Vísbending


Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 3
VINNU- MARKAÐUR: ÓFRIÐUR í AÐSIGI? Dr. PorvaláurGylfmn_______________ Margir forustumenn verklýðsfélaga og vinnuveitenda hafa áhyggjur af ástandi og horfum á vinnumarkaði um þessar mundir og óttast, að hörð átök séu framundan. Sumir þeirra hafa spáð erfiðustu vinnudeilum um margra ára- tuga skeið. Hvernig stendur á því, að svo skuli horfa strax að loknu ein- hverju mesta góðæri, sem þjóðin hefur þekkt? Góöærið 1984-1987___________________ Er ástæðan sú, að almenningur hafi farið á mis við góðærið? Öðru nær. Lífskjör almennings hafa batnað mjög verulega. Ávextir góðærisins undan- gengin ár blasa við allra augum. Bílaumferðin á höfuðborgarsvæðinu segir sína sögu og byggingargleðin út um allt land líka. Opinberar tölur bera órækt vitni um áhrif góðærisins á afkomu almennings. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um hvorki meira né minna en 42% frá 1984 til 1987 eða um rösklega 12% á ári að meðaltali þessi þrjú ár. Svo voldugar uppsveiflur í efnahagslíf- inu eru mjög sjaldgæfar. Árin þrjú næst á undan, 1981-84, hafði kaup- mátturinn að vísu rýrnað verulega á sama mælikvarða eða um 15%, en það jafngildir tæplega 5% kaupmáttarrýrn- un á ári að meðaltali þann tíma. Kaup- máttaraukningin á mann frá 1979 til 1987 nam 29% samtals eða rösklega 3% á ári að meðaltali. Af þessu má sjá, að góðærið síðast liðin þrjú ár gerði miklu meira en að bæta fyrir undangengið hallæri. Hitt er auðvitað rétt, að þessar tölur eru með- altöl. Það er hugsanlegt, að einhverjir hópar launþega hafi farið á mis við góðærið. Tiltækar heimildir benda þó ekki til þess, að svo hafi verið, enda hefur verklýðshreyfingin lagt VÍSBENDING höfuðáherzlu á jöfnun launakjara síð- ustu ár í samningum við vinnuveitend- ur og ríkisvald. Launasamanburöur Það er engu að síður alveg rétt, að launþegar virðast unt þessar mundir leggja meiri áherzlu en áður á afkomu- samanburð við aðrar stéttir. Þeir virð- ast í ríkari mæli en áður telja sig eiga rétt á kauphækkun vegna þess eins, að aðrir hópar hafi fengið kauphækkun, jafnvel þótt ekkert annað hafi breytzt. ísland er ekki eitt á báti í þessu efni. Sömu tilhneigingar gætir í sívaxandi mæli í öðrum löndum. Hvað veldur þessu? Því er ekki auð- svarað. Enginn veit með vissu, hvernig bylgjur af þessu tagi rísa og hníga eða hvernig þær berast milli landa. Er þessi nýja samanburðartilhneig- ing “eðlileg“ eða er hún til marks um “óeðlilega“ afbrýðisemi eða jafnvel öfund? Þessu verður hver að svara fyrir sig. Tökum dæmi. Maður nokkur fær boð frá vinnuveitanda sínum um það, að hann hafi staðið sig vel í starfi og muni því fá 20% kauphækkun. Maður- inn fagnar því að sjálfsögðu. Hann kemst að því skömmu síðar, að allir vinnufélagar hans fengu jafnmikla kauphækkun með sörnu rökum. Er það til marks um afbrýði eða öfund, ef fögnuður mannsins minnkar aðeins við þessi tíðindi? Það er ekki víst. Óvissan stafar af því, að menn hafa eðlilega þörf fyrir að standa sig með prýði og hljóta sanngjörn laun fyrir það. Ef laun manns dragast aftur úr launum ann- arra, getur hann túlkað það á þann veg, að störf hans séu ekki metin að verðleikum og hann sé beittur rangind- um. Það veldur óánægju. Hvað sem öðru líður, er enginn vafi á því, að víðtækur launasamanburður af þessu tagi getur valdið erfiðleikum í efnahagslífinu. Þetta stafar af því, að samanburðurinn hefur tilhneigingu til að hækka launakostnað fyrirtækja án tillits til afkomu þeirra og greiðslugetu. Hér er trúlega að finna hluta skýringar- innar á hækkandi launakostnaði í Vest- ur-Evrópu síðan um 1970 og meðfylgj- andi atvinnuleysi og verðbólgu, þótt ýmislegt annað legðist á sömu sveif. Ábyrgð ríkisvaldsins Eitt enn er vert að hafa í huga í þessu sambandi. Það er þetta. Launþegar sýndu mikla fórnfýsi 1983- 84, en þau tvö ár rýrnaði kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um næstum 13% í kjölfar kaupfrystingar og afnáms vísitölubindingar launa, án þess að kæmi til átaka á vinnumarkaði. Að vísu brugðust heimilin við þessum skelli með því að draga meira úr sparn- aði en neyzlu, eins og sjá má af því, að einkaneyzla á mann minnkaði miklu minna en ráðstöfunartekjur þessi ár eða um tæplega 4%. Þarna gafst ríkisvaldinu dýrmætt tækifæri til að gera umfangsmiklar við- námsráðstafanir gegn verðbólgu með uppskurði og endurskipulagningu í opinberum fjármálum, peningamálum og atvinnumálum. Almenningur sýndi í verki, að hann var reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við verðbólguna. Ríkisstjórnin hefði átt að nota þetta tækifæri til að (a) draga verulega úr opinberum útgjöldum og skila veruleg- um afgangi í ríkisrekstri í víðum skiln- ingi, (b) halda aftur af peningaþenslu með því að hemja útlán bankakerfisins af alefli og (c) hafa forustu um rækilega rekstrarhagræðingu í þeim atvinnu- greinum landsmanna, sem þurfa á sí- felldri ríkisaðstoð að halda með einum eða öðrum hætti, einkum landbúnaði og sjávarútvegi. En ríkið brást. Ríkisstjórnin lét sér nægja að baða sig í ljómanum af fórn- fýsi almennings með því að hreykja sér af hjaðnandi verðbólgu, en gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir sjálf til að nýta það svigrúm, sem gafst. Það voru afdrifarík mistök. Tækifæri af þessu tagi eru sjaldgæf. Enginn veit, hvenær launþegar í landinu verða til viðtals næst um samræmt átak almennings og ríkisvalds gegn verðbólgu og skulda- söfnun í útlöndum. Leiðréttingar_________________ í 11. tölublaði misritaðist ártal í grein Sigurðar Jóhannessonar um “þróun kaupmáttar". í 2. dálki á bls. 3, beint undir mynd, segir: “Árin 1963-1967 jókst kaupmáttur heildarkaups verkamanna um 30%...“. í stað 1967 á hins vegar að standa 1987. í 12. tölublaði vantaði lokaorð Þorvaldar Gylfasonar í grein hans: “Var gengisfellingin nauðsynleg?" Hér á eftir fer seinasta málsgrein- in: “Efnahagsvandinn nú er ekki rekstrarvandi í fiskvinnslu fyrst og fremst og ekki heldur skuldavandi gagnvart útlöndum. Vandinn er öllu heldur sá, að landsstjórnin tekur opinber fjármál og peninga- mál ekki nægilega föstum tökum. Þar stendur hnífurinn í kúnni enn sem fyrr, þótt ýmislegt hafi breytzt til batnaðar þrátt fyrir allt. Eru höfundar og lesendur beðn- ir velvirðingar á þessum mistökum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.