Vísbending


Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 4
VISBENDING 4 Erlend fréttabrot Danmörk:_____________________ Samruni banka fer vaxandi Það eru 225 bankar og 3.500 bankaútibú í Danmörku, sem telur 5.2 milljónir íbúa. Til samanburðar má geta þess að Svíþjóð, sem telur 8.2 milljónir íbúa, hefur 143 banka og 2.800 útibú og Noregur hefur 201 bank? og 2.200 útibú. Mikinn fjölda banka og útibúa í Danmörku má e.t.v. skýra með því að atvinnulífið byggist á mörgum litlum fyrirtækj- um, en nú er ljóst að fyrirsjáanlegur frjálsari Evrópumarkaður er að breyta þessu. Á s.l. ári tvöfaldaði stærsti banki Danmerkur, “Den Danske Bank“ hlutafjáreign sína í fjórða stærsta bankanunt “Provinsbanken" og á nú næstum 30% hlutafjárins. (Bönkum er ekki leyft að eiga meira en 30% í öðrum bönkum). Er þess vænst að samruni muni eiga sér stað innan fárra ára. Ennfremur keypti næst stærsti bankinn, Copenhagen Hand- elsbank, 30% af hlutafjáreign tveggja banka og 20% af þeim þriðja. í janúar á þessu ári samein- uðust svo þrír litlir bankar, sem höfðu átt í erfiðleikum, þrernur stærri bönkum. Er jafnvel búist við því, að einungis helmingur 10 stærstu bankanna muni lifa af þær hræringar sem framundan eru á næstu árum. Finnland:____________________ Hlutabréfamarkaðurinn með þeim líflegri í Evrópu Hlutabréfamarkaðurinn í Helsinki stóð sig hvað best í Evrópu á s.l. ári og þar gætti áhrifa af verðbréfahrun- inu í New York einna minnst. Þótt verð hlutabréfa hafi fallið eitthvað frá því sem það var hæst rétt fyrir hrunið, þá hækkuðu verð um 30% þegar á allt árið er litið. Að hluta til er skýringin sú, að Helsinki markað- urinn er tiltölulega einangraður. Það er sjaldgæft að finnsk fyrirtæki séu á lista hjá öðrum hlutabréfamörkuð- um og erlendir aðilar geta aðeins átt 20% í finnskum fyrirtækjum sem skráð eru á markaðinum, þótt frá þessu geti verið undantekningar. En vöxtur hlutabréfamarkaðarins hefur veriö mjög ör á undanförnum árum. Frá árinu 1983 hefur veltan á markaðinum meira en áttfaldast, markaðsvirði bréfanna fjórfaldast og hlutfall þeirra bréfa sem verslað er með árlega hefur hækkað úr 5% í 25%. Á þessum tíma hefur hluta- fjáreigendum fjölgað úr 250 til 350 þúsund upp í 1.2 milljónir. Þessi mikli vöxtur endurspeglar að vissu leyti tiltölulega traust efna- hagslíf undanfarinna ára. Hagvöxtur hefur verið meiri og jafnari en vfða annars staðar (3.2% f fyrra sem jafngildir meðalhagvexti á þessum áratug) og verðbólga hefur verið hófleg, aðeins 3.7% á síðasta ári. Þá jókst ágóði fyrirtækja um 50% í fyrra og búist er við 10% aukningu á þessu ári. Nvia Siáland:__________________ Afnám ríkisstyrkja Á undanförnum 3-4 árum hefur frelsi í viðskiptalífi aukist mikið á Nýja Sjálandi. Fjármagnsmarkaður hefur verið leystur undan höftum stjórnvalda, skattar hafa lækkað og gcrðir einfaldari en áður og ríkis- styrkir hafa verið afnumdir. Aðalatvinnuvegur á Nýja Sjá- landi, þar sem búa 3.3 milljónir, er landbúnaður og munu búvörur t.d. vera 60% útflutningsins. Engu að síður naut landbúnaður lengi vel styrkja, þótt ekki hafi þeir verið eins ríflegir og víða í Evrópu og í Banda- ríkjunum. Er áætlað að styrkirnir hafi samsvarað 20% af framleiðslu- verðmæti, en á móti hafi að vísu komið hærra verð á aðföngum en ella vegna hárra tolla. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar afnumið mest alla ríkisstyrki til land- búnaðar og þar með gefið bændum til kynna að þeir verði að standa á eigin fótum. Var þetta gert með fullu samþykki bændasamtakanna, sem töldu að styrkirnir skekktu verð og brengluðu þar með upplýsingar um hagkvæma ráðstöfun fjármuna, sem aftur gerði samkeppnisstöðu á er- lendum mörkuðum lakari en ella. Árangur þessara aðgerða er ekki að fullu kominn í ljós, en ljóst er að það er á brattann að sækja fyrir bændur. Á sama tíma og styrkir eru afnumdir í landbúnaði er gengi nýsjálenska dollarsins óvenju hátt og sömuleiðis vextir. Það getur því reynst erfitt fyrir bændur að selja vörur sínar á erlendum mörkuðum og er jafnvel búist við gjaldþroti á milli 3 og 6 þúsund bænda á þessu ári, en allt í allt eru þeir 40 þúsund. í mestri hættu eru þeir bændur sem tekið hafa mikil lán á undan- förnum árum og voru jafnvel hvattir til þess af stjórnvöldum með niður- greiddum vöxtum. Eitthvað er þó um það að bændur njóti skuldbreyt- inga og heldur það sumum þeirra gangandi. Þessar breyttu aðstæður hafa þó orðið til þess •að bændur hafa reynt ýmsar nýjar leiðir í framleiðslu. Þeir sem framleiddu eina tegund ávaxtar framleiða nú aðra og þeir sem fram- leiddu t.d hveiti hafa snúið sér að ræktun annarra korntegunda sem gefa meira af sér, auk þess sem þeir leita fyrir sér á nýjum mörkuðum. EB:____________________________ Ríkisstyrkir standa í vegi fyrir að Evrópumarkaður njóti sin Efnahagsbandalag Evrópu stefnir eins og kunnugt er að einum heima- markaði árið 1992. Þar með á að afnema allar viðskiptahindranir á milli aðildarlandanna. Ef markaður- inn á að njóta sín er þó ljóst að afnema verður ríkisstyrki jafnframt. Að því mun vera stefnt, en þó er óljóst hvort styrkir verða notaðir til að gera aðlögun að breyttum aðstæð- um auðveldari. í dag munu beinir styrkir í löndum EB nema allt frá 4% af lands- framleiðslu (ríkisgeirinn undanskil- inn) í Frakklandi upp í 11% á írlandi. Til samanburðar má geta þess að beinir styrkir eru um 11% í Noregi og 12% í Svíþjóð, en aðeins 1% í Bandaríkjunum og 2% í Japan. Það skal þó tekið fram, að í þessum tölum er ekki reiknað með niður- greiddum lánum og skattaívilnunum. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.