.
Skattgreiðendur eru að jafnaði
ófúsir til að greiða opinber gjöld.
Tregðan stafar af því að fólk veit ekki
hvað það er sem það er að fá fyrir
peningana og óttast jafnvel að ekki sé
haldið nógu vel á hjá hinu opinbera.
Með skattheimtunni glatast það að-
hald sem alltaf er þegar launamaður-
inn sjálfur ráðstafar kaupi sínu og veit
hvað hann fær fyrir hverja krónu. Úr
því að ekki er unnt að skattleggja eftir
notum af opinberri þjónustu er auð-
skilið að sótt sé þangað sem auðveld-
ast er að ná í peningana hverju sinni.
Þannig vill það verða að skattar hlað-
ast hver ofan á annan, þeim fjölgar úr
hófi og freistast er til að hækka
skattprósentur í stað þess að leggja
áherslu á að stækka skattstofna.
Markmiö og skilyrði skattlagningar
Markmið skattlagningar er að sjálf-
sögðu fyrst og fremst að afla tekna til
umsvifa ríkisins. í flestum ríkjum hafa
stjórnvöld einnig leitast við að beita
skattkerfinu til tekjujöfnunar. Þannig
er mönnum með háar tekjur gert að
greiða hlutfallslega hærri skatta en
fólki með lágar tekjur jafnvel þótt
þeir si'ðarnefndu njóti opinberrar
þjónustu í ríkari mæli en þeir fyrr-
nefndu. En stighækkandi skattarhafa
mikil áhrif á efnahagslífið önnur en
þau að jafna tekjur. Þeir draga úr
hvata til að vinna, gera betur og afla
hærri tekna. Há skattþrep verðaeinn-
ig til þess að einstaklingar og fyrir-
tæki leita leiða til að komast hjá því að
greiða skatta eins og þeim ber lögum
samkvæmt.
Einnig geta skattar sem í eðli sínu
eru hlutlausir tekið að virka með eða
á móti tekjujöfnun. Þannig má búast
við að söluskattur, sem nú er orðinn
25%, þ.e. fimmtungur af verði þeirrar
vöru og þjónustu sem hann leggst á, sé
farinn að vinna gegn tekjujöfnun
vegna þess að fólk með lág laun þarf
að verja miklu hærri hluta teknasinna
til kaupa á söluskattsskyldum vörum
og þjónustu en þeir sem tekjuhærri
eru.
Annað meginskilyrði sem skatt-
heimta þarf að uppfylla er að hún sé
einföld og auðskilin þannig að ekki
komi til ónauðsynlegs kostnaðar við
innheimtu og flóknar og snúnar reglur
valdi ekki vondum skattskilum. í
þriðja lagi þarf að gæta að því að
skattkerfið sé hlutlaust í þeim skiln-
ingi að álagning skatta verði ekki til
þess að einstaklingur eða fyrirtæki
taki að hegða sér öðruvísi en án
skattsins. Með hlutleysisskilyrðinu er
ekki verið að staðhæfa að lausn mark-
aðarins sé fullkomin, þ.e. að besta
hugsanleg skipting tilfanga í þjóðar-
búskapnum sé sú er felst í markaðsbú-
skap án íhlutunar. í skilyrðinu um
hlutleysi skatta felst hins vegar sú trú
að lausn markaðarins sé að jafnaði
best og sjaldnast sé á færi hins opin-
bera að bæta hana. Með hlutleysi
skattlagningar er því reynt að gera
ekki upp á milli atvinnugreina og
fyrirtækja með álagningu opinberra
gjalda — eða skattfrádrætti eða styrkj-
um hér og ekki þar, eftir byggðarlög-
um, landshlutum, vörutegundum,
starfstéttum, kynjum eða tekjuhóp-
um. Með því að leitast við að hafa
skattlagningu hlutlausa raskar ríkið
eðlilegri starfsemi atvinnulífsins
minnst og dregur þar með minnst úr
hagvexti og batnandi lífskjörum í
landinu.
Framhald af bls. 1
Innheimta tekjuskatts sem tekinn
væri með einni prósentu af öllum
launum um leið og þau eru greidd yrði
vissulega mun einfaldari en það kerfi
sem við búum við nú. Vegna þess að
slíkur skattur er einfaldur, auðskil-
inn, réttlátur og hlutlaus er hvatinn til
skattsvika minni en nú. Auk þess yrði
allt eftirlit svo auðvelt að ekki er
ástæða til að reikna með umtalsverð-
um skattsvikum.
Samtímainnheimta jafns
tekjuskatts
Myndin sýnir að allt frá árinu 1978
hafa samanlagðir skattar einstaklinga
til ríkisins og sveitarfélaga aldrei ver-
ið hærri en 13,1% af tekjum á
greiðsluári. Á árinu 1986 er gert ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpi að skattar
einstaklinga til ríkisins sem hlutfall af
tekjum á greiðsluári (þ.e. skattar
vegna ársins 1985) verði 3,8%.
Skattar einstaklinga til sveitarfélaga í
ár eru 7% af tekjum greiðsluárs og
yrðu samanlagðir skattar einstaklinga
til ríkis og sveitarfélaga innan við
11 % af tekjum þess árs ef það hlutfall
héldist óbreytt á næsta ári. Útsvarið
er þegar jafn skattur og væri tekju-
skattur það einnig nægði því 11%
skattur á tekjur til að ná sömu tekjum
ríkis og sveitarfélaga og áætlað er að
afla ef ekki er tekið tillit til frádráttar-
liða og miðað er við samtímagreiðslu
tekjuskatts og útsvars. Frádráttur
verður að vera jafn einfaldur og skatt-
urinn sjálfur - ef til vill aðeins einn
liður sem færi eftir fjölskyldustærð.
Þannig er hugsanlegt að 15% skattur
á tekjur með samtímagreiðslu nægði
til að afla ríki og sveitarfélögum
þeirra tekna sem nú fást með tekju-
skatti og útsvari. Þá er ekki tekið tillit
til þess að tekjur ykjust væntanlega
verulega vegna mun betri skattskila
og auðveldari innheimtu og eftirlits.
Með þessu móti mætti hugsanlega
auka hlutfall tekjuskatta í tekjuöflun
ríkisins nokkuð og draga um leið úr
hlut söluskatts eða virðisaukaskatts.