Vísbending


Vísbending - 25.05.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.05.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 20.6 25.MAÍ1988 EFNAHAGS- AÐGERÐIR OG SKIPU- LAGS- BREYTING- AR Aðgerðir og fyrirheit ríkisstjórnar- innar______________________________ Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar 10% gengisfellingar hafa nú séð dagsins ljós og koma í sjálfu sér ekki á óvart. í grófum dráttum hafa slíkar aðgerðir yfirleitt haft tvenns konar markmið. Annars vegar eiga ýmsar aðhaldsaðgerðir að koma í veg fyrir verðlagshækkun af völdum geng- islækkunarinnar, og í þetta skipti er það helst reynt með því að takmarka launahækkanir við það sem um var samið fyrir gengislækkunina og jafn- framt ýjað að afnámi vísitölubindingar launa. Hins vegar er oftast með ýmsum ráðum reynt að milda aðhaldsráðstaf- anirnar, og í þetta skipti með því að flýta hækkun persónuafsláttar og með yfirlýsingu um að komið skuli í veg fyr- ir misgengi launa og lánskjara. Aðrar aðgerðir bera það með sér, að þeim er ætlað að friða þær raddir sem hafa farið fram á ríflegri gengislækkun en raunin varð á, og jafnframt hrópað á vaxtalækkun. Þessar aðgerðir fela ann- ars vegar í sér lánafyrirgreiðslu til fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum og hins vegar afnám eða takmörkun á verðtryggingu fjárskuld- bindinga. Dæmi um hið síðarnefnda er sú ákvörðun að banna verðtryggingu fjárskuldbindinga sem eru til skemmri tíma en tveggja ára, og fyrirheit um að komið verði í veg fyrir misgengi launa oglánskjara. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru einnig ýmis fyrirheit um aðgerðir og eru þar ítrekuð nokkur markmið stjórnarsáttmálans; t.d. rætt um nauð- syn enn frekara aðhalds í ríkisbúskapn- um og skipulagsbreytinga í landbúnaði og sjávarútvegi. Pessi fyrirheit um að- gerðir eru hins vegar svo óljós að þau hafa versnað hefur jafnvel mátt treysta því að „gripið yrði til aðgerða". í gróf- um dráttum hafa aðgerðirnar falið í sér tilraun til að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækja í útflutnings- og samkeppn- isgreinum með gengisfellingu, styrkj- um eða lánafyrirgreiðslu, og hins vegar hefur verið reynt að búa þannig um hnúta að úr kostnaði fyrirtækja dragi og þá einkum launakostnaði. Samt hef- ur árangurinn yfirleitt látið á sér standa og í það minnsta til lengri tíma litið hef- ur kostnaður haldið áfram að vaxa hraðar en tekjurnar. Aðgerðir og fyrirheit ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ívilnandi aðgerðir: • 10% gengisfelling • Fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum heimiluð erlend lántaka til endurskipulagningar. • Erlend lántaka Byggðastofnunar til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar(200m. kr.) • Aukafjárveiting til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (40 m. kr.) • Hækkun persónuafsláttarfiýtt. • Ellilífeyrir og aðrar bætur almanna trygginga hækki í samræmi við hækkun launa skv. kjarasamningum 1. júní 1988. íþyngjandi aðgerðir: • Þeir sem hafa lausa kjarasamninga fái ekki meira en sem aðrir hafa samið um. • Verðbréfasjóðir verji 20% af aukningu ráðstöfunarfjár til kaupa á ríkisskuldabréfum. • Erlend lán til fjárfestinga takmarkist við 60% eða 70% af fob-verði véla og tækja í stað 60% eða 70% af innlenda verðinu. • Óheimilt verður að verðtryggja fjárskuldbindingar sem eru til skemmri tíma en tveggja ára. Fyrirheit um aðgerðir: • Aðhald í ríkisbúskapnum. • Aögerðir í byggðamálum. • Endurskoðun framleiðslustjórnar í landbúnaði og á búvörusamn- Ingl, • Endurskoðun fyrirkomulags verðtryggingar. • Samræming starfskjara á fjármagnsmarkaði. • Lækkun vaxtamunar. • Markvissar reglur um útflutning á ferskum fiski. virðast mega sín lítils gagnvart hinum raunverulegu aðgerðum, sem þegar á allt er litið virðast vera til þess fallnar að ýta undir þenslu, þvert ofan í tilgang þeirra. Hagstjórnartækin og aðhaldið Víðtækar efnahagsráðstafanir, af þeim toga sem nú hefur verið gripið til, eru ekki óþekktar. Þegar ytri skilyrði • Efnahagsaðgerðir og skipulagsbreytingar • A gengi að vera fast eða fljóta • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.