Vísbending

Tölublað

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 18.4 7. MAÍ1986 Sparnaöur íslendinga og skattlagning hans Þörf á aðgerðum stjórnvalda til að beina sparnaði fólks beint til atvinnulífsins Grein þessi er síðust af þremur um sparnaö og skattlagningu. Fjallaði sú fyrsta aðallega um sparnað i lífeyriskerfinu en önnur um bankakerfið. Eins og fram hefur komið er afar erfitt að átta sig á hvert nýr sparnaður þjóðarinnar rennur vegna þess hve lítið er um hagtölur sem lúta beint að sparnaði. Á þessu ári gæti þjóðhagslegur sparnaður, þ.e. sá hluti þjóðartekna sem ekki er eytt til neyslu, numið um 22 milljörðum króna. Ekkert er vitað um hve nýr sparnaður almennings er stór hluti þessarar fjárhæðar en víst er að tiltölulega lítill hluti þess fjár rennur beint til fyrirtækjanna þar sem nýting hans er best. Aðrar þjóðir hafa snúist gegn þeim vanda með því að beita sköttum og náð afar góðum árangri. Á bls. 3 er sagt frá lagasetningu í Belgíu til að örva hlutabréfa- viðskipti. íþessari grein er rökstutt að íslendingar komist ekki hjá því að gera slíkt hið sama vilji þeir halda samkeppnisstöðu sinni á alþjóðlegum vettvangi. Allirhefðu hag afþví að beina sparnaði fólks beint til fyrirtækjanna: Sparifjár- eigendur, fyrirtækin og ríkissjóður. Við bætum lifskjörin mest þegar fyrir hendi ersem beinust leið frá sparifjáreigendum þangað í atvinnulífinu sem arðsemin er best. íslenskur sparnaður og bandarískur Það hefur verið sagt um Banda- ríkjamenn að þeir „nýti“ sparnað sinn öðrum þjóðum betur. Fáar þjóðir leggja minni hluta tekna sinna fyrir en Bandaríkjamenn, en sparnaður þeirra nemur 5—6% af ráðstöfunartekjum. Af því fé rennur þó stærri hluti en víðast annars staðar beint til atvinnu- lífsins, annaðhvort með kaupum á hlutabréfum, beinum framlögum til atvinnurekstrar (oft til eigin fyrir- tækja) eða með kaupum á skulda- bréfum fyrirtækja. Margt bendir til þess að hið gagn- stæða gildi um íslendinga. Sparnaður okkar er engan veginn lítill sem hlut- fall af þjóðartekjum og hefur löngum verið með því hæsta sem gerist meðal annarra þjóða. En óvíða rennur minni hluti þjóðhagslegs sparnaðar beint til atvinnulífsins. Vafalaust skilar veru- legur hluti nýs sparnaðar sér til fyrir- tækjanna fyrr eða síðar en oftast í gegnum sjóði eða banka. Hér er ekki verið að hafa á móti slíkum þjónustu- stofnunum sérstaklega. En við þær aðstæður sem íslendingar hafa búið síðustu áratugina hafa þær ekki gætt hagsmuna sparifjáreigenda sem skyldi og um leið hefur það kostað að peningarnir hafa ekki náð þangað í atvinnulífinu sem arðsemin er mest. Milliliðirnir hafa komið í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækjanna séu ábyrgir beint gagnvart eigendum fjárins og hafa þannig slævt það aðhald sem fæst þegar sparifjáreigandinn gætir sjálfur sinna eigin hagsmuna. Vaxtafrádráttur eða vægari skattlagning tekna í atvinnurekstri Skattlagning fyrirtækja á íslandi er með þeim hætti að öll fjármagnsgjöld eru frádráttarbær frá tekjum fyrir skatt. Skattlagning tekna í atvinnu- rekstri er hins vegar mikil og greiddur arður er ekki frádráttarbær nema að vissu marki. Afskriftareglur eru með þeim hætti að tekjuskattur vegna arð- bærrar fjárfestingar greiðist hér oftast fyrr en tíðkast víða annars staðar (flýtifyrning er ekki heimiluð nema í undantekningartilfellum). Hvað varðar hvatningu til að vinna, græða og bæta lífskjörin munar þó ef til vill mest um það að söluhagnaður eða gróði er skattlagður að fullu. í við- skiptalöndunum er söluhagnaður eða verðmætisaukning víðast skattlögð með lægra hlutfalli en aðrar tekjur enda augljóst að öðru vísi er hvatinn til að auka framleiðni og auka tekjur drepinn niður eða deyfður. Á þetta hefur verið lögð áhersla í framboðs- hliðarhagfræðinni en kjarni hennar er að fjarlægja skuli eða koma í veg fyrir allt sem dregið getur úr áhuga manna, kjarki eðaieldmóði, til að vinna og skajra verðmæti. Oþarft er að rekja hér ókosti hás lánsfjárhlutfalls í rekstri og kosti þess að búa við sterka eiginfjárstöðu og gildir það raunar jafnt um fjölskyldur sem fyrirtæki. Ekki verður þó annað sagt en að skattlagning fyrirtækja og sparnaðar einstaklinga sé öll á þann veg að hagkvæmara sé að skulda og tapa eða græða ekki mikið en treysta á eigið fé, mikinn hagnað og verðmæt- isaukningu. Engar tölur eru handbær- ar um það hve miklum tekjum ríkis- sjóður verður af vegna fjármagns- gjalda af lánum í atvinnurekstri. Par er um verulegar fjárhæðir að ræða. Þess vegna er mikið svigrúm fyrir hendi til að draga úr skattlagningu á tekjur af atvinnurekstri, hvort sem er hjá fyrirtækjunum sjálfum eða eig- endum. Lánsfjárhlutfall lækkar eftir því sem eiginfjárstaða fyrirtækjanna styrkist og við það minnkar tekjutap ríkissjóðs vegna vaxtakostnaðar af lánum. Frá þessari óheillavænlegu skuldastefnu sem innbyggð er í skatt- Iagningu á tekjur af atvinnurekstri hérlendis er þó ein undantekning en það eru lögin nr. 9 frá 1984 sem nefnd voru í fyrstu greininni í þessum flokki (Vísbending 23. apríl sl.) Efni: Sparnaður íslendinga ■ og skattlagning hans III Hvernig Belgar 1 fóru að 3 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi islensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.