Vísbending


Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.01.1988, Blaðsíða 4
V1SBEND1NC3 4 tillit til fiskstofna lækkar reyndar framleiönin í fiskveiðum og vernd- uðum greinum en hækkar í fisk- vinnslu. Aftur á móti hafa fiskstofn- arnir ekki áhrif á niðurstöðuna í almennum iðnaði. Þessar niðurstöð- ur gætu átt rót sína að rekja til þeirr- ar stefnu sem fylgt hefur verið lengst af í gengisskráningu íslensku krón- unnar. Hún hefur miðast við að sjá- varútvegurinn í heild stæði í járnum, þ.e. að hann skilaði "hæfi- legum” ágóða þegar til lengdar Iætur. Þetta gæti skýrt að leiðrétt- ingin vegna fiskstofna er tiltölulega lftil fyrir þjóðfélagið í heild og að virðisaukinn hafi verið tekinn út í fiskvinnslu fremur en veiðum. Hagvaxtarspá Niðurstöðurnar má nota til þess að áætla hagvöxt í framtíðinni. Athuguð eru þrjú mismunandi tilvik: 1) Miðað er við sókn í fiskstofna þannig að líffræðileg kjörstaða náist árið 1990 og að stofnarnir verði stöðugir eftir það. Þetta þýðir að minnka yrði veiði um helming í byrjun ogstofnarniryxu um 20% á ári fram til 1990. 2) Veiðar verða svipaðar og nú er, þ.e. um 350 þús. tonn af þorski o.s.frv. f þessu tilviki er gert ráð fyrir að stofnarnir vaxi um 5% á ári fram til 1990 en verði stöðugir eftir það. 3) Leyfðar eru veiðar þannig að fiskstofnarnir standa í stað. Þetta þýddi töluvert stærri þorskkvóta en 350 þús. tonn. Niðurstöð- urnar eru sýndar í meðfylgjandi töflu við mismunandi vöxt vinnu- afls og fjármagns. Spáin sýnir þokkalegan hagvöxt (að meðtalinni framleiðniaukn- ingu). Hann er svipaður í öllum til- vikum 1980-1989 vegna þess að stærð stofnanna er þegar þekkt fyrir flest árin. Hagvöxtur verður áber- andi mestur 1990-1999 þegar sókn er minnkuð í upphafi og stofnarnir fá að vaxa í friði. Höfundur telur 1. tilvikið óraunhæft vegna afleiðing- anna fyrir íslenskan sjávarútveg. Líklegastur er 3. kosturinn, þ.e. að stofnarnir standi í stað. í því tilviki verður hagvöxturinn 5,0-6,8% á ári 1980-1999 eftir því hve fjármuna- myndunin er mikil. Sé tekið tillit til staðalfrávika er hagvöxturinn því áætlaður á bilinu 4,9-7,2% á þessu tímabili. Hér er hvorki tekið tillit til fólksfjölgunar né breytinga í umheiminum sem hafa áhrif á hag- vöxt hér á landi. Spá um hagvöxt 1980-1999. Árlegar hlutfallsbreytingar. Vöxtur Vöxtur Vöxtur Hagvöxtur vinnuafls fjármagns fiskstofna 1980-1989 1990-1999 % % % % % 1 4 20 5,4 13,7 1 3 20 5,0 13,2 1 4 5 5,4 7,8 1 3 5 5,0 7,4 1 4 0 5,4 6,8 1 3 0 5,0 6,3 1) Guðmundur Örn Gunnarsson: Ekonomiska tilvaxten pd Island-en produktivitetsstudie. Uppsala universitet 1987. Ritstj. ogábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Simi68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem meö Ijósritun eöa á annan hátt aö hluta eöa í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.