Vísbending

Tölublað

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.02.1986, Blaðsíða 4
V1SE3END1NG 4 Um lækkandi meöalgengi krónunnar, gengi SDR og gjaldeyrisstýringu Meðalverð á erlendum gjaldeyri hækkaði talsvert í síðustu viku eða um 1,5% frá mánudeginum 17. febrúar til mánudagsins 24. febrúar. Hefur meðalverð á erlendum gjaldeyri þá hækkað um 2,8% frá áramótum og er nú um 22% hærra en að jafnaði í febrúar í fyrra. Frá áramótum hefur verð á yeni hækkað langmest eða um 8,9% en Evrópumyntirnar hafa að jafnaði hækkað um 5,3% frá áramót- um sé miðað við Ecu. Verð á SDR hefur hækkað um 2,6% eða svipað og meðalverð á erlendum gjaldeyri mælt eftir viðskiptavog. Um áramótin tók við ný skipting gjaldmiðlanna í SDR eins og getið var um í Vísbendingu á þeim tíma (sjá 3. janúarog 15.janúar 1986). Samsetta myntin SDR er sett saman úr hlutum af dollara, sterlingspundi, frönskum franka, þýsku marki og yeni. Hlutur hverrar myntar, þ.e. fjöldi senta, pensa, pfenninga, o.s.frv. í einuSDR, er settur fastur á fimm ára fresti, fyrst þann 1. janúar 1981 og í annað sinn þann 1. janúar sl. í einu SDR eru nú 0,452 dollarar (þ.e. 45,2 sent), 0,0893 sterlingspund, 1,02 franskir frankar, 0,527 þýsk mörk og 33,4 yen. En vegna þess að gengi þessara mynta breytist á markaðinum frá degi til dags sveiflast vægi hverrar myntar í SDR nokkuð frá einum tíma til ann- ars. Þannig var vægi hverrar þessara fimm mynta um áramót og mánudag- inn 24. febrúar sl. sem hér segirí %: 1. janúar 1986 24. febrúar 1986 dollari 42 39,7 sterlingspund 12 11,4 franskur franki 12 12,7 þýsktmark 19 20,1 yen 1J5 16,1 Skipting gjaldmiðlanna innan SDR hefur því þegar breyst nokkuð frá ára- mótum en orsökin er að sjálfsögðu lækkun á gengi dollarans gagnvart hinum myntunum öðrum en sterlings- pundi. SDR er í sjálfu sér ekki til sem gjaldmiðill í alþjóðlegum viðskiptum á sama hátt og Ecu nú orðið heldur er SDR aðeins reiknieining. Þessi reiknieining er að líkindum meira notuð hlutfallslega á íslandi en í nokkru öðru landi í heiminum (ef til vill að undanskildum þeim löndum sem miða gengi gjaldmiðils síns við SDR). Þannig eru lán Fiskveiðasjóðs miðuð við reiknieiningar Fiskveiða- sjóðs sem reiknaðar eru á sama hátt og SDR. Til skamms tíma voru afurðalán í erlendri mynt öll miðuð við SDR en í lok síðasta árs fengu útflytjendur þó heimild til að ráða sjálfir í hvaða gjaldmiðli þeir taka af- urðalán sín. Loks má nefna að til sölu eru spariskírteini ríkissjóðs sem eru verðtryggð m.v. gengi SDR. Þessi flokkur ríkisskuldabréfa mun þó ekki seljast vel í samanburði við önnur ríkisskuldabréf. Það frelsi til að velja myntir afurða- lána sem útflytjendur fengu á síðasta ári er meira virði en margan grunar við fyrstu sýn. Tökum sem dæmi fyrir- tæki sem selur helming afurða sinna til Bandaríkjanna (í dollurum) en hinn helminginn til Þýskalands. Með afurðalán í SDR situr fyrirtækið uppi með lán í þremur myntum sem það hefur engar tekjur í, þ.e. í sterlings- pundum (afar háir vextir), yenum (hefur hækkað í verði um 36% frá miðju ári 1985 og um 42% frá febrúar 1985 og er raunar ekki með svo mjög lága raunvexti heldur) og frönskum frönkum (gengi breytist svipað og gengi marksins en vextir eru oft helm- ingi hærri). Jafnvel þótt þetta dæmi kunni að virðast óvenjulega óhagstætt eru í reynd mörg dæmi þess að út- flutningsfyrirtæki sitji uppi með vonda gjaldeyristöðu vegna þess hve mikill hluti erlendra lána er í SDR. Ættu menn því hispurslaust að not- færa sér þá möguleika sem bjóðast með því að taka afurðalán í myntum sem falla vel að erlendum viðskiptum fyrirtækisins að öðru leyti. ri J2 í 3 Gengisskráning og Euro-vextir Gengi m.v. dollara (nema í efstu linu m.v. pund) ______________________________________Breytingar i%til24.2. 