Vísbending


Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING gengisskráningu krónunnar með hand- afli, fái ekki staðist. Hugmyndin um frjálsan gjaldeyris- markað hefur átt hljómgrunn víða, t.d. meðal þeirra sem telja réttlátast og hagkvæmast að verð á hvaða markaði sem er ráðist af framboði og eftirspurn. Þeir telja það skjóta skökku við, að aðr- ar reglur gildi um gjaldeyrismarkað en aðra markaði. Mótrökin eru m.a. þau, að smæð markaðarins ylli miklum gengissveiflum og að spákaupmennska myndi ekki stuðla að stöðugleika. Selj- endur gjaldeyris væru tiltölulega fáir, og búa þar að auki við verndun gegn samkeppni, og samtök gætu myndast á milli helstu seljenda og kaupenda um verð á gjaldeyrinum. Þá er gjarnan vísað til þeirrar til- högunar sem aðrar þjóðir hafa á gengis- skráningu, en fá dæmi munu vera til um frjálsan gjaldeyrismarkað. Það eru alls 19 þjóðir sem hafa slíka tilhögun, þar á meðal Bandaríkin, Japan og Bretland. Hinar þjóðirnar eru flestar ýmis þróun- arlönd. Það munu hins vegar vera 91 þjóð sem tengir mynt sína annarri mynt eða þá myntkörfu. Af þeim tengjast 31 bandaríkjadollara, 14 frönskum franka, 5 öðrum myntum, 10 SDR og 31 öðrum myntkörfum. mars) í 7.30% að ári liðnu. Hæsta spáin var9.5% ogsú Iægsta5.7%. Yfirleitt grundvallast spárnar á því hvort menn haldi að von sé á samdrætti eða ekki. Verði samdráttur vaxa líkur á því að vextir lækki, og af meðaltals- spánni má því ráða að ekki sé von á samdrættiáárinu. V.Þýskaland__________________________ Um þessar mundir eru ríkisskulda- bréfavextir 5.85% og að meðaltali er gert ráð fyrir lítils háttar hækkun, eða að þeir fari upp í 5.98% að ári liðnu. Flestir búast við að millibankavextir verði á bilinu 3-4%, en þeir voru 3.35% l. mars. Meðaltalsspáin gerir ráð fyrir 3.45%. Almennt er talið að þróunin fari eftir því sem gerist á alþjóðlega sviðinu og þá einkum í Bandaríkjunum. Verði sam- dráttur í Bandaríkjunum, sem sumir spá, þá munu vextir þar væntanlega lækka og þetta mun síðan skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun í Þýskalandi. Svo eru aðrir sem álíta vaxtalækkun ekki líklega m. t.t. óvenju mikillar aukningar pen- ingamagns og vegna þess að stjórnvöld hafa ekki trú á að frekari lækkun örvi eftirspurn. / IÐNRIKIN: SPÁR um VEXTI í janúar birtusl í Vísbendingu spár um gengi helstu gjaldmiðla, setn tímaritið “Euromoney Treasury Report“ gekkst fyrir. Voruspárnarbyggðaráálitium 40 sérfrœðinga víðs vegarað úr heiminum. Nú hefur tímaritið látið gera spár um vexti í stœrstu iðnríkjunum með svipuð- um hœtti. Spárnar voru gerðar 1. mars s. i. og spá þœr annars vegar fyrir um þriggja mánaða millibankavexti og hins vegar um vexti ríkisskuldabréfa að ári liðnu. Hér á eftir fara helstu niðurstöð- ur. Bandaríkin__________________________ Flestir spá að vextir á ríkisskulda- bréfum verði á bilinu 8.5 til 9.5% og að meðaltali er spáin 9.14%. Lægsta spá var 7.5% og sú hæsta 12%. Vextir á millibankalánum eiga samkvæmt með- altalsspánni að hækka úr 5.78% (1. Bretland______________________________ Að meðaltali búast