Vísbending - 25.11.1987, Síða 2
VISBBNPING
2
Mikael M Karlsson dósent
Um hlutverk nytjaheimspeki í viðskiptum og öðrum atvinnugreinum
Leit frú Dúgan
Fyrir nokkrum árum birti banda-
rískt tímarit skopteikningu, sem síðan
hefur farið víða. Hún sýnir hóp
áhyggjufullra viðskiptajöfra um-
hverfis fundarborð. Einn þeirra er að
ræða við ritara sinn um kallkerfið:
“Frú Dúgan,“ segir hann, “viltu gjöra
svo vel að senda inn einhvern sem
þekkir muninn á réttu og röngu.“
Þessi skopteikning minnir á til-
hneigingu sem er rík í samfélaginu í
dag. Fólk í ýmsum atvinnugreinum:
fjölmiðlun, kennslu, heilbrigðisþjón-
ustu, lögfræði, stjórnmálum, og ekki
sízt í viðskiptum, gerir sér í vaxandi
mæli grein fyrir siðferðilegum vanda-
málum, sem ýmist eru beinlínis
sprottin af starfi þess, eða tengjast at-
vinnu þess á annan hátt. Það gerir sér
líka grein fyrir að oft nægir hvorki
starfsþjálfun né reynsla í starfi til þess
að takast á við slík vandamál. Þessu
fylgir sú óskhyggja að það hljóti að
vera til sérfræðingar sem geti leyst
þessi vandamál, ef okkar kæra frú
Dúgan gæti fest á þeim hendur. Þessar
tilfinningar verða hér eftir kenndar
við frú Dúgan og nefndar einu nafni:
“duld frú Dúgan“.
Nok'krir heimspekingar sem eink-
um starfa við bandaríska háskóla hafa
brugðist við duld frú Dúgan með því
að skapa nýtt fræðasvið, sem má kalla
“hagnýtta (ekki hagnýta) heimspeki“
eða “nytjaheimspeki" (applied philo-
sophy). Þótt kerfisbundnar rann-
sóknir siðferðilegra vandamála - sið-
fræði - hafi auðvitað um langan aldur
verið í verkahring heimspekinga, þá
hafa þær rannsóknir verið fræðilegar
og sértækar, en ekki bundnar tilteknu
sviði siðferðilegra spurninga. Nytja-
heimspeki fæst nær eingöngu við sið-
ferðileg vandamál, sem upp koma í
tengslum við ákveðnar starfsgreinar -
þess vegna mætti jafnvel kalla hana
“hagnýtta siðfræði" (applied ethics) -
og eins og nafnið bendir til, er þess
vænzt, að hún sé jarðbundin fremur
en fræðileg. Helztu undirgreinar
nytjaheimspeki í dag eru siðfræði
heiíbrigðisstétta og viðskiptasiðfræði.
Fyrir aðeins tuttugu árum var
nytjaheimspeki ekki til sem sjálfstæð
grein, og flestir heimspekingar litu
hana hornauga. Nú er þetta breytt,
a.m.k. í Bandaríkjunum þar sem
kennd eru hundruð námskeiða í
nytjaheimspeki, tugir kennslubóka í
greininni hafa birzt, og hún er í örum
vexti.
Einn háskóli í Bandaríkjunum,
Bovvling Green State University í
Ohio, hefur um árabil útskrifað fólk
með meistarapróf í nytjaheimspcki,
og undirbýr nú doktorsnám í grein-
inni. Meisturunum hefur verið tekið
opnum örmum: 68% þeirra hafa
fengið atvinnu í beinum tengslum við
sérgrein sína í nytjaheimspeki.
Svo virðist því sem frú Dúgan hafi
til einhverra að leita, a.m.k. vestan
hafs. Nytjaheimspeki er þó alls ekki
einskorðuð við Bandaríkin. Hún virð-
ist óðfluga hasla sér völl víða um
heirn, sérstaklega á Norðurlöndum,
þar sem sérfræðingadella er alls ráð-
andi.
