Vísbending


Vísbending - 25.11.1987, Síða 1

Vísbending - 25.11.1987, Síða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 37.5 25. NÓVEMBER 1987 Gengismál Fastgengisstefna kallar á nýja aðlögun að breyttum ytri aðstæðum Evrópska gjaldeyriskerfið Lækkun dollaragengis undanfarn- ar vikur hefur eðlilega komið nokkru róti á gjaldeyrisviðskiptin í heiminum og jafnvel ýtt undir getgátur um að evrópuríkin átta, sem mynda Evr- ópska gjaldeyriskerfið, kunni áður en langt um líður að stokka upp gengi mynta sinna hvert gagnvart öðru. Almennt er talið að gengi ítölsku lír- unnar, dönsku krónunnar, franska og belgíska frankans standi höllum fæti, en v-þýska markið og hollenska gyll- inin standi aftur betur að vígi. Nú þegar er verðbólguhraðinn meiri í Danmörku, Ítalíu og Frakklandi en t.d. í V-Þýskalandi og Hollandi, sem raskar samkeppnisstöðu landanna að öðru óbreyttu. Evrópska gjaldeyriskerfið, EMS, byggir á samkomulagi átta ríkja inn- an Evrópubandalagsins um að breyt- ingar á gengi myntanna megi ekki verða meiri en 2.25% upp eða niður frá viðmiðunargengi. Gengi ítölsku lírunnar má þó sveiflast upp og niður um 6%. Enn sem komið er eru Bretar utan þessa kerfis, en þess er vænst að þeir telji sér hag í því að slást í hópinn fyrr en seinna til að njóta betur þess stöðugleika sem svona gjaldeyrissamvinna býður upp á. Uppstokkun af því tagi sem sumir þykjast nú sjá fyrir er ekki talin fela í sér neinar stökkbreytingar, eða á bil- inu 1- 3%, til eða frá, og í þau til- tölulega fáu skipti sem slíkt hefur gerst hafa breytingar verið fremur litlar. EMS kerfið virðist þannig hafa fest sig bærilega í sessi og upp að vissu marki hefur viðmiðun við eina mynt innan kerfisins jafngilt viðmið- un við aðra. Samvinna evrópuríkjanna átta í gjaldeyrismálum undirstrikar fyrst og fremst hversu mikilvægan þau telja stöðugleika í gengismálum vera fyrir efnahagslíf landanna. En stöðugt gengi þýðir jafnframt að efnahags- stefna ríkjanna verður að vera vel samræmd. Það gengi ekki til lengdar fyrir eitt aðildarríkið að halda uppi þenslusamri peningamála- eða ríkis- fjármálastefnu. Og það gengi ekki heldur að semja um hærri laun en verðmætasköpun gefur tilefni til. Annars stæðu þjóðir frammi fyrir viðskiptahalla, erlendri skuldasöfnun og verðbólgu, sem veikja sam- keppnisstöðuna og draga úr hagvexti og lífskjörum þegar til lengri tíma er Iitið. Stöðugt gengi er þannig í aðra röndina tæki til að veita efnahags- starfseminni visst aðhald. Fastgengisstefnan á íslancH Á íslandi hafa stjórnvöld um nokkurra ára skeið lýst því yfir að þau stefndu að því að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta gekk brösuglega framan af, því þrátt fyrir yfirlýsingarnar seig krónan eitthvað þegar raungengið reyndist vera orðið hátt og viðskiptahallinn hættulega mikill. Frá ársbyrjun 1987 hefur hins vegar tekist að halda gengi krónunn- ar stöðugu án þess að viðskiptin við útlönd hafi versnað verulega, þrátt fyrir rúmlega 20% verðbólgu og lækkandi gengi dollars. Þetta hefur ullariðnaðurinn, sem selur mest í dollurum, fengið að kenna á, en fisk- iðnaðurinn síður vegna þess hve verðhækkun á fiski í Bandaríkjunum hefur verið mikil. í ljósi væntanlega versnandi ytri skilyrða er það því ekki fyrr en á næstu mánuðum sem fer virkilega að reyna á fastgengis- stefnu stjórnvalda og jafnframt á það hvort slíkar stefnuyfirlýsingar muni reynast trúverðugar í framtíðinni. Með fastgengisstefnu sinni hafa stjórnvöld viljað láta það berast til aðila vinnumarkaðarins að þeir semji um laun sem taki mið af þeim skil- yrðum sem fast gengi setur þeim. Þetta er ekki svo erfitt þegar ytri að- stæður eru hagstæðar útflutnings- greinum, en verður vandasamt þegar t.d. gengi gjaldmiðilsins í Iandi kaup- andans fellur. Aðlögun að lakari aðstæðum ererf- ið af ýmsum ástæðum. Fyrirtæki hafa t.d. vanist því að kostnaðarhækkun- um væri mætt með gengislækkunum þegar illa áraði og til raunir til sveiflu- jöfnunar í sjávarútvegi hafa verið á vegum stjórnvalda en ekki fyrirtækj- anna sjálfra. Þau eru þess vegna ekki eins viðbúin samdrætti og þau gætu verið. Það kann þó að vera ekki síður mikilvægt í þessu sambandi, að laun taka ekki nægilega mikið mið af af- komusveiflum fyrirtækja. Laun hækka gjarnan þegar vel árar, en lækka ekki þegar illa gengur nema hugsanlega óbeint vegna þess að verðlag hækkar meira en launin. í Vísbendingu sem út kom þann 7. okt- óber reifaði dr. Guðmundur Magnús- son hugmyndir um hlutaskipti þar sem laun taka mið af afkomu fyrir- tækja og á síðu 4 í þessu blaði gerir dr. Þorvaldur Gylfason grein fyrir sínum skoðununi á þessu sviði. Báðar eru greinarnar framlag til umræðu um aðlögunarvanda íslenskra fyrirtækja sem brýnt er að taka á. FG ,. . . _ . : Efni: Gengismál: Fastgengisstefna kallará nýja aðlögun að breyttum ytri aðstæðum 1 Um hlutverk nytja- heimspeki i viðskiptum og öðrum atvinnugreinum 2-3 Skipulagsvandinn á vinnumarkaðnum 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.