Vísbending


Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING DANMÖRK:_______________________ Áætlun kynnt um að minnka ríkisum- svif Danska ríkisstjórnin hefur nú opin- berað áætlun sína um að draga úr rík- isumsvifum á næstu árum. Hún felur m.a. í sér að opinberum starfsmönn- um verði fækkað um 10.000 á ári á næstu tíu árum. Þetta þýðir að um aldamótin verði opinberir starfsmenn um 600.000 í stað 700.000, sem er fjöldi þeirra í dag. Mun ríkið hafa í sinni þjónustu um þriðjung allra vinn- andi manna um þessar mundir. Ætlun stjórnvalda er hins vegar ekki sú að draga úr opinberri þjónustu, heldur á að mæta þessari fækkun með aukinni framleiðni. Á framleiðni skv. áætