Vísbending - 18.12.1985, Side 2
VÍSBENDING
2
Gengi helstu gjaldmiöla, framhald af bls. 1
gripu seðlabankar Evrópuþjóðanna
þriggja einnig inn í gjaldeyrisviðskipti
í löndum sínum.
Minnkandi hagvöxtur í Bandaríkj-
unumn á þessu ári og lægri vextir þar
voru meðal þeirra þátta sem urðu til
að dollaragengið tók að falla fyrr á
þessu ári. Vextir á 90 daga lánum á
Euromarkaði hafa lækkað úr 12% í
júlí 1984 í 8% í nóvember 1985 sé
miðað við mánaðarleg meðaltöl.
Vextir á yenalánum til 90 daga héld-
ust nánast óbreyttir frá júlí 1984 til
september 1985 en hækkuðu þá
snögglega í 8%. Við það hvarf nokk-
urn veginn sá munur á raunvöxtum
sem gert hafði fjárfestingu í dollurum
girnilega í augum japanskra peninga-
manna. Taflan sýnir raunvexti í fjór-
um iðnríkjum frá desember 1982 til
nýjustu reiknaðra talna en þær eru frá
nóvember sl.
Hvemig þróast dollaragengið?
í fyrri hluta desembermánaðar
1985 var meðalgengi dollarans um
45% hærra en að jafnaði á árinu 1980
og svipað og það var um mitt ár 1984.
Hækkunin frá árinu 1982 er þó aðeins
um 15% en á því ári voru viðskipti
Bandaríkjamanna við útlönd nokk-
urn veginn í jafnvægi.
í efnahagslífi Bandaríkjamanna er
um nokkurt misvægi að ræða þótt ef
til vill sé það ekki eins alvariegt eins
og álykta mætti af einföldustu frétt-
um. Fjárlagahallinn er áætlaður um
220 milljarðar dollarar á árinu 1985.
Sá halli nær aðeins til sameiginlegs
sjóðs allrar þjóðarinnar en fjárhagur
einstakra fylkja er víða blómlegur og
með tekjur umfram gjöld. Halli í við-
skiptum við útlönd er áætlaður um
120 milljarðar dollara í ár en þá eru
ótaldar skekkjur í uppgjöri utanríkis-
viðskipta í vestrænum ríkjum. Sam-
tals er innflutningur allrailanda mun
meiri en útflutningur| alls og er álitið
að Bandaríkjamenn eigi bróðurhlut-
ann af vantöldum útflutningstekjum,
hugsanlega marga tugi milljarða
Bandaríkjadollara.
Þessir þættir benda engu að síður til
þess að gengi dollarans muni veikjast
á næstu árum gagnvart sterkustu
myntum, þ.e. japönsku yeni, þýsku
marki og mörgum öðrum Evrópu-
myntum. Minni hagvöxtur hefur orð-
ið í Bandaríkjunum í ár en í fyrra og
ekki verður það til að styrkja gengi
dollarans. Nýjasta endurskoðun á
framleiðsluaukningunni á þriðja árs-
fjórðungi í ár bendir þó til 4,3% hag-
vaxtar í þeim ársfjórðungi (umreikn-
að til heils árs) og hefur það vakið
vonir um að vænta megi meiri hag-
vaxtar á næsta ári en reiknað hefur
verið með til þessa. Á bls. 3 í þessu
blaði er tafla sem sýnir hagvöxt í
Bandaríkjunum og helstu sam-
keppnisríkjum frá 1981.
Mikill útflutningur fjármagns frá
Japan
Aárunum 1982 og 1983 urðuveru-
legar breytingar á fjármagnsjöfnuði
Bandaríkjamanna. Hrein lán til ann-
arra landa á árinu 1982 námu 45
milljörðum dollara en á árinu 1983
hafði streymið snúist við og voru nú
greiddir 24 milljarðar nettó í afborg-
anir af lánum til Bandaríkjanna. Pessi
þróun hélst á árinu 1984 og fram á
fyrri hluta þessa árs og leiddi til um-
frameftirspurnar á dollaramarkaði
sem ýtti undir hækkun á dollarageng-
inu á þeim tíma.
