Vísbending

Tölublað

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.05.1986, Blaðsíða 2
VISBBNPING 2 íslensku „Monory“lögin Lögin nr. 9/1984 um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfest- ingar manna í atvinnurekstri eiga sér hliðstæðu í mörgum nágrannaland- anna. Lög af þessu tagi, þ.e. sem heimila frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna hlutabréfakaupa, voru sett í Frakklandi árið 1978. Pau voru kennd við höfundinn, Monory, og hefur heitið Monory-lög oft fest við hliðstæð Iög sem sett hafa verið ann- ars staðar. Frádráttur frá skattskyld- um tekjum í íslensku lögunum getur verið vegna þrenns konar fjárfesting- ar í atvinnurekstri: A. Innborganir á stofnfjárreikninga eftir sérstökum skilyrðum. Ætlað einstaklingum er síðar hyggjast stofna til eigin atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar atvinnustarfsemi hér á landi. B. Kaup á hlutabréfum í félögum sem fullnægja ákveðnum skilyrð- um og framlög í starfsmannasjóði eftir nánari skilgreiningu laganna. Skilyrðin sem nefn eru í B eru eink- um þau að hluthafar félags séu a.m.k. 50 talsins, að hiutafé nái tilteknu lág- marki (kr. 5 milljónum árið 1984, ef til vill tæplega 8 milljónum króna á þessu ári), að engar hömlur séu lagðar á viðskipti með hlutabréf félagsins og ársreikningar þcss séu öllum aðgengi- legir. Ekki hafa verið birtar opinber- lega tölur um fjárfestingu manna í hlutabréfum þannig að skattfrádrátt- ar njóti. Pó er ljóst að talsverð aukn- ing varð á slíkri fjárfestingu milli ár- anna 1984 og 1985. Á árinu 1985 voru um 20 íslensk hlutafélög sem hlutu viðurkenningu ríkisskattstjóra til sölu á hlutabréfum með þessum hætti. Telja má þó að markaður fyrir hlutabréf um helmings þessara hluta- félaga hafi verið mjög lítill og vægi þeirra í viðskiptunum hverfandi. Að- eins munu hafa verið stofnaðir tveir starfsmannasjóðir innan ramma lag- anna, hjá Arnarflugi hf. og hjá Ála- fossi hf. Þá er í lögum nr. 9/1984 heimild til skattfrádráttar hjá einstaklingum vegna kaupa á hlutabréfum fjárfest- ingarfélaga sem sérstaklega eru mynduð til fjárfestingar í áhættufé at- vinnufyrirtækja, skuldabréfum eða annarri hliðstæðri fjármögnun slíkra fyrirtækja. í lögunum'eru |settar,allná- kvæmar reglur um það hvernig slík fjárfestingarfélög verji heildarfjár- magni sínu. Meginreglan er að 90% af‘ heildarfjármagni skuli varið til fjár- festingar í atvinnufyrirtækjum, þar af helmingur til fjárfestingar í hluta- bréfum. Frá setningu laganna á árinu 1984 mun ekkert slíkt fjárfestingar- félag hafa verið stofnað og árangur- inn af lagasetningunni því enginn enn sem komið er. Jafnframt er Ijóst að ríkissjóður hefur ekki orðið af mikl- um tekjum vegna skattfrádráttar ein- staklinga sem keypt hafa hlutabréf fyrirtækja sem uppfylla skilyrðin að ofan. Ekki árangur sem erfiði - ennþá Þótt núverandi stjórnvöld hafi sýnt vilja sinn í verki er þau beittu sér fyrir lagasetningu á Alþingi um skattfrá- drátt vegna fjárfestingar manna í at- vinnurekstri árið 1984 verður ekki sagt að tilætluðum árangri hafi verið náð. Þess vegna er brýn þörf á því að endurskoða lögin nr. 9 frá 1984 og hrinda öðru því í framkvæmd seiíi greitt gæti leið sparnaður beint til fyr- irtækjanna á formi áhættufjár. Lögin nr. 9/1984 hafa án efa orðið til að glæða eftirspurn eftir hlutabréfum en margvíslegir þættir hafa staðið í veg- inum fyrir