Vísbending


Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 anna á almennum fjármagnsmarkaði. En með samkomulaginu sem þjóðirnar gerðu með sér var ákveðinni áhættu sem fylgir óstöðugum gjaldeyrismörkuðum eytt. Svissneski frankinn Pað sem kemur til með að hafa einna mest áhrif á gengi svissneska frankans á þessu ári er lakari efnahagsástand þar í landi en í helstu nágrannalöndunum. T.d. er búist við að hagvöxtur verði um 2,5% á móti rúmum 3% í Þýskalandi auk þess sem útlit er fyrir hærri verðbólgu þar í landi en í Þýskalandi. Vegna þessa m.a. þá er líklegt að töluvert fjármagn komi til með að streyma út úr landinu og veikja stöðu svissneska frankans. Gagnvart þýsku marki þá er meðaltalsspáin fyrir árið 0,83 sem reyndar er það sama og var 1. desember síðastliðinn. Með sterku aðhaldi í stjórnun peningamagns þar í landi er talið að mismunur á skammtíma vöxtum milli landanna komi til með að minnka. Þetta mun eiga sérstaklega við ef það reynist rétt sem margir sérfræðing- anna telja, að aukinn þrýstingurfráöðrum aðilum gjaldeyriskerfisins ásamt þeim þrýstingi sem Bandaríkin hafa beitt um alllanga hríð muni neyða Þýskaland til að lækka vexti á árinu. Franski frankinn Franski frankinn sem nýlega hefur fallið töluvert á alþjóðagjaldeyrismarkaði er talin muni halda áfram sömu þróun á nýja árinu. Þannig er spáin um gengi franska frankans gagnvart þýsku marki talin muni verða um 3,34 á árinu sem er 3,5% gengissig frá gengisskráningunni 1. desember. Það þýðir ennfremur að mynt- in muni fara út fyrir þau mörk sem henni hafa verið sett innan evrópska gjaldeyris- kerfisins og þannig muni þurfa að endur- skoða innbyrðis gengisskráningu myntar- innar gagnvart öðrum EMS myntum en það var einmitt gert í apríl síðastliðinn. Sumir sérfræðinganna telja að franski frankinn muni ekki rétta úr sér og styrkjast fyrr en eftir forsetakosningarnar snemma á næsta ári. Belgíski frankinn Staða belgíska frankans virðist vera mjög tvísýn eins og staða franska frankans og má fullvíst telja að endurskoðun muni reynast nauðsynleg á gengisskráningu myntarinnar gagnvart öðrum EMS mynt- um. Spáð er að gengi belgíska frankans muni verða að meðaltali 21,15 gagnvart þýsku marki en það er fyrir neðan nú- verandi mörk sem myntinni eru sett eða 20,89 gagnvart þýsku marki. Þetta gerist þrátt fyrir ágætt útlit í belgísku efnahags- lífi. Þannig er því spáð að hagvöxtur verði 3% samanborið við 2% á árinu 1986. Viðskiptajöfnuður er talinn muni verða hagstæður um 2% og auk þess er gert ráð fyrir lækkandi verðbólgu í landinu. Það sem er talið geta veikt stöðu frankans hvað mest er veik staða stjórnarinnar. Danska krónan Allt virðist benda til þess að gengi dönsku krónunnar muni lækka töluvert á næsta ári þótt mismunandi skoðanir séu á hver framvindan verður á árinu. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að föst gengis- skráning myntarinnar mun eiga undir höggi að sækja á árinu og eru háværar raddir uppi um að gengi dönsku krón- unnar verði fellt gagnvart öðrum EMS myntum. Talið er að danska krónan muni verða skráð að meðaltali um 3,90 gagn- vart þýsku marki. Það þýðir um 3% gengisfall frá því sem hún var nú í des- ember síðastliðinn. Helstu ástæður versn- andi gengis dönsku krónunnar eru taldar liggja í versnandi samkeppnisaðstöðu þarlendra fyrirtækja á erlendum mörkuð- um sem muni leiða til minnkandi útflutn- ings þar í landi. Minnkandi áhugi erlendra fjárfestinga aðila á dönskum ríkisskulda- bréfum mun einnig leiða til minnkandi eftirspurnar eftir dönsku krónunni og þar af leiðandi lækkandi gengis myntarinnar. Norsk króna Norska krónan er ein þeirra mynta sem mun væntanlega hagnast verulega á hækkun olíuverðs. Spár um gengi krón- unnar benda til þess að Tiún muni ekki breytast verulega gagnvart t.d. þýska markinu. Þó eru skoðanir mjög skiptar hvað þetta varðar eins og meðfylgjandi mynd sýnir glöggt. Dæmi um hversu skiptar skoðanir eru um gengisskránigu myntarinnar kemur fram m.a. í því að sumir telja að norska krónan verði skráð á um 3,57 eins og Banca della Svizzera Italiana á meðan t.d. Privatbanken telur að krónan verði skráð á um 4,15 gagnvart þýska markinu. Hér má líklegt telja að þróunin verði eins og meðaltalið segir til um þ.e.a.s. mjög litlar breytingar muni eiga sér stað. Einna helst má telja víst að ef olíuverð fer hækkandi þá muni stað norsku krónunnar verða sterkari en hér er gert ráð fyrir. Sænska krónan Að meðaltali þá er gengi sænsku krón- unnar spáð um rúmlega 1% gengissigi frá því sem var nú í lok síðasta árs. Þannig er því spáð að hún muni verða skráð á 3,53 gagnvart þýsku marki en hún var skráð á 3,49 í lok ársins 1986. Eins og myndir hér að neðan sýnir glöggt þá eru skoðanir um gengisþróun sænsku myntarinnar mjög skiptar. Bjartsýnastir virðast sérfræðingar Citibank sem spá að krónan hækki um 4% gagnvart helstu myntum á meðan þeir hjá Lloyds spá að myntin falii um 7% gagn- vart sömu myntum. Sænskur efnahagur hefur hagnast einna mest allra landa í Evrópu af mikilli lækkun olíuverðs sem átti sér stað á síðasta ári og árinu þar á undan auk hins mikla gengisfalls dollara á síðasta rúmu ári. Viðskiptajöfnuður landsins við útlönd er hagstæður vegna þessa og virðist flest benda til að svo muni verða áfram. Helstu orsök fyrir þessu gengissig má líklega rekja til þeirrar for- sendu að verðbólga í Svíþjóð mun líklega verða mun meiri en það sem gerist í við- skiptalöndum hennar. Það sem svo aftur vegur á móti þessu er gengisfall dollara en vægi hans vegur þannig á móti innlendum hækkunum. 7. janúar 1987

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.