Mikið af því fjármagni sem streymt
hefur til Bandaríkjanna á undanförn-
um misserum er frá Japan. Á fyrstu
átta mánuðum þessa árs nam hreint
útstreymi fjár frá Japan 65 milljörð-
um dollara ef umreiknað er til heils
árs. Prátt fyrir að Japanir flytji nú út
Skuldabréfaútgáfa
á Euromarkaði
Milljarðar dollara
1983 1984 1985
Ecu 2,0 3,0 6,4
Dollari 43 69 108
Þýskt mark 6,5 6,8 9,0
Svissn. fr. 14,3 12,6 12,0
Yen 4,0 5,8 9,7
Tölur þessa árs eru frá janúar lil júnl, umreiknaðar
til heils árs.
Heimild: Morgan Guaranty, Financial Times
meira fé en nokkur önnur þjóð er þó
hlutur yensins afar lítill á alþjóðlegum
fjármagnsmarkaði. Umfang Euro-
markaðarins mun vera um 1.000
milljarðar dollara en hlutur yensins er
aðeins um 2%. Ein af ástæðunum er
sú að mestur hluti utanríkisviðskipta
Japana er ekki í yenum, þ.e. næstum
allur innflutningur Japana og bróður-
hluti útflutningsins er í öðrum gjald-
miðlum en yenum. Pess vegna hafa
viðskiptaþjóðir Japana litla ástæðu til
að taka lán í yenum.
Jafnvægisástand í Evrópska
gjaldeyriskerfinu
Síðustu tvö og hálft ár hafa verið
tími mikils stöðugleika í EMS
(European Monetary System). EMS
er gjaldeyriskerfi Evrópubandalags-
þjóðanna. Kerfið tengir saman gengi
átta gjaldmiðla, þýska markið,
franska frankann, hollenska flórínu,
belgíska og lúxemborgarfrankana,
líruna, írska pundið og dönsku krón-
una. í EMS má gengi þessara gjald-
miðla leika upp og niður um 2,25%
frá ákveðnu viðmiðunargengi nema
líran sem má sveiflast upp og niður
um 6%. Viðmiðunargengið er reikn-
að í Ecu (European Currency Unit)
en Ecu er samsett úr gengi tíu mynta,
þ.e. átta myntanna í EMS auk sterl-
ingspunds og gríska grachma.
Frá marsmánuði 1983 hefur rekst-
ur EMS gengið mjög vel og hefur
gengið á milli þýska marksins og
franska frankans verið mjög stöðugt.
Hækkun á gengi Bandaríkjadollara
gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum á
síðustu árum kann að hafa auðveldað
rekstur kerfisins en Evrópubanda-
lagsþjóðirnar hafa þó gert mikið átak
til að minnka verðbólgu og samræma
efnahagsstefnu í aðildarríkjunum að
öðru leyti. Pannig tókst að komast hjá
endurskoðun á viðmiðunargengi
EMS frá mars 1983 til júlí 1985 er
gengi lírunnar var fellt um 8% gagn-
vart öllum hinum myntunum í kerfinu
(Vísbending 31. júlí sl.) Margir óttuð-
ust að erfiðara yrði að halda jafnvæg-
inu innan kerfisins er gengi dollarans
tæki að falla. En gengi dollarans hefur
til þessa lækkað nokkurn veginn jafn-
mikið gagnvart EMS myntunum svo
ekki hefur komið til endurskoðunar á
viðmiðunargenginu enn og raunar
fátt sem bendir til að slíkt sé í vændum
næstu vikurnar.
Auk efnahagslegra þátta er margt
fleira sem áhrif hefur á gengi gjald-
miðla á alþjóðagjaldeyrismarkaði. Á
næsta ári verða kosningar í Frakk-
landi, Þýskalandi, Japan og á Bret-
landi. Stefnumótun helstu iðnríkja í
efnahagsmálum getur einnig haft um-
talsverð áhrif á væntingar á gjaldeyr-
ismarkaði en um viðhorf stjórnvalda
til hagstjórnar á næsta ári er nokkuð
fjallað annars staðar í þessu blaði.