því að viðskipti hafi aukist til muna. Áður en vikið er að fram- boðshliðinni, þ.e. vilja fyrirtækjanna til að selja hlutabréf, er rétt að nefna að raunvextir á skuldabréfamarkaði hafa verið afar háir á árunum 1984 og 1985. Oftast hefur verið nægt fram- boð af skuldabréfum með allt frá 7—18% vöxtum umfram verðbólgu. Þrátt fyrir lögin nr. 9/1984 hafa hlutabréf átt erfitt uppdráttar vegna þess að tekjur af skuldabréfum hafa engu að síður verið minna skattaðar sé tekið tillit til meiri áhættu sem fylgir hlutabréfum og framtaksfé. Jafnframt má ekki gleyma því að sölu- hagnaður eða verðmætisaukning, sem eru grunvöllur jafnt batnandi lífskjara sem aukinna hlutabréfaviðskipta, eru skattlögð með jaðarskatti viðkom- andi. Fá eða engin dæmi munu um svo harða skattlagningu söluhagnaðar í viðskiptalöndum okkar. Framboöshliöin Skýringanna á litlum viðskiptum með hlutabréf og hægum vexti þeirra hér þrátt fyrir mikla aukningu í flest- um samkeppnislöndum okkar er ekki síst að leita á framboðshliðinni. Vegna skattanna er hagkvæmara fyrir fyrirtæki að taka lán eða selja skulda- bréf en afla sér fjár með sölu hluta- bréfa. Einnig koma til þau áhrif sem tengjast atkvæðarétti núverandi hlutabréfa. Eigendur ýmissa hlutafé- laga vilja ekki verða af áhrifum sínum í rekstri fyrirtækisins en geta ekki eða vilja ekki kaupa ný hlutabréf til að viðhalda hlutföllum við hlutafjár- aukningu. í flestum Evrópulöndum er heimilt að selja hlutabréf án atkvæð- isréttar og erfitt er að átta sig á hvað mælir á móti því ef bæði núverandi hluthafar og kaupendur bréfa án at- kvæðisréttar eru sammála. í íslensku hlutafélagalögunum er ekki heimild til að gefa út hlutabréf án atkvæðis- réttar en slík bréf hafa átt vaxandi vinsældum að fagna á síðustu misser- um í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu og á Bretlandi og raunar víðar. Þau gefa af sér lítið eitt hærri arð en almenn hlutabréf til að bæta upp missi atkvæðisréttarins. Langþyngst vegur þó að vegna skatta er lántaka hagkvæmari en sala hlutabréfa. Til að skýra þetta ná- kvæmlega með raunverulegu dæmi er Jjallað í nokkrum smáatriðum um lagasetningu í Belgíu á árinu 1982 til að beina sparnaði landsmanna í fram- taksfé og gera fyrirtækjum kleift að fjármagna sig á innlendum markaði með sölu hlutabréfa. Belgar áttuðu sig á því að tvennt þurfti að koma til við þeirra aðstæður: Skattaleg hvatn- ing til einstaklinga eða sparifjáreig- enda með „Monory-lögum“ eins og lýst hefur verið hér að framan. Að auki þarf að koma til hvatning til fyr- irtækjanna til að þau séu reiðubúin til að setja á markaðinn ný hlutabréf. f Belgíu fólust slíkar aðgerðir í Coore- man-lögunum sem tóku gildi í des- ember 1982 (sjá nánar á bls. 3). Lík- legt er að sú útfærsla sem fólst í Cooreman-lögunum sé ekki næg hér á landi eða ekki hin rétta. En það virð- ist alveg Ijóst að brýn þörf er að breyta skattlagningu þannig að það verði hagkvæmara fyrir fyrirtæki að selja hlutabréf en taka lán. í slíkum breyt- ingum verður að taka tillit til þeirra ástæðna sem valdið hafa því að íslensk fyrirtæki hafa verið treg til að selja hlutafé á almennum markaði. Sparn- aðurinn er fyrir hendi en það þarf að gera fyrirtækjunum kleift að veita honum viðtöku og ávaxta hann með sambærilegum hætti og keypt væru hlutabréf erlendra fyrirtækja. 7. maí 1986

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.