Vísbending

Tölublað

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gengi sterlingspundsins Allar horfur eru á aö gengi pundsins haldist fremur lágt á næstu mánuðum Áherslubreyting í stefnumótun Horfurnar í efnahagsmálum Breta eru á margan hátt góöar þrátt fyrir ört lækkandi olíuverð en tekjur af olíusölu nema nú um 7% af útflutningstekjum Breta. Hagvöxtur hefur verið um 3% á ári undanfarið og búist er við svipaðri framleiðsluaukningu á þessu ári. Verðbólga jókst nokkuðum mitt árið 1985 en hefur nú hjaðnað aftur og stefnir í 4-5% eftir því hver endanleg áhrif af lækkandi olíuverði á verðlag í Bretlandi koma til með að verða. Þrátt fyrir þessar horfur hefur gengi sterlingspundsins ver- ið veikt á þessu ári og er þess tæpast að vænta á næstunni að það styrkist til muna. Ástæðurnar eru að sjálfsögðu bæði bein og óbein áhrif af hríðfallandi olíuverði, sem verður I fyrstu til þess að lækka út- flutningstekjur Breta vegna minni olíu- sölutekna, en ekki síður óvissa um stefnu stjórnvalda þar í landi um stefnuna I efna- hagsmálum á næstunni. Stjórn Thatchers hefur frá upphafi lagt megináherslu á mikið aðhald í peninga- málum og í fjármálum ríkisins og hafa markmið um minni lántökuþörf ríkisins vegið þungt. Auk þess hafa verið sett markmið um vöxt peningamagns á hverju ári og hefur þar verið miðað við aukningu á M3 allt fram á síðastliðið haust en M3 er mælikvarði á peningamagn í víðasta skiln- ingi. Skilyrði þess að fast samband sé á milli peninga í umferð og þjóðarfram- leiðslu á verðlagi hvers tíma er að svokall- aður veltuhraði peninga sé nokkurn veg- inn stöðugur. Verði miklar breytingar á veltuhraða peninga leiðir það til þess að sambandið á milli peninga í umferð og þjóðarframleiðslu verður breytilegt og því haidlítið að setja markmið um vöxt einnar peningastærðar. Þetta leiðir beint af jöfn- unni M.V = p.Y, þ.e. peningamagn sinn- um veltuhraði er jafnt og þjóðarframleiðsla á verðlagi hvers tímabils. Á síðasta ári hægði verulega á veltuhraða I Bretlandi en um leið verður hlutfallslega meiri aukning á peningum í umferð en á þjóðarfram- leiðslunni. Nýjarviðmiðanir við stjórn peningamála Haustið 1985 var hætt að nota breyting- ar á M3 sem viðmiðun við stjórn efna- hagsmála á Bretlandi og þess I stað farið að miða við fáeinar stærðir í senn, meðal þeirra MO sem er peningamagn í þröngum skilningi og gengi sterlingspundsins. Breska stjórnin hefur tvisvar gripið til verulegrar hækkunar vaxta á Bretlandi til að verja gengi pundsins, þ.e. í janúar sl. og snemmaáárinu 1985. Enguaðsíðurer mun erfiðara að túlka efnahagsstefnu stjórnvalda þegar tekið er mið af mörgum stærðum í senn og erfiðara er að sýna þá festu sem nauðsynleg er af hálfu stjórn- valda til að aðilar á gjaldeyrismarkaði hafi trú á gengi pundsins. Nokkur vafi leikur t.d. á því hvort enn verði gripið til vaxta- hækkunar ef gengi pundsins heldur áfram að lækka með lækkandi verði á olíu- markaði en vextir eru nú afar háirá Bret- landi. Auk þessa eru einnig uppi deilur um fjármálastefnu stjórnar Thatchers. Það er að vísu óvéfengjanlegt að dregið hefur verið úr lántökuþörf hins opinbera síðustu fimm árin og verðbólgan hefur lækkað úr um 19-20% á árunum 1979-80 í aðeins um 4-5% að jafnaði á árunum 1984- 1985. Á hinn bóginn hefur lántökuþörfin að hluta minnkað vegna þess að fé hefur streymt í ríkiskassann vegna sölu hluta- bréfa í eigu rikisins. Á síðasta ári var sala á hlutabréfunum í British Telecom mjög í fréttunum og meðal fyrirtækja sem seld verða á næstunni eru British Gas og British Airways. Árlegar tekjur af sölu ríkisfyrirtækja nema nú um fimm milljörð- um punda svo hallinn á rekstri rikissjóðs yrði dálaglegurán þeirra. Gengi sterlingspundsins gagnvart dollara, þýsku