86 Iri: Euro-vextlr Feb. 85 meðalg. 30.6. 1985 31.12. 1985 M Vikan 17.2. -21.2.86 Þ M F F 24.2. Feb. 1986 1985 30.6. 1985 31.12. 1985 90 daga lán 20.02.86 1 $/GPB 1.10 1,30 1,44 1.42 1.42 1,45 1,46 1,44 1,46 33,45 12,76 1,54 2 DKR/$ 11,78 10,95 8,97 8,64 8,65 8,53 8,50 8,58 8,45 -28,25 -22,78 -5,77 3 IKR/$ 41,91 41,91 42,12 41,71 41,72 41,52 41,52 41,85 41,72 -0,45 -0,45 -0,95 4 NOK/S 9,45 8,79 7,58 7,32 7,32 7,22 7,18 7,25 7,16 -24,24 -18,60 -5,55 5 SEK/$ 9,31 8,80 7,57 7,42 7,43 7,34 7,31 7,37 7,30 -21,66 -17,07 -3,66 6 FRF/Í 10,06 9,30 7,54 7,20 7,21 7,10 7,07 7,14 7,04 -30,04 -24,34 -6,60 7 CHF/$ 2,80 2,55 2,07 1,94 1,94 1,91 1,90 1,94 1,92 -31,38 -24,86 -7,51 8 NLG/$ 3,73 3,44 2,77 2,65 2,65 2,61 2,60 2,63 2,59 -30,54 -24,75 -6,49 9 DEM/$ 3,29 3,05 2,46 2,35 2,35 2,31 2,30 2,32 2,29 -30,39 -24,93 -6,72 10JPY/S 260,28 249,08 200,77 180,90 182,05 178,65 179,40 183,70 182,65 -29,83 -26,67 -9,03 o LIJ 81 -o o, 2 S i % S5 ■£ö '%'a. (!) > p E I c O 0) xo Gengi íslensku krónunnar 1 Bandaríkjadollari 41,910 41,910 42,120 41,710 41,720 41,520 41,520 41,850 41,720 -0,45 -0,45 -0,95 8,00 2 Sterlingspund 45,894 54,315 60,621 59,082 59,284 60,071 60,447 60,285 60,968 32,85 12,25 0,57 12,56 3 Kanadadollari 31,040 30,745 30,137 29,862 29,869 29,760 29,872 30,061 30,070 -3,13 -2,20 -0,22 4 Dönsk króna 3,5579 3,8288 4,6957 4,8274 4,8216 4,8668 4,8869 4,8800 4,9360 38,73 28,92 5,12 8,75 5 Norsk króna 4,4355 4,7655 5,5571 5,7008 5,6975 5,7535 5,7799 5,7704 5,8280 31,40 22,30 4,8/ 6 Sænsk króna 4,4994 4,7628 5,5604 5,6202 5,6162 5,6578 5,6779 5,6780 5,7170 27,06 20,03 2,82 7 Finnskt mark 6,1256 6,6083 7,7712 7,9266 7,9218 7,9954 8,0286 8,0096 8,0712 31,76 22,14 3,86 4,1657 4,5048 5,5890 5,7918 5,7828 5,8475 5,8756 5,8650 5,9274 42,29 31,58 6,05 14,50 9 Belgískurfranki 0,6340 0,6820 0,8375 0,8688 0,8680 0,8776 0,8815 0,8798 0,8892 40,24 30,38 6,17 11,00 14,9880 16,4128 20,3037 21,5311 21,5218 21,6815 21,7981 21,6000 21,7428 45,07 32,47 7,09 3,88 11 Hollenskí gyllini 11,2417 12,1778 15,2099 15,7331 15,7226 15,9020 15,9815 15,9398 16,1106 43,31 32,29 5,92 5,88 12,7286 13,7275 17,1411 17,7769 17,7623 17,9585 18,0443 18,0039 18,2024 43,00 32,60 6,19 4,56 13 ítölsk líra 0,02060 0,02153 0,02510 0,02613 0,02611 0,02638 0,02651 0,02646 0,02674 29,81 24,20 6,53 18,25 14 Austurr. sch. 1,8124 1,9542 2,4361 2,5294 2,5285 2,5559 2,5694 2,5636 2,5923 43,03 32,65 6,41 15 Portug. escudo 0,2315 0,2402 0,2674 0,2744 0,2745 0,2809 0,2777 0,2762 0,2791 20,55 16,19 4,38 16 Spánskur peseti 0,2305 0,2401 0,2740 0,2825 0,2822 0,2853 0,2865 0,2859 0,2890 25,36 20,37 5,47 17Japanskt yen 0,16102 0,16826 0,20979 0,23057 0,22917 0,23241 0,23144 0,22782 0,22842 41,86 35, /5 8,88 6,00 18 írsk pund 39,609 43,027 52,355 53,802 53,740 54,346 54,564 54,447 55,066 39,02 27,98 5,18 19 ECLÍ 28,334 30,932 37,670 38,714 38,699 39,137 39,332 39,246 39,674 40,02 28,26 5,32 10,06 20SDR 40,303 41,857 46,203 47,021 46,980 47,176 47,230 47,247 47,383 17,57 13,20 2,56 8,38 Meðalgengi IKR 139,37 147,60 165,55 167,57 167,57 168,70 169,11 169,12 170,14 22,08 15,27 2,77 Ritstj. og ábm.: Dr. Siguröur B. Stefánsson. Útg : Kaupþing hf, Húsi verslunarinnar, Kringlumýn 108, Reykjavik Simi 68 69 88 Umbrot og úthtshonnun Kristján Svansson Prentun Isafoldarprentsmiöja hf öll réttindi áskilm Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem meö Ijósntun. eöa á annan hátt, aö hluta eöa i heild án leyfis útgefanda 26. febrúar 1986

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.