Vísbending


Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING DANIR SÁHIRVIÐ SAMSTARF UM GENGIS- STEFNU Danir eru svo sem kunnugt er einir Norðurlandaþjóðanna í Evrópubanda- laginu og hafaþar að auki verið þátttak- endur í Evrópumyntkerfinu (EMS) allt frá stofnun þess 1979. Og nú þegar áhugi manna hér á landi virðist fara vaxandi á samvinnu við EB-þjóðirnar í gengismálum (a.m.k. þrír ráðherrar hafa lýst yfir áhuga á því að kanna möguleika á tengingu krónunnar við ecu), þá er ekki úr vegi að huga að reynslu Dana í þessu sambandi. Gengisþróunin frá 1972_____________ Samvinna Evrópuþjóða í gengis- málum á sér talsvert lengri sögu en sú sem felst í EMS kerfinu. Árið 1972 komu EB-löndin, sem þá voru sex, sér saman um að stilla gengi gjaldmiðla sinna saman með svipuðum en þó sveigjanlegri hætti en EMS gerir ráð fyrir. Inn í þetta samstarf gengu síðan fieiri þjóðir, t.d. Danir, Norðmenn og Svíar. Síðar á árinu 1972 sögðu Bretar sig úr þessu samstarfi og einnig Danir, en þeir síðarnefndu tóku samt þráðinn upp að nýju þegar þeir gengu í EB þá um haustið. Næstu árin á eftir gekk á ýmsu í þessu samstarfi og oft þurfti að koma til uppstokkunar á gengi gjaldmiðlanna innbyrðis. Þá eins og nú voru það V.Þjóðverjar sem voru leiðandi vegna aðhaldssamrar peningamálastefnu og hlutfallslega lágrar verðbólgu. Svo kom að því árið 1977 að Svíar gáfust upp og sama gerðu Norðmenn ári seinna. Árið 1979 var síðan Evrópu- myntkerfið stofnað af átta löndum Evrópubandalagsins og voru Danir þar á meðal. Danir hafa þannig með einum eða öðrum hætti verið þátttak- endur í evrópsku samstarfi um gengis- mál allt frá 1972. Reynslan af EMS Hvað Dani varðar má skipta þessu tæplega tíu ára samstarfi EB-þjóð- anna í tvö tímabil. Það fyrra nær frá 1979 til 1982 og einkennist af tiltölu- lega tíðum gengislækkunum þrátt fyrir markmiðið um stöðugt gengi. Saman- lagt lækkaði þá gengi dönsku krón- unnar um 25% gagnvart þýska mark- unum 1981-84, en er nú í kringum 8%. Dönum er ljóst að samkeppnisstaða danskra fyrirtækja verður að batna og að draga verður úr viðskiptahalla. En þeir hafa bara ekki sömu trú á gengis- lækkunarleiðinni og áður til þess að ná betri árangri í efnahagsmálum. í þeirra augum virðist valið einungis standa á milli þess við hvað skuli miða þegar gengið er fest. Og í því sambandi ríkir Þróun gengis og helstu hagstærða í Danmörku, % Gengis- Verðbólgu- breyting munur Viðskipta- Dkr. Verð- gagnv. jöfnuður Hag- Atvinnnu- Vextir gagnv. DM bólga V.Þýskal. XafUr. vöxtur leysi skuldabr. 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 9,0 0,8 0,4 3,9 12,0 1,7 11,0 -0,7 5,7 8,5 2,7 -1,2 1,8 4,0 1,8 10,7 13,1 12,4 9,1 9,4 9,9 7,6 8,2 10,1 10,6 7,7 5,7 5,2 4,3* 4,9* 4,3 6,1 6,4 5,5 5,7 5,6 3,6 3,4 6,1 6,2 4,4 3,7 3,0 1,3* 3,3* -1,7 -3,1 -1,5 -4,9 -4,0 -2,7 -4,7 -3,7 -3,0 -4,2 -2,6 -3,3 -4,6 -5,2* -2,9* 3,6 -0,9 -0,7 6,5 1,6 1,5 3,5 -0,4 -0,9 3,0 2,5 4,4 4,2 3,3* -1,0* 1,0 2,3 5,3 5,3 6,4 7,3 6,2 7,0 9,2 9,8 10,4 10,1 9,0 7,9 8,0 11,1 14,6 13,1 13,2 13,4 14,5 15,8 17,7 18,9 20,4 14,5 13,9 12,0 10,8 11,2 'Áætlun inu. Síðara tímabilið nær frá 1983 til dagsins í dag og einkennist af tiltölu- lega miklum stöðugleika. Á þessum tíma hefur gengi dönsku krónunnar lækkað um aðeins 10% gagnvart þýska markinu. Nú er ljóst að samkeppnisstaða Dana hefur farið versnandi á undan- förnum árum þar sem kostnaðar- hækkanir hafa verið heldur meiri þar en í helstu samkeppnislöndum þeirra í Evrópu. Þetta kemur m.a. fram í tals- vert miklum viðskiptahalla, sem nú er tæplega 3% af landsframleiðslu. Samt eru kröfur um gengislækkun alls ekki eins áberandi og kannski mætti halda. Að því er virðist er nú tiltölulega breið pólitísk samstaða um að þrátt fyrir allt sé affarasælast að halda fast við stefn- una um stöðugt gengi. í þessu sambandi eru áðurnefnd tvö tímabil gjarnan borin saman. Á tíma- bilinu 1979-82 þóttu gengisfellingarnar bera afar takmarkaðan árangur, þar sem meiri verðbólga og hærri vextir vógu á móti bættri samkeppnishæfni af völdum gengislækkunar. Þar að auki jukust auðvitað erlendar skuldir fyrir- tækja í dönskum krónum talið. Á þess- um árum gekk þess vegna ekki sem skyldi að draga úr viðskiptahalla. Á f astgengistímabilinu frá 1983 hefur verðbólga hins vegar náðst niður í 4-5% úr 10-11%, svo sem hún var á árunum 1981-82. Enginn teljandi munur er heldur á atvinnuleysi á þessum tveimur tímabilum; það var í kringum 10% á ár- eindregin samstaða um að betra sé að hafa samstarf um slíkt við helstu við- skiptaþjóðirnar heldur en að halda meðalgengi stöðugu. Þegar það er gert, svo sem hinar Norðurlandaþjóðirnar gera, þá megi allt eins búast við því að gengið sé aldrei stöðugt gagnvart ann- arri mynt. VERÐBÓLGA ER SKATOR Dr.PorvaláurGylfason____________ Verðbólgan er enn sem fyrr alvarleg meinsemd í efnahagslífi þjóðarinnar. Það blasir við. Hitt er ekki alveg eins augljóst, að verðbólga er í raun og veru skattur. Verðbólga er skattur vegna þess, að hún rýrir verðgildi peninga og flytur því raunveruleg verðmæti frá al-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.