Vísbending


Vísbending - 18.12.1985, Page 3

Vísbending - 18.12.1985, Page 3
VISBENDING 3 Hagvöxtur og veröbólga 1986 Ágreiningur um stefnu ríkjandi á milli Bandaríkjamanna og helstu samkeppnisþjóöa þeirra Nýtt samdráttarskeið framundan? Hagvöxtur, veröbólga og gengi helstu gjaldmiðla á næsta ári ráðast þegar öllu er á botninn hvolft að veru- legu leyti af markaðsaðstæðum og við- horfi manna til efnahagsstefnunnar og þeirra aðgerða sem talið er að stjórn- völd hafi á prjónunum. Um nokkurt skeið hafa verið skiptar skoðanir á því vestan hafs og austan hvernig haga beri hagstjórn í megindráttum á næstu ár- um. Bandaríkjamenn óttast að senn komi til samdráttar í efnahagslífi vest- rænna ríkja eftir framleiðsluaukning- una sem hófst í Bandaríkjunum undir árslok 1982. Margar Evrópuþjóðir, með Vestur-Þjóðverja og Breta í Hagvöxtur í helstu iðnríkjum Árleg aukning landsframleiðslu, % Banda- rikin Evrópu- bandal. Japan 1981 3,4 -0,2 4,2 1982 -3,0 0,5 3,0 1983 2,9 1,0 3,0 1984 6,8 2,1 5,9 1985 2,7 2,3 5,1 1986 2,4 2,3 4,7 Síðustu tölur áætlaðar. Heimild: OECD, Evrópubandalagió broddi fylkingar, vonast eftir því að takast megi að viðhalda hagvexti síð- ustu ára allt fram til loka þessa áratug- ar (en lengra leyfa menn sér ekki að hugsa). Töflurnar hér á síðunni sýna hagvöxt og verðbólgu í stærstu ríkjun- um á síðustu árum ásamt áætlun fyrir næsta ár. Skoðanir Bandaríkjamanna mætti ef til vill setja fram með eftirfarandi hætti. Þrjú ár eru nú liðin frá byrjun þessarar hagsveiflu sem hófst með kröftugri uppsveiflu í Bandaríkjunum seint á árinu 1982 og senn mun sam- Verðbólga helstu iðnríkjum Hækkun neysluvöruverðs, % Banda- Þýska- Bret- ríkin Japan land land 1978 7,5 3,8 2,8 8,3 1979 11,3 3,6 4,1 13,4 1980 13,5 8,0 5,5 18,0 1981 10,4 4,9 5,9 11,9 1982 6,2 2,6 5,3 8,6 1983 3,2 1,9 3,0 4,6 1984 4,3 2,2 2,4 5,0 1985 3,7 2,4 2,5 6,0 1986 4,6 2,9 1,9 4,7 dráttur í framleiðslu taka við. Þessi kröftuga uppsveifla náði til margra Asíuríkja auk Bandaríkjanna en fram- leiðsluaukningin í Evrópu varð minni og alls engin í skuldugu ríkjunum í Suður-Ameríku. Bandaríkjamenn búa við mikinn fjárlagahalla og halla í við- skiptum við önnur lönd og svigrúm þeirra til örvandi aðgerða í efnahags- lífinu er hverfandi. í fáeinum Asíu- ríkjum þar sem oftast ríkir gróska og líf í þjóðarbúskapnum er nú farið að bera á minni framleiðsluaukningu og þessi samdráttur gæti breiðst til annarra landa ef ekki er gripið til örvandi að- gerða í efnahagsmálum einhvers stað- ar í heiminum. Japanir og Þjóðverjar annarrar skoðunar Þessi skoðun á efnahagsmálum hef- ur verið ríkjandi í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og James Baker, fjár- málaráðherra, hefur lagt hart að sér við að reyna að sannfæra viðskipta- þjóðirnar frá því hann tók við ráð- herraembætti. Talið er að markmiðið með fundi fimmveldannna helgina 21,—22. september sl. hafi ekki síst verið að sannfæra Japani og Vestur- Þjóðverja um að nú yrðu þeir að taka við ,,eimreiðarhlutverkinu“ og auka ríkisútgjöld í löndum sínum til að örva hagvöxt. Sjálfir verða Bandaríkja- menn að draga saman seglin og hafa nýlega samþykkt heldur aðhaldssam- ari stefnu í ríkisfjármálum á árunum 1986 til 1990 en fylgt hefur verið á síðustu árum. En hvorki Japanir né Þjóðverjar hafa ljáð máls á auknum ríkisútgjöldum. Japanir eru uggandi um hag sinn vegna þess að þeir hafa orðið að grípa til aðhaldsaðgerða í peningamálum til að hækka gengi yensins og hagvöxtur þeirra hefur oft verið meiri en nú. Þjóðverjar sjá ekki ástæðu til að víkja af markaðri leið og eygja nú möguleika á því að lækka vexti þar sem gengi marksins fer nú hækkandi án þess að þeir hafi þurft að stuðla að því á nokkurn hátt eða kosta til þess sérstaklega. Þannig er í raun um grundvallará- greining um stefnuna í efnahagsmálum að ræða á milli Bandaríkjamanna og helstu viðskiptaríkja þeirra. Banda- ríkjamenn líta svo á að háir skattar séu helsta ástæðan fyrir hægum hagvexti en Japanir og Þjóðverjar leggja höfuð- áherslu á að ekki komi til teljandi hallareksturs hjá hinu opinbera. Bandaríkjamenn telja að þörf sé stjórnvaldsaðgerða til að örva hagvöxt en Japanir og Þjóðverjar eru þeirrar skoðunar að ríkið stuðli mest að bætt- um lífskjörum með því að halda fjár- þörf sinni innan hóflegra marka. Með nokkurri einföldun mætti ef til vill segja að Bandaríkjamenn fylgi nú keynesískum kenningum hvað varðar áhrif ríkisins til að örva atvinnustarf-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.