Grunurog efi
Gagnstætt duld frú Dúgan finnst
mörgum - jafnvel þeim sem eru haldn-
ir duldinni - að siðferðileg vandamál
séu ekki, og geti aldrei verið, á sviði
sérfræðinga. Er í raun til sá maður, að
hann sé þess umkominn að fella dóma
um rétt og rangt? Eru til nothæfar
aðferðir til að leysa siðferðileg
vandamál? Eru til rétt svör við spurn-
ingum sem varða siðfræði? Fólk grun-
ar, og það með réttu, að siðgæðis-
“sérfræðingurinn" sé einfaldlega ein-
staklingur sem predilti eigin smekk og
fordóma sem staðfest fræði: Dæmin
sem fólk hefur í huga eru skinhelgir
ritskoðarar, trúboðar sem heimta að
suðurhafseyjaskeggjar klæðist nær-
buxum, o.fl. þessháttar. Þessar til-
finningar má kalla “trúboðahræðsl-
una“. Hún leiðir til þeirrar niður-
stöðu að nytjaheimspeki sé byggð á
fölskum forsendum og kunni að vera
skaðleg.
Aðrar og lærðari efasemdir koma
frá hefðbundnum háskólaheimspek-
ingum, sem draga í efa að heimspeki
geti nokkurn tíma orðið nytjagrein:
Þetta má kalla “kveinstafi hreinrækt-
uðu heimspekinganna“ eða “kúrist-
anna“. Röksemdafærslan til stuðn-
ings þessari skoðun er of fjölþætt og
flókin til þess að henni verði gerð
ýtarleg skil í þessu greinarkorni; en ég
tel það ómaksins vert að rekja hugs-
unarferli sent rennir stoðum undir
efasemdir af þeim toga.
Þegar menn þekkja til fræðigreinar
á einhverju ákveðnu sviði og standa
andspænis vanda sem tengist því, þá
er þeim eðlilegt að leita ráða og hjálp-
ar hjá iðkendum þeirrar greinar.
Þannig er eðlilegt að stjórnmálamenn
leiti ráða hjá hagfræðingum þegar
þeir eiga við efnahagsvanda að stríða,
að framleiðendur málningarvöru leiti
ráða hjá efnafræðingum, kennarar
leiti til kennslufræðinga, og fram-
kvæmdastjórar sem standa andspænis
siðferðilegum vanda í fyrirtækinu leiti
til siðfræðinga (þótt það sé reyndar
nýtilkomiðl).
Því miður eru margar fræðigreinar
illa í stakk búnar til þess að gefa ráð í
þeirri merkingu að beitt sé traustum
fræðilegum skilningi við lausn vand-
ans. Við skulum nú skoða nánar hvers
vegna, og að hvaða leyti, þessu er svo
farið.
Sérhver “hrein" fræðigrein leitar
skilnings á viðfangsefni sínu með því
að finna því stað í kenningu. Kenning,
í þessum skilningi, er kerfi hugtaka,
röksemda og ályktana, sem gerir
okkur klejft að útskýra ákveðið svið
fyrirbæra.
Sumar kenningar eru - í yfirfærðri
merkingu - “háfleygar" (specula-
tive), sem þýðir að af einhverjum
ástæðum eru þær ekki nægilega stað-
festar eða felldar að öðrum sviðum
mannlegrar þekkingar og skilnings til
þess að teljast traustar eða vel grund-
aðar (grounded). Háfleygar eða
ótraustar kenningar geta öðlazt
traust; en hitt er algengara, að þær
hafi einhverja þá smíðisgalla, sem
valda því að þær öðlazt aldrei sess
traustra kenninga.
Þegar við höfum fundið einhverju
fyrirbæri stað innan traustrar kenn-
ingar segjumst við með réttu skilja
það vísindalegum skilningi. Þeim
skilningi getum við svo, ef til vill, beitt
við lausn hagnýtra vandamála. Þá
tölum við með réttu um nytjavísindi.
Allar greinar nytjavísinda grundvall-
ast á fræðilegum eða “hreinum"
greinum, sem státa af traustum kenn-
ingum.
En ekki geta allar fræðigreinar
státað af traustum kenningum. í raun-
vísundum eru margar kenningar há-
fleygar (og því ótraustar), en í heim-
speki flestallar. Siðfræðin er þar engin
undantekning. En sama máli gegnir til
dæmis um uppeldisfræði, hagfræði, og
næringarfræði sem “hreinar“ fræði-
greinar. Samt vilja kennarar fá að vita
hvernig þeir eigi að kenna, stjórn-
málamenn hvernig þeir eigi að auka
hagvöxtinn, og almenningur hvort
hann eigi að taka lýsi. Vegna mikillar
eftirspurnar er því freistandi að beita