Vísbending


Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Útlánaflokkun innlánsstofnana hækkun á seinustu 12 mánuðum Okt. 1986 % Okt. 1987 % Landbúnaður 26,6 23,9 Sjávarútvegur -12,1 53,2 Iðnaður 34,3 34,9 Verslun 24,1 39,8 Ibúðalán 20,6 29,7 Önnur lán 45,7 66,6 Heimild: Seölabanki Islands haldandi hækkun á raunvöxtum. Þetta þýðir þó ekki að innlán hafi lækkað að raungildi því á meðan lánskjaravísitala hækkaði um 22.3% frá nóvember 1986 til nóvember 1987 þá jukust innlán í bönkum og sparisjóðum um 34.4% og með áætluðum vöxtum um 37%. En útlánin jukust hins vegar um 44.2% á sama tíma. Þessi aukna lánsfjáreftirspurn getur út af fyrir sig bent til þess að vextir séu nú síst of háir þótt háir séu. En hvað veldur? Þjóðartekjur hafa aukist afar mikið á undanförnum árum og við það eykst framkvæmdagleði og bjartsýni um framtíðina. Einstak- lingar og fyrirtæki hljóta að sjá fram á væna tíð og góða arðsemi af fjár- festingum sínum, sem eiga að standa undir þessum háu vöxtum. Þó er einnig hugsanlegt að lántak- endur vænti þess að stjórnvöld komi þeim til hjálpar með einhverjum hætti ef illa fer, t.d. með gengisfell- ingu eða íhlutun um vexti. í þessu sambandi er athyglisvert að útlána- aukningin síðustu mánuði er mest í sjávarútvegi, en mikið hafði dregið úr lánum þangað árið 1986 og á fyrri hluta ársins 1987, eða á þeim tíma sem best gekk í þessari atvinnu- grein. En nú virðist sem fyrirtækin fleyti sér yfir þá erfiðleika sem felast í lágu gengi dollara og háum launa- kostnaði með því að taka lán. í annan stað eru stjórnvöld sjálf stór eftirspurnaraðili á markaðinum fyrir lánsfé og eiga eflaust með þeim hætti talsverðan þátt í því að vextir eru nú háir. Þar að auki er viðbúið að þegar vextir eru niðurgreiddir á tilteknum hluta markaðarins, eins og nú háttar með húsnæðislán, þá ýti það upp vöxtum annars staðar. Þessi lán hafa stóraukist á s.l. ári og lánsloforð hafa án efa ýtt undir fjárfestingar í húsnæði og leitt til meiri eftirspurnar í lánastofnunum eftir lánsfé heldur en ella hefði orðið. Dr. Guðmundur Magnússon Hagvöxtur, framleiðni og fiskstofnar Allmiklar umræður urðu nýlega um framleiðni í kjölfar skýrslu Iðn- tæknistofnunar um það efni. Mig langar í þessu sambandi að vekja athygli á nokkrum niðurstöðum úr nýlegri doktorsritgerð Guðmundar Amar Gunnarssonar sem fjallar um hagvöxt á íslandi 1910- 1980 (1). Við mat á hagvexti og framleiðm er yfirleitt eingöngu reiknað með vinnuafli og fjármagni sem fram- leiðsluþáttum en náttúruauðlindum eins og fiskstofnum sleppt. í nefndri ritgerð er hins vegar tekið tillit til fiskstofna á skilmerkilegri hátt en áður hefur verið gert. Hlutdeild launa og ágóöa Áður en vikið verður að útreikn- ingum á framleiðni er fróðlegt að skoða hver hlutdeild launa og ágóða var 1945-1980 samkvæmt þeim töl- um sem höfundurinn tók saman. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu er hlutdeild launa í verðmæti framleiðslunnar á þessu tímabili u.þ.b. 60%. Hún lækkar 1950-1965, en fer síðan aftur hækkandi. Reynd- ar er þessi hlutdeild lægri en hlið- stæðar tölur sem ég hef séð í nálæg- um löndum, sem gæti verið athug- unarefni út af fyrir sig. Kostnaður og framleiðni Það kemur í ljós (og ekki á óvart) að fiskstofnarnir hafa áhrif á fram- leiðslu og þar með framleiðni í öll- um greinum þjóðfélagsins. Leið- réttingin miðað við að sleppa þeim úr dæminu er að vísu ekki mikil í heild en veruleg í einstökum grein- um á einstökum tímabilum. Framleiðnin er skoðuð frá kostn- aðarhliðinni, þ.e. athugað er hve mikið framleiðnin hefur lækkað ein- ingarkostnaðinn. Á tímabilinu 1946-1980 jókst einingarkostnaður um 17,3% að jafnaði á ári í þjóð- félaginu í heild. Þessari tölu má skipta í 14,7% vegna hækkunar launakostnaðar og 4,6% vegna hækkun fjármagnskostnaðar. Tækniframfarir lækkuðu þáttakostn- aðinn um 2% á ári að jafnaði. Hlut- fallslega verður þá hlutur launa- hækkana 1956- 1980 um 85%, fjár- magns 26%, en framleiðnivöxtur lækkar kostnaðinn um 11%. Á þcssu sama tímabili jókst fram- leiðslan um 4,6% að jafnaði á ári. 1,2% á ári má rekja til aukningar vinnuafls og 1.4% til aukningar fjármagns. Skerfur heildarl'ram- leiðni nam því 2,0%. Heildarfram- leiðni er skilgreind sem hlutfallið á milli framleiðslu á föstu verðlagi og vegins meðaltals framleiðsluþátta. Vinnuaflssparandi tækni Framlag tækninnar reyndist vera vinnuaflssparandi í öllum greinum að tiltölu við fjármagn. Ef tekið er

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.