Vísbending


Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 2
VISBliNl )ING 2 Þróun raunvaxta á íslandi 1986 - 1987 -bankar og sparisjóöir- Óverötryggö Verötryggö skuldabr. skuldabr. \ '86 9,2 5,0 II 4,5 5,0 III 2,6 5,0 IV 0,9 5,7 Allt árlö 4,3 5,2 I '87 -1,2 6,4 II 3,0 6,8 III 10,3 8,2 IV 6,3 9,3 Allt áríö 4,7 7,7 Heimild: Seðlabanki Islands áhyggjur af þessu þegar mikil sam- keppni er fyrir hendi, en óhætt er að fullyrða að hún er mikil í lána- starfsemi um þessar mundir. ígrip stjórnvalda í vaxtaákvarðanir af þessari ástæðu væri þess vegna ekki á rökum reist. Síðari varnaglinn á að tryggja að raunvextir verði ekki of háir og eiga vextir í helstu viðskiptalöndum að vera til marks um hvað óhætt sé að fara langt upp. Pað kemur raunar fram í könnun Seðlabankans um raunvexti hér og annars staðar að raunvextir hér eru ekki ósvipaðir því sem gerist erlendis þegar á heildina er litið. ígrip á grundvelli þessara laga er þess vegna ekki þörf. En gallinn er sá, að á bak við laga- setninguna býr mikill misskilningur um eðli vaxta. Á frjálsum fjármagnsmarkaði ákvarðast vextir af framboði og eftirspurn, líkt og verð á vöru og þjónustu. Þegar eftirspurn eftir til- tekinni vöru eykst, þá hækkar verð hennar að öðru óbreyttu. Verð- hækkunin setur síðan í gang meiri framleiðslu á vörunni, þar eð hún verður arðvænlegri en áður, en meiri framleiðsla leiðir síðar til verðlækkunar að öðru óbreyttu. Ef stjórnvöld tækju sig til og bönnuðu verðhækkun væru þau um leið að ýta undir skort á vörunni og loka fyrir möguleika á verðlækkun sem kæmi af sjálfu sérsíðar meir. Verð á frjálsum markaði gegnir þannig ákveðnu hlutverki, er nokkurs kon- ar vegvísir sem leiðbeinir aðilum markaðarins í átt að jafnvægi. Það sama gildir um fjármagnsmarkað. Við getum sett fjármagn eða sparifé í stað tiltekinnar vöru, og vexti í stað verðs vörunnar og sama lögmál myndi gilda. Raunvextir hér á landi endurspegla einungis ríkjandi markaðsástand og eru nauðsynlegur vegvísir til að koma á jafnvægi án tillits til þess hverjir raunvextir eru erlendis. Af hverju háir raunvextir? Þegar verðbólga snarlækkaði árið 1983 hækkuðu raunvextir til muna, og í kjölfar takmarkaðs vaxtafrelsis árið 1984 og síðan nær fulls vaxta- frelsis árið 1986 hafa raunvextir hald- ist jákvæðir. Sparnaður á þessu tímabili hefur aukist mikið og frá byrjun ársins 1985 og til skamms tíma hafa innlán bankastofnana aukist mun meira en útlán. Þetta er einmitt það sem búast má við að öðru óbreyttu, þegar raunvextir eru háir. Háir raunvextir laða fram sparnað, þ.e. auka framboð á spari- fé og letja fólk til að taka fé að láni, þ.e. draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Og eftir áralanga vaxtastýringu er ekki óeðlilegt að það taki dálítinn tíma fyrir markaðinn að jafna sig. Svipað hefur gerst í öðrum Iöndum, sem hafa aukið frjálsræði á fjár- magnsmarkaði á undanförnum árum, t.d í Ástralíu þar sem raun- vextir eru 9.3% og á Nýja Sjálandi þar sem raunvextir eru 17.4%. Þar að auki má jafnan búast við tiltölu- lega háum raunvöxtum í löndum sem búa við verðbólgu og viðskipta- halla, sem eru einkenni þenslu- ástands. Á frjálsum fjármagns- markaði eru háir raunvextir afleið- ing þenslunnar og eru til þess fallnir að stuðla að jafnvægi í þessum löndum. En nú bregður svo við að frá því í ágúst á síðasta ári hafa útlán aukist meira en innlán, þrátt fyrir áfram- Raunávöxtun helstu útlána banka og sparisjóöa (meðaltal) á síðasta ársfjórðungi 1987 % Almennir víxlar (60 d.) 8,1 Hlaupareikningar (90% nýting) 11,1 Almenn skuldabréf (2 gjaldd.) 6,3 Verðtryggð skuldabréf 9,3 60 daga viösk. víxlar 11,8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.