Vísbending


Vísbending - 27.11.1985, Síða 2

Vísbending - 27.11.1985, Síða 2
VISBENDING 2 Hlutabréfaviðskipti Aukning hlutabréfaviðskipta í viðskiptalöndunum hefur bætt eiginfjárstöðu fyrirtækja Markaðurinn í Noregi stækkarum nærri 50% á 19 mánuðum 1 mörgum viðskiptalandanna hefur orðið veruleg aukning á viðskiptum með hlutabréf á síðustu árum. Ávöxt- un hefur verið góð þar sem hluta- bréfaverð hefur farið ört hækkandi. Þá hafa stjórnvöld víða í nágranna- löndunum reynt að hvetja almenning til að taka þátt í hlutabréfaviðskiptum með því að veita skattívilnanir á margvíslegu formi. Þannig hafa stjórnvöld leitast við að beina sparn- aði inn á hlutabréfamarkað til að auð- velda fyrirtækjum að afla sér eigin fjár en um leið lækkar lánsfjárhlutfall þeirra og skuldabyrði og fjármálin verða sveigjanlegri. Meðfylgjandi tafla sýnir stærð hlutabréfamarkaða í nokkrum nágrannalandanna í mars 1984 og í ágúst 1985 í milljörðum Bandaríkjadollara og hlutfallslega aukningu. Hlutabréfamarkaður í viðskiptalöndunum Stærö í milljöröum dollara Mars Ágúst Hlutlallsleg 1984 1985 aukning, % Bandaríkin 1587,5 1716,5 8,1 Bretland 208,3 249,1 19,6 Belgía 12,2 12,8 4,9 Danmörk 6,6 9,1 37,9 Frakkland 41,1 48,2 17,3 Holland 32,1 35,5 10,6 ítalla 21,8 27,1 24,3 Japan 537,5 675,4 25,7 Noregur 4,3 6,4 48,8 Spánn 12,6 15,1 19,8 Sviss 42,6 44,8 5,2 Svlþjóð 21,8 20,2 -7,3 Þýskaland 79,1 87,1 10,1 Af þessari töflu er ljóst að verulegt fé hefur streymt til hlutabréfakaupa í ná- grannalöndunum. Fyrirtæki hafa þann- ig getað aflað sér eigin fjár með sölu hlutabréfa á innlendum markaði. Eins og fyrr segir hafa stjórnvöld í nokkrum löndum þar sem hlutabréfaviðskipti voru ekki almenn gert sérstakt átak til að örva sölu hlutabréfa. Tölur um mikla aukningu á viðskiptum með hlutabréf í samkeppnislöndunum hljóta að verða til þess að menn spyrji sig hvort ekki fari að verða hætta á að íslensk fyrirtæki lendi í verri samkeppnisaðstöðu vegna þess hve erfitt þau eiga með að afla sér eigin fjár á innlendum markaði enn sem komið er í samanburði við fyrirtæki í nágrannalöndunum. Ef fé sem aflað er til rekstrar er að mestu lánsfé verða fjármál fyrirtækja ekki eins sveigjanleg og æskilegast er þar sem jafnan verður að greiða vexti af lánum hvemig sem afkoman er. Af eigin fé er hins vegar hægt að greiða lítinn arð þegar illa árar en hærri arð þegar hagnaður er góður. Hlutabréfamarkaður viðskiptalandanna í heiminum eru alls um 20 hluta- bréfamarkaðir - ef þeir smærri og brokkgengari eru ekki taldir með. Markaður fyrir hlutabréf er lang- stærstur í Bandaríkjunum, og nemur verðmæti hlutabréfa þar um 1700 milljörðum dollara eða svipaðri fjár- hæð og verðmæti hlutabréfa allra annarra landa samtals. Næst á eftir kemur Japan en verðmæti hlutabréfa þar er aðeins liðlega þriðjungur af verðmæti hlutabréfa í Bandaríkjun- um. Markaðurinn í Bretlandi erþriðji stærsti og Kanada kemur næst á eftir. í hlutabréfatöflum Vísbendingar eru upplýsingar um markaði 13 landa. Þeir helstu sem ekki eru taldir með eru markaðurinn í Kanada, Ástralíu, Hong Kong, Singapore og Suður- Afríku en þeim hefur verið sleppt vegna tiltölulega lítilla viðskipta Is- lendinga við þessi lönd og vegna fjar- lægðarinnar. Markaðir fyrir hlutabréf eru afar ólíkir frá landi til lands. Á Hollandi og Þýskalandi