Vísbending

Tölublað

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 3
VlSBLiNDlNG 3 Hvernig Belgarfóru að: Tvíþætt lagasetning til að örva hlutabréfaviðskipti Lögin frá 1982: „Monory“-hlutinn og Cooreman-hlutinn Efnahagsástand í Belgíu var ckki upp á marga fiskana á árinu 1981. Mikill halli var á opinberum rekstri og atvinnuleysi var mikið. Bæði nafnvextir og raunvextir voru háir, eins og raunar einnig í öðrum löndum, og atvinnufyrirtæki voru að slig- ast undan fjármagnskostnaði. Á árinu 1981 greip vinstrisinnuð stjórn í Belgíu, sem þá átti skammt eftir af kjörtímabilinu, til þess ráðs að auka mjög sölu ríkis- skuldabréfa á innlendum markaði. Við þetta hækkuðu vextir verulega og hluta- bréf í kauphöllinnii hríðféllu í verði. I byrjun desember 1981 er verið var að mynda stjórn þá sem kennd var við Martens V var vísitala hlutabréfaverðs í belgísku kauphöliinni litlu hærri en þann 15. júní 1981 er hún varð lægst, 74,3 (1974=100). Sé tekið tillit til verðbólgu frá 1974 kemur í ljós að raunvirði hluta- bréfa náði ekki helmingi af verðgildi hlutabréfa í árslok 1974. Við þessar að- stæður var ógerningur fyrir fyrirtækin að afla sér framtaksfjár með sölu hlutabréfa. Ávöxtunin sem þurfti að bjóða til að selja bréfin, eftir að tekið hafði verið tillit til skatta, var svo mikil að hún var langflestum fyrirtækjum um megn. Skömmu síðar urðu stjórnarskipti. Laust eftir miðjan ágústmánuð árið 1982 hafði vísitala hlutabréfaverðs í kauphöll- inni í Brussel hækkað um 90% frá því sem hún var lægst þann 15. júní 1981. Það sem olli þessum snöru umskiptum var að hluta batnandi efnahagsástand í umheiminum og heima fyrir og vaxandi útflutningur Belga, lækkandi vextir og aðhaldssamar efnahagsráðstafanir nýju ríkissjórnar- innar heima fyrir svo vænta mátti batn- andi afkomu fyrirtækja, en þyngst vógu þó ný lög sem sett voru um fjárfestingu í hlutabréfum og sölu hlutabréfa. Raunar var um tvíþætta lagasetningu að ræða, svokallaðan Monory-hluta, sem á sér hliðstæðu víða um lönd, t.d. í lögum nr. 9/1984 hér á landi, og Cooreman-lögin. Monory-hlutinn, en þau lög eru einnig kennd við ráðherrann sem einkum beitti sér fyrir því að þau náðu fram að ganga, de Clerck, tók gildi 9. mars 1982 en Cooreman-lögin öðluðust gildi þann 30. desember sama ár. Monory-lögin Lögin sem de Clerck beitti sér fyrir í Belgíu voru sniðin eftir Monory-lögunum frönsku sem tóku gildi í Frakklandi árið 1978. Tilgangur laganna og Cooreman- laganna sem komu í lok ársins var þrí- þættur. í fyrsta lagi að beina sparnaði almennings beint til fyrirtækjanna. Það var þannig gert hagkvæmt fyrir sparifjár- eigendur að kaupa hlutabréf og fyrirtækj- unum var gert kleift að afla sér framtaks- fjár á innlendum markaði. Síðari mark- miðin tvö voru almennara eðlis: að örva fjárfestingu belgískra fyrirtækja og að stuðla að styrkari fjárhagsstöðu fyrirtækj- anna ,með aukningu eigin fjár á kostnað lánsfjár. í belgísku Monory-lögunum fólst að á árunum 1982 til 1985 var skattgreið- endum heimilað að draga 40 þús. belgíska franka frá tekjum fyrir skatt hafi þeim verið varið til kaupa á hlutabréfum sem hlotið höfðu viðurkenningu stjórnvalda og að auki 10 þús. franka fyrir hvern heimilismann. Skattfrádráttur þessi er þó því aðeins óendurkræfur að hlutabréfin verði í eigu sama einstaklings í fimm ár. Með setningu þessara Iaga var ekki síst ætlun stjórnvalda að reyna að stuðla að hækkun hlutabréfaverðs í kauphöllinni til að fyrirtækjum yrði mögulegt að fara út á markaðinn og gefa út ný hlutabréf. Þetta tókst svo um munaði en raunar hafði belgíska stjórnin þegar um áramótin 1981/1982 gripið til aðgerða til að örva arðsemi í atvinnulífinu. Á árinu 1983 hækkaði hlutabréfaverð að jafnaði um 35% til viðbótar við hækkunina frá árs- lokum 1981. í árslok 1984 var vísitala hlutabréfaverðs (1974=100) í tæplega 180 stigum og hafði náð liðlega 230 í lok árs 1985. Cooreman-lögin Þótt Belgar séu á einu máli um að ár- angurinn af Monory-lögunum hafi verið mjög góður er talið að Cooreman-lögin hafi fengið enn meiru áorkað á belgískum fjármagnsmarkaði. Cooreman hafði raun- ar flutt frumvarp á þingi áárinu 1981 til að hvetja fyrirtæki til að afla sér framtaksfjár á innlendum markaði en það náði ekki fram að ganga þá. Markmið iaganna frá 1982 var sérstaklega að auka framtaksfé (eigið fé) fyrirtækja og einnig að örva stofnsetningu nýrra fyrirtækja og þau giltu aðeins árin 1982 og 1983. 1 lögunum vaf heimild til útgáfu nýrrar tegundar hluta- bréfa. Skattlagning þessara nýju hluta- bréfa var hagstæðari en áður hafði tíðkast, bæði fyrir fyrirtæki og fjárfestara, þegar ákveðnum skilyrðum var fullnægt. Þessi skattlagning gilti í 10 ár fyrir hlutabréf sem gefin voru út árið 1982 en í 9 ár fyrir hlutabréf sem gefin voru út árið 1983. Eigendur þessara hlutabréfa fa greiddán aukalegan arð, svonefndan „superdi- vidend". Greiðist „aukaarður" þessi með því fé sem fyrirtækjum sparast við það að ekki er lagður tekjuskattur á 13% tekna af hlutabréfaflokkum þessum. Áuk þess þarf ekki að greiða af þeim tvo að'ra skatta sem leggjast á almenn hlutabréf og skattur af arðgreiðslum fyrirtækja („withholding tax“) er 20% í stað 25% af almennum hlutabréfum. Árangurinn Markmið belgískra stjórnvalda var, eins og kom fram hér að framan, að beina sparifé landsmanna í hlutabréfaviðskipti 7. mai 1986

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.