Vísbending


Vísbending - 27.11.1985, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.11.1985, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Verðbólgan 1986 Fyrstu viðmiðunartölurmiðast við um 30% verðbólgu í lok næsta árs Tekst að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu á næsta ári? Myndin á þessari síöu sýnir þriggja og tólf mánaða breytingar lánskjara- vísitölu frá ársbyrjun 1983 til ársloka 1986. Er þar um að ræða nokkurs konar viðmiðunartölur um hækkun lánskjaravísitölu á næsta ári fremur en spá um líklegustu þróun. Margir þættir sem áhrif hafa á verðbólgu á næsta ári eru enn óráðnir og bundnir mikilli óvissu og ber þar hæst samn- inga um laun stærstu hópa launþega frá næstu áramótum. Á þessu stigi er því of snemmt að leggja fram beina spá um þróun verðlags á árinu 1986. Sá framreikningur verðbólgu sem hér birtist miðast við þá forsendu að verðhækkanir á næsta ári verði svip- aðar og á síðari hluta þessa árs, þ.e. á bilinu 30-40%, en jafnframt að árs- hraði verðbólgu verði kominn niður í um 30% fyrir lok næsta árs. Reikn- ingar þessir miðast við að ekki verði umtalsverð röskun á mikilvægum verðhlutföllum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur kauptaxta á næsta ári verði svipaður og í ár, ef til vill lítið eitt lægri, og verð á innflutn- ingi í samanburði við innlent verðlag verði einnig lítið eitt lægra en að jafnaði á þessu ári. Að öðru óbreyttu hefur þetta tvennt áhrif til að hægja á hraða verðbólgunnar. Það má ef til vill til sanns vegar færa að í þessum viðmiðunartölum gæti nokkurrar bjartsýni. Hvort sem litið er á þriggja mánaða breytingar á myndinni eða á tólf mánaða breyt- ingar kemur fram að verðbólga á síðasta ársfjórðungi í ár er „há- punktur“, að framundan sé minni verðbólga (ef undanskilin er þriggja mánaða hækkun í apríl nk.) Það verður því hiklaust að teljast góður árangur í verðlagsmálum ef sá ár- angur næst sem fram kemur í þessum viðmiðunartölum jafnvel þótt mark- mið stjórnvalda um 20% verðbólgu í lok ársins 1986 náist ekki. Traust fjárhagsstjórn er skilyrði fyrir minni verðbólgu Eins og fyrr segir miðast framreikn- ingurinn við að kaupmáttur kaup- taxta verði svipaður og í ár, ef til vill lítið eitt lægri. Gert er ráð fyrir að raungengi verði lítið eitt hærra en að jafnaði á þessu ári. í því felst nokkurt aðhald í þeim skilningi að ekki verður þá um óeðlilega hækkun útflutnings- tekna að ræða sem gæti valdið þenslu og umframeftirspurn vegna meiri launahækkana í útflutningsgreinum en annars staðar. Ef reiknaðar verð- hækkanir á næsta ári eru bornar sam- an við verðhækkanir þessa árs á myndinni sést einnig að ekki er gert ráð fyrir „kollsteypu" í byrjun næsta árs sem gæti valdið verðhækkunum eins og þeim sem urðu í byrjun þessa árs. Traustari stjórn ríkisfjármála og peningamála á árinu 1986 en verið hefur árin 1983 til 1985 er þó mikil- vægasta forsenda þess að takast megi að draga úr hraða verðhækkana á næsta ári. Aðhald í opinberum fjár- málum, bæði hvað snertir fjárhag ríkissjóðs sjálfs en þó ekki síður hvað varðar ýmsar tilfærslur og lán hins opinbera til atvinnuveganna, er mikilvægasta verkefnið á sviði efna- hagsmála á næsta ári. En þar verður ekki söðlað um á einni nóttu og að öðru óbreyttu fer árangurs af traust- ari fjárhagsstjórn á næsta ári ekki að gæta að marki í hjöðnun verðhækk- ana fyrr en á árinu 1987. Verðvísitölur endurskoðaðar mánaðarlega í fylgiriti Vísbendingar Tilþessa hafa spár um helstu verðvísitölurí Vísbendingu verið birtar þrisvar til fjórum sinnum á ári eftirþví sem tilefnihefurverið til. Framvegiser ætlunin að endurskoða verðvísitölur þær sem birtast á baksiðu fylgirits Visbendingar mánaðarlega þannig að jafnan liggi fyrir áætlun um verð- hækkanir sex til tólfmánuði fram í tímann sem reiknuð er eftir nýjustu upplýsingum. % Hækkun lánskjaravísitölu 1983-1986 Myndin sýnir hækkun lánskjaravisitölu á árunum 1983 til 1985 ásamt viðmiðunartölum fyrir árið 1986. Þar er gert ráð fyrir að tólf mánaða hraði lánskjaravísitölu verði um 30% i lok næsta árs en þriggja mánaða hraði verðbólgu verði orðinn nokkru minni. Visitölur þær sem myndin er teiknuð ettir er að finna á bls. 4 i fylgiriti Visbendingar i nóvember og verða þær endurskoðaðar mánaðarlega I Ijósi nýjustu upplýsinga.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.