Vísbending


Vísbending - 25.02.1987, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.02.1987, Blaðsíða 1
VÍSBRNDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 8.5 25. FEBRÚAR1987 Gjaldeyrismarkaður Þróun á gjaldeyrismarkaöi Viðskiptajöfnuður helstu iðnríkja hagstæður Helstu ástæður hins mikla óstöðug- leika sem ríkt hefur á alþjóðagjald- eyrismörkuðum undanfarið eru í reynd mjög margvíslegar. Meðal atriða sem skipta verulegu máli þegar staða einstakra mynta er skoðuð er auðvitað viðskiptastaða viðkomandi landa gagnvart öðrum löndum. Tafl- an hér á síðunni sýnir einmitt við- skiptajöfnuð helstu iðnríkjaárin 1984 og 1985 ásamt stöðunni á þremur síð- ustu ársfjórðungum. Eins og kemur fram í töflunni þá hefur samanlögð staða viðskiptajafn- aðar þessara ríkja batnað allverulega og er nú reyndar hagstæð í fyrsta sinn frá árinu 1984 a.m.k. Þó má segja að þessi staðreynd breyti litlu þegar kemur að því að skoða nánar innri stöðu ríkjanna sem auðvitað skiptir meginmáli hvað varðar þær væringar sem verið hafa á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum. Þannig var viðskiptajöfn- uður Bandaríkjanna óhagstæður um 107 miljarða Bandaríkjadollara árið 1984 og 118 miljarða árið 1985. Á síðasta ári hefur verið áætlað að við- skiptajöfnuður landsins verði óhag- stæður um 170 miljarða Bandaríkja- dollara. Á sama tíma hefur t.d. við- skiptajöfnuður Japana verið hagstæð- ur. Árið 1984 var hann hagstæður um 35 og 1985 um 49 miljarða. Áætlanir fyrir 1986 benda til þess að hann verði hagstæðari en nokkru sinni fyrr eða OECD lönd Kanada 3 -2 Frakkland -1 1 Pýskaland 7 14 Ítalía -3 -4 Japan 35 49 Bretland 1 4 Bandaríkin -107 -118 Helstu iðnríki -65 -56 Önnur OECD lönd -2 -3 OECD samtals -67 -59 um 82 miljarða dollara. Það sama má segja að gildi um t.d. Þýskaland. Fjármagnsflæði á síðasta ári ein- kenndist mjög mikið af aukinni fjár- festingu í verðbréfum innan Banda- ríkjanna og þá ekki hvað síst frá öðrum aðilum en Bandaríkjamönnum sjálfum. Fjármagnsflæði vegna fjár- festinga Japana á verðbréfum í Bandaríkjunum jókst t.a.m. verulega. Segja má að tvennt hafi komið til; í fyrsta lagi væntingar um að vextir í Bandaríkjunum færu lækkandi og í öðru lagi væntingar um að verð á vaxtabréfum í Bandaríkjunum færu hækkandi. I öðrum löndum eins og Þýskalandi einkenndist fjármagns- flæði bankakerfisins af mjög mikilli aukningu útlána og þá sérstaklega á fyrstu þremur ársfjórðungum 1986 sem svarar til um 13 miljarða Banda- ríkjadollara samkvæmt nýútkominni ársfjórðungsskýrslu enska seðlabank- ans. Á móti þessu þá varð á sama tíma verulega aukning innlána hjá þýskum bönkum og þá sérstaklega vegna fjár- festinga í verðbréfum, líkt og varð í Bandaríkjunum. Samtals nam þessi innlánsaukning 16 miljörðum dollara í Þýskalandi. Gengi helstu mynta á nýbyrjuðu ári á alþjóðagjaldeyrismörkuðum Sú þróun sem átti sér stað allt síðastliðið ár á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum, þ.e. lækkun gengis Bandaríkjadollara gagnvart helstu myntum meginlands Evrópu auk jap- -1 -1 -2 -1 -3 - -1 1 - -2 4 4 8 8 11 2 -1 -2 - -3 13 15 15 22 26 1 1 1 1 -1 -28 -34 -34 -34 -36 -9 -15 -13 -4 2 - -1 - -2 4 -9 -16 -13 -2 6 anska yensins, hefur það sem af er þessu ári haldið áfram. Meðfylgjandi myndir sýna gengi dollara gagnvart þýsku marki og japönsku yeni eins og það var skráð hjá Seðlabanka íslands og birtist vikulega í Vísbendingu og svo eins og gengisskráningin birtist í Wall Street Journal fyrir sömu daga en sú skráning er fengin á gjald- eyrismörkuðunum í New York auk þess er líka gengi dollara miðað við pund eins og það var skráð hjá sömu aðilum fyrir sama tímabil. Eins og myndirnar bera glöggt með sér hefur dollarinn haldið áfram að síga gagn- vart þessum myntum það sem af er árinu. Frá því í byrjun ársins þá hefur dollarinn lækkað um tæp 5% gagnvart þýsku marki ef miðað er við fyrsta dag ársins sem gengið var skráð og þann síðasta sem hér er sýndur. Gagnvart hinum myntunum sem hér eru sýndar þá hefur dollarinn lækkað aðeins minna gagnvart þeim eða um 2.3% gagnvart pundi og tæp 2,7% gagnvart japönsku yeni. Ástæða þess að fall dollarans hefur verið minna gagnvart pundi og yeni en gagnvart marki eru ýmsar. Hér er vert að minnast á það að eflaust gætir enn nokkurra áhrifa frá fundi og sam- komulagi Bakers og Miyazawa, fjár- málaráðherrum Bandaríkjanna og Japans, frá því í haust sem leið en þá gerðu þjóðirnar með sér samkomulag sem miðaði að stöðugri gengisskrán- Efni; Gjaldeyrismarkaður: Óvíst hvort jafnvægi náist 1 Olíumarkaðurinn 2 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Fylgirit: Febrúar 1987 Viðskiptajöfnuður í helstu iðnríkjum 1984 1985 1985 1986 3.ársfj. 4.ársfj. I.ársfj. 2.ársfj. 3.ársfj. Heimild: Englandsbanki

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.