Vísbending

Tölublað

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 9.4 26. FEBRÚAR1986 Olíumarkaður______________________________________________________________ Áhrifin af lækkandi olíuverði á hag Vesturlandabúa eru eru á margan hátt óljós Lægri framleiðslukostnaður og hærri tekjur á Vesturlöndum Olíuverð hefur nú lækkað niður fyrir 15 dollara tunnan í fyrsta sinn á þessum áratug. Verð á olíumarkaði er skráð í dollurum og eins og fram kemur á myndinni hefur olíuverðið í dollurum lækkað úr 35-40 dollurum tunnan á árinu 1980 niður í 27-28 dollara tunnan á árinu 1985. Á þessum árum fór verð á olíu þó hækkandi í Evrópu (sjá t.d. olíuverð í pundum og þýskum mörkum á mynd- unum) vegna mikillar hækkunar á gengi dollarans en lækkaði þó lítillega í yenum. Á fyrstu vikum þessa árs hefur olíuverð síðan hríðfallið og er nú a.m.k. 30% lægra en að jafnaði á síðasta ári. Menn velta því nú fyrir sér hver áhrifin af lækkun olíuverðs á efnahag Vesturlandabúa verði, hve lengi olíuverðið komi til með að hald- ast lágt og hver áhrifin verði á olíu- framleiðendurna - innan samataka OPEC og utan. í Frakklandi og Þýskalandi er nú spáð meiri hagvexti og minni verð- bólgu. I Japan hafa vextir verið lækk- aðir og urðu Japanir þannig fyrstir til að hrinda áformum frá janúarfundi fimmveldanna í London um lægri vexti í framkvæmd. í Bandaríkjunum eygja menn nú möguleika á því að verulega dragi úr hallanum í viðskipt- um við útlönd, bæði vegna lægra gengis dollarans og vegna lægra olíu- verðs. Einnig er ræddur sá möguleiki að leggja skatt á olíu og bensín. Pannig væri unnt að afla ríkinu mikils fjár og draga verulega úr hallanum á fjáriögum. Olíuverðslækkunin skilaði sér þannig aðeins að hluta til neyt- enda og það væru í reynd tapaðar tekjur olíuframleiðenda sem rynnu til lækkunar fjárlagahallans. Pá þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig fslendingar hafa hugsað sér að ráðstafa auknum þjóð- artekjum vegna lægri olíuútgjalda. Lægra olíuverð er meðal þeirra þátta sem gera munu kleift að halda gengi krónunnar stöðugu á þessu ári en stöðugt gengi er burðarásinn í þeim efnahagsáætlunum sem lagðar eru til grundvallar í yfirstandandi kjara- samningum. í Vestur-Evrópu eru það aðeins Bretar og Norðmenn sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af lægra olíuverði þar sem þær þjóðir framleiða sjálfar meiri olíu en þær nota. Bretar áætla að olíuverðs- lækkun um 10% hafi í för með sér 2,2% lækkun á gengi pundsins að jafnaði gagnvart öðrum myntum og um 0,2% hærra verðlag að tveimur árum liðnum. Sú 30% verðlækkun á olíu sem þegar er komin fram hefur valdið um 7% lækkun á gengi punds- ins sem ekki er fjarri því sem áætlað var og verðbólga á næsta ári gæti því orðið 0,5-0,7% meiri en ella. Á hinn bóginn benda sömu reikningar til þess að 30% lækkun á olíuverði geti leitt til a.m.k. 0,5% meiri þjóðarfrarn- leiðslu vegna aukinna umsvifa í þjóð- arbúskap Vesturlandabúa með lægra orkuverði. Skuldugar olíuframleiðsluþjóðir í nauðum staddar Prátt fyrir þessi hagstæðu áhrif af lægra olíuverði á þjóðarbúskap olíu- neytenda eru menn engu að síður uggandi vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á olíuviðskiptum og á það ekki síst við í Þýskalandi og Japan þar sem góðu áhrifin eru þó talin vera hvað mest. Það er vegna þess að enn er of snemmt að telja OPEC alveg af þar sem öll aukning á olíuframleiðslu er í höndum OPEC - framleiðendur utan samtakanna starfa flestir nú þegar með fullum afköstum. Jafn- framt er ljóst að áhrifin af hækkun olíuverðs á áttunda áratugnum munu ekki skila sér aftur nú með öfugum formerkjum. Pessi áhrif voru sem kunnugt er aukin verðbólga, sam- dráttur í framleiðsiu, skerðing við- skiptakjara, vaxandi atvinnuleysi og hallarekstur og skuldasöfnun ríkis- kassans meðal flestra olíuneytenda. Ástæðan fyrir því að ekki er unnt að stóla á vaxandi velmegun með lægra olíuverði er þríþætt. í fyrsta lagi er óttast að lækkandi olíuverð verði til þess að Mexíkanar, Nígeríumenn og ef til vill Venesúelar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum bönkum ef olíuverðið helst lágt til frambúðar. Þegar olíuverð lækkar um einn doll- ara minnkar greiðslugeta Mexíkana vegna erlendra lána um 550 milljónir dollara og greiðslugeta Venesúela um 300 milljónir dollara. Þessar áhyggj- um kunna þó að virðast léttvægar. Olíuinnflutningur ríkja innan OECD nemurallsum 175 milljörðumdollara svo 30% lækkun á olíuverði leiðir til 50 milljarða dollara sparnaðar og hærri tekna.Vaxtagreiðslur Mexíkana, Venesúela og Nígeríumanna eru sam- anlagt ekki nema um 15 milljarðar dollara svo áhrifin eru greinilega já- kvæð þegar á heildina er litið. Þannig séð ætti að vera auðvelt að verja hluta af „olíuafganginum“ til að létta greiðslubyrði skuldugu olíusalanna. Flókið samspil efnahagslegra þátta önnur ástæða fyrir því að óvarlegt er að treysta á vaxandi velmegun á næstu árum vegna lækkandi olíuverðs er sú að það er engan veginn víst hve mikill þessi „olíuafgangur" verður. Efni: Oliumarkaðurinn 1986 1 Gengi sterlingspundsins 3 Um meðalgengi krónunnar og samsetningu SDR 4 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.