eru viðskiptin stöðug og traust þar sem hlutabréf stórra fyrir- tækja, banka og tryggingafélaga vega þyngst. Þess má þó geta að á Hollandi er mjög fjörugur hlutabréfamarkaður utan kauphallarinnar (OTC markað- ur). Annars staðar í Evrópu eru við- skiptin líflegri. Nefna má Frakkland, Spán, Ítalíu og Norðurlöndin en í öll- um þessum Iöndum hafa orðið miklar breytingar á hlutabréfaviðskiptum á síðustu árum. Á Bretlandi standa við- skipti með hlutabréf á gömlum grunni en þar hafa stjórnvöld engu að síður gert hvað mest til að hvetja almenna sparifjáreigendur til þátttöku í við- skiptum með hlutabréf. Hvenær verður íslendingum heimilt að kaupa erlend hlutabréf? í flestum nágrannalandanna er nú heimilt að kaupa erlend hlutabréf jafnt og innlend. Litið er á kaup á erlendum hlutabréfum sem sjálfsagða viðleitni til að dreifa áhættu. Sparifé manna á þá ekki allt undir atvinnulífi heimalandsins sem auðveldlega getur orðið fyrir áföllum heldur er það að hluta til ávaxtað í fyrirtækjum í ná- lægum löndum. í samkeppnislöndun- um hefur það ekki verið talin rök- semd gegn frjálsum viðskiptum með erlend hlutabréf að sparnaður rynni að hluta úr landi og minnkaði þar með möguleika til fjárfestingar í innlendu atvinnulífi. Þvert á móti hefur það verið talið mikilvægt að gæta þess að sparnaður landsmanna sé ávaxtaður á bestan mögulegan hátt. Heill þjóðar í framtíðinni verður ekki betur tryggð öðruvísi. Þessi sjónarmið eiga raunar hvergi betur við en einmitt hér á landi. Allt fé íslenskra lífeyrissjóða er bund- ið í íslensku atvinnulífi og ávöxtun sjóðanna þegar lengra er litið er því algerlega komin undir hagvexti á ís- landi. Ætti annar 240 þús. manna hópur en íslendingar hlut að máli hér þætti þetta fásinna. Alls staðar annars staðar þætti sjálfsagt að slíkur hópur ávaxtaði sparnað sinn að hluta í at- vinnutækjum annarra þjóða til að dreifa áhættu og tryggja að ávöxtun verði ekki lélegri en gengur og gerist annars staðar. íslendingar snúaþessu alveg við. Okkar eigin sparnaður er hvergi fjárfestur nema á Islandi og að auki tökum við að láni sparnað ann- arra þjóða á þeirra lánskjörum til að auka enn við fjárfestingu og áhættu okkar hér. Alþjóðleg viðskipti með hlutabréf Það færist nú í vöxt að alþjóðleg fyrirtæki selji hlutabréf sín á Euro- markaði, þ.e. á alþjóðlegum markaði utan hefðbundinna kauphalla. Með þessum hætti eru viðskipti með hluta- bréf stærstu fyrirtækja í reynd að verða alþjóðleg og ekki lengur bundin hlutabréfamarkaði í heimalandi við- komandi fyrirtækis. Með tölvuvæð- ingu og samtengdu fjarskiptaneti má nú heita að markaður fyrir hlutabréf stærstu fyrirtækja sé opinn allan sól- arhringinn. Stórfyrirtækin notfæra sér þessa nýju möguleika til að afla sér fjár þar sem það er ódýrast á hverjum tíma. Um leið opnast fleiri möguleik- ar til að ávaxta sparifé í hverju landi. Auðvitað kalla nýjungar í viðskiptum á nýjar venjur og siði og veldur það víða nokkrum áhyggjum að þessi al- þjóðlegu viðskipti eru utan kauphalla þar sem viðskipti hafa átt sér stað eftir settum reglum um áratugaskeið. Þessar tæknibreytingar hljóta þó enn að ýta undir að Islendingar skoði sinn hug til þess hvort einangrun fjár- magnsmarkaðar landsins tryggi best hagsæld í framtíðinni.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.