menn við því að vextir ríkisskuldabréfa hækki lítillega, eða úr 9.31% í 9.53%. Meðaltalsspáin fyrir millibankavexti gerir ráð fyrir óbreyttum vöxtum, en þeir voru 9.3% 1. mars. Lægsta spáin gerði ráð fyrir 8.00% vöxtum, sú hæsta var 10.00%. Almennt virðast menn hafa þá trú að stjórnvöld muni ekki stuðla að lægri vöxtum af ótta við verðbólgu, auk þess sem fastgengisstefnan gefur ekki færi á því. Japan Vextir á ríkisskuldabréfum voru 4.34% 1. mars s.l. og að meðaltali búast menn við hækkun í 4.96%. Hæsta spáin hljóðaði þó upp á verulega hærri vexti, eða 7.00%. Enginn spáði lægra en 3.90%. Vextir á millibankalánum voru 3.78% 1. mars og að meðaltali er reiknað með 4.15% að ári liðnu. Framvindan ræðst talsvert af því hver gengisþróunin verður. Ef yenið heldur áfram að hækka aukast líkur á vaxta- lækkun. Hins vegar bendir ýmislegt til að svo verði ekki og minnkandi atvinnu- leysi og aukin eftirspurn heimafyrir gæti komið fram í verðhækkunum. Um leið vaxa líkur á vaxtahækkunum. Sviss Ríkisskuldabréfavextir voru 4.07% og búist er við Iítilsháttar hækkun, eða í 4.31%. Hæsta spá var 6.00%; sú lægsta var 3.00%. Vextir á millibankalánum voru aðeins 1.63% 1. mars s.l. og að meðaltali er reiknað með að þeir verði komnir upp í 2.43% að ári liðnu. Þróunin á peningamörkuðum í Sviss hefur oftast verið nátengd þýska pen- ingamarkaðinum. Sumir búast við að vaxtamunurinn eigi eftir að minnka enn frekar. Frakkland_____________________________ Meðaltalsspáin fyrir ríkisskuldabréf- in gerir ráð fyrir 9.30% vöxtum, en 1. mars voru þeir 9.11%. Hæsta spáin hljóðaði upp á 12.00% vexti, en sú lægsta upp á 8.00%. Að meðaltali gera menn ráð fyrir 7.92% millibankavöxt- um að ári liðnu, en þeir voru 7.44% 1. mars. Sem sagt, ekki útlit fyrir vaxta- lækkun í Frakklandi næsta árið. Allt hangir þetta saman við þróunina á gjaldeyrismörkuðum. Ef dollar helst áfram veikur gagnvart þýsku marki má búast við því að stjórnvöld hækki vexti til að verja gengi franska frankans falli. Sumir reikna með að væntingar um uppstokkun innan Evrópumyntkerfis- ins á árinu ýti undir hækkun vaxta. Aðr- ir eiga von á vaxtahækkun ef Mitterand vinnur forsetakosningarnar, en vaxta- lækkun ef hægri menn komast að. Ítalía 1. mars s.l. voru vextir á ríkisskulda- bréfum 10.24% og að meðaltali er spáð 11.14% vöxtum. Hæsta spáin gerir ráð fyrir allt upp í 14.00% vexti og sú lægsta 9.80%. Vextir á millibankalánum voru 11.13% 1. mars og verða skv. meðal- talsspánni 10.69% að ári liðnu. Óvenju háir vextir eru skýrðir með verðbólguvæntingum, sem kynt er und- ir með þenslusömum ríkisfjármálum og óróa á vinnumarkaði. Kanada Búist er við að vextir á ríkisskulda- bréfum hækki úr 9.59% 1. mars s.l. í 10.67%. Þetta er meðaltalsspáin, en sú hæsta var 13.00% og sú lægsta 10.00%. Vextir á millibankalánum, sem voru 8.41% eiga samkvæmt meðaltalsspánni að hækka í 8.70%. Allt útlit er fyrir því að kanadíski seðlabankinn beiti sér fyrir aðhaldssemi í peningamálum og á því byggja spárnar um heldur hærri vexti að ári liðnu. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.