marki, Ecu og yeni (Meöalgengi eftir mánuöum) Verð á pundi i 1985 USD DEM ECU JPY jan. 1,12 3,57 1,60 286 feb. 1,09 3,60 1,62 285 mar. 1.12 3,70 1,65 289 apr. 1.24 3,83 1.71 313 maí. 1.24 3,88 1.72 313 jún. 1,28 3,92 1.74 318 lúi. 1.37 4,01 1.77 332 ágú. 1,38 3,86 1,73 329 sep. 1,36 3,87 1,73 322 okt. 1.42 3,76 1,69 305 nóv. 1.43 3,73 1,67 293 des. 1,44 3,63 1,64 293 1986 jan. 1.42 3,47 1,58 285 24. feb. 1,46 3,35 1,54 267 Vaxtastefnan og gengi pundsins Eins og fyrr segir hefur vaxandi áhersla verið lögð á gengi sterlingspundsins sem mælikvarða á árangur við stjórn efna- hagsmála á Bretlandi. f reynd leitast stjórnvöld við að haga vöxtum þannig að gengi pundsins haldist sem stöðugast. Markmiðið er að halda meðalgengisvísi- tölu pundsins eftir reikningi Englands- banka (1975=100) á bilinu 78 til 83 og helst sem næst 80. Um miðjan febrúar 1986 var meðalgengi pundsins á mæli- kvarða þessarar vísitölu tæplega 74 og eins og taflan sýnir hefur gengi pundsins verið veikt gagnvart helstu myntum öðrum en dollara á síðustu mánuðum. Líklegt er talið að meðalgengi pundsins gæti lækkað niður fyrir 70 ef olíuverð helst neðan við 15 dollara á tunnu. Ef svo fer er þess þó að vænta að stjórnvöld grípi til aðgerða og herði aðhald í peningamálum, ef til vill með enn frekari hækkun vaxta. Þær raddir verða nú æ háværari á Bret- landi sem hvetja til aðildar Breta að gjald- eyriskerfi Evrópubandalagsins, EMS (European Monetary System) en stuðningsmenn þess málstaðar er að finna jafnt á meðal bankamanna, framá- manna í atvinnulífinu, háskólamanna og embættismanna. í Evrópska gjaldeyris- kerfinu starfa saman Þjóðverjar, Frakkar, Belgar og Lúxemborgarmenn, Italir, Danir, frar og Hollendingar. Gengi gjald- miðla þessara þjóða er leyft að víkja mest 2,25% frá viðmiðunargengi í kerfinu en viðmiðunargengið er reiknað í Ecu (European Currency Unit). Vikmörk lír- unnar eru þó 6% til hvorrar handar. Ecu er í reynd meðalgengi gjaldmiðla allra þjóð- anna I Evrópubandalaginu nema þeirra nýjustu, Spánverja og Portúgala, þ.e. meðalgengi gjaldmiðla átta þjóðanna í EMS auk Breta og Grikkja. Aðild að EMS? Bresk stjórnvöld hafa til þessa borið því við að enn sé ekki tímabært að hefja sam- starf í gjaldeyrismálum við þjóðirnar í EMS en það verði gert þegar þar að kemur. Stuðningsmenn aðildarinnar velta þó engu að síður mjög fyrir sér hvert verði Jnngöngugengið", þ.e. hvert verði við- miðunargengi sterlingspundsins gagnvart þýsku marki þegar að aðildinni kemur. Lík- legt er talið að það verði á bilinu DM3,50-3,60 en 2,25% vikmörkin á því bili yrðu um 8 pfenningar. Eins og taflan sýnir hefur gengi sterlingspundsins þó sveiflast miklu meira á síðasta ári, bæði gagnvart gengi þýska marksins og gagn- vart Ecu. Gagnvart dollara virðist þó líklegt að gengið 1,40-1,45 haldist á næstunni, a.m.k. ef gengi dollarans styrkist ekki þvi meira. fyrir OPEC. Vegna þess að Saudi Arabar hafa dregið meira úr fram- leiðslu sinni en aðrir olíuframleið- endur hafa þeir mesta umframfram- leiðslugetu og því gæti framleiðslu- aukning þeirra orðið mun meiri. Af þessum ástæðum þykir stafa mikil óvissa af því hvernig Saudi Arabar bregðist við tekjumissinum og hver stefna þeirra sé hvað varðar fram- leiðsluaukningu. Ef Vesturlandaþjóðirnar bregðast við lægra olíuverði með því að hækka skatta yrði staða olíuframleiðenda hins vegar mun veikari. Lækkun olíuverðs kæmi þá hinum almenna neytanda aldrei nema óbeint til góða og yrði ekki til að auka eftirspum eftir olíu og þar með framleiðslu þegar lengra er litið. Hvernig OPEC kynni að bregðast við ef lagður yrði skattur á innflutta olíu, t.d. í Bandaríkjunum, er þó alveg á huldu. 26. febrúar 1986

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.