Vísbending


Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 1.5 7. Janúar1987 Hagvöxtur mun veröa óbreyttur næstu 18 mánuöina OECD hvetur til samvinnu milli ríkja á alþjóðagjaldeyrismarkaði Hagfræðingar Efnahags og fram- farastofnunar Evrópu (OECD) telja í nýútkominni efnahagsspá að hag- vöxtur helstu iðnríkja heims muni verða sá sami eða svipaður á þessu ári og var á því ári sem nú er liðið. At- vinnuleysi er ekki talið að muni minnka að neinu ráði og að það verði í kringum 3% að meðaltali í öllum aðildarríkjunum en um 11% í aðildarríkjunum í Evrópu. Hagfræð- ingar benda þá á að lausn á þeim vandamálum sem brýnast sé að leysa verði best við komið með samvinnu ríkjanna. Þannig er nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að halda áfram að vinna að minnkun viðskiptahallans sem er við útlönd. Hins vegar, eins og bent hefur verið á hér í Vísbendingu áður, þá þarf að koma til betri samvinna milli Iandanna til þess að leiðrétta þann mikla vanda sem Bandaríkin eiga við að etja í þessum málum. f þessum efnum er því gjarnan haldið fram að óhagstæður viðskiptajöfnuð- ur sé alvarlegt vandamál og á sama tíma þá er það algeng skoðun að hag- stæður viðskiptajöfnuður sé ekki vandamál. Þetta er auðvitað alrangt því viðskiptahalli hjá einu landi hlítur að þýða að eitt eða fleiri lönd hafa viðskiptaafgang við það land og þar með sé þetta eitt og sama vandamálið en með tvær hliðar. Jafnvel þótt hag- fræðingar OECD séu ekki í hópi þeirra er hvetja til beinnar aukningar ríkisútgjalda í Vestur Þýskalandi og Japan til að örva framleiðslu og sér- Yfirlit um efnahagsspá OECD Hagvöxtur Breytingar frá íyrra ári, % 7985 J986 1987 J988 Bandarikin 2,7 2,75 3,0 3,0 Japan 4,5 2,25 2,75 3,25 Vestur Þýskaland 2,5 2,75 3,0 2,0 Evrópulönd OECD 2,5 2,5 2,5 OECDIöndalls 3,0 2,5 2,75 2,75 Verðbólga Bandaríkin 3,5 2,25 3,0 3,5 Japan 2,2 0,75 0,0 0,5 Vestur Þýskal. 2,1 -0,75 0,75 1,5 Evrópulönd OECD 6,2 3,75 3,5 OECDIöndalls 4,5 Atvinnuleysi 2.75 í% 3,0 3,0 Bandaríkin 7,2 7,0 6,75 6,5 Japan 2,6 2,25 3,25 3,25 Vestur Þýskal. 8,3 7,75 7,50 7,50 Evrópulönd OECD 10,9 11,00 11,00 11,00 OECD lönd alls 8,3 8,25 8,25 8,25 Viðskipatjöfnuður í miljörðum Bandaríkjadollara Bandarikin -117,7 -138 -136 -133 Japan 49,2 82 77 72 Vestur Þýskal. 13,2 32 26 21 Evrópulönd OECD 21,2 54,5 40 OECD lönd alls -57,5 -20 -34 -47 Heimild: OECD, Financial Times lega innlenda eftirspurn þá benda þeir á að viðkomandi lönd þurfa að gera meira en gert hefur verið til þess að efla ákveðna innlenda efnahags- þætti í löndunum. Alþjóðagjaldeyris- markaður hefur undanfarið endur- speglað þetta vandamál og sést það m.a. á því að gengi mynta þeirra landa sem hafa hagstæðastan viðskipta- jöfnuð hefur hækkað frá því í byrjun árs 1985 s.b.r. yen og þýskt mark en viðskiptajöfnuður þeirra Ianda er lang hagstæðastur. Á sama tíma hefur t.d. gengi Bandaríkjadollara lækkað stöðugt en viðskiptajöfnuður Banda- ríkjanna er mjög óhagstæður. Þar með má segja að ákveðin leiðrétt- ingaröfl hafa verið að verki á gjald- eyrismarkaði við að leiðrétta þennan vanda. Það má Ijóst vera að rót- tækar breytingar til lausnar þessum vanda eru ekki fyrirsjáanlegar í nán- ustu framtíð. Jöfnuð í alþjóðavið- skiptum er eflaust ekki hægt að ná fyrr en eftir nokkuð langan tíma, jafnvel nokkur ár. Það þýðir aftur á móti að hættan á tilraunum til þess að koma á ýmis konar viðskiptahöftum verði að veruleika vegna tímans sem það tekur að leiðrétta vandann. I löndum Evr- ópu, eins og Vestur- Þýskalandi og Bretlandi, liggur hættan fyrst og fremst í miklu atvinnuleysi sem hrjáir þarlend efnahagskerfi. Þegar mikið er um atvinnuleysi þá heyrast gjarnan Framhald á bls 4 Efni: Efnahagsspá OECD fyrir 1987: 1 Gjaldeyrismarkaður: 2 Spár um gengisþróun helstu mynta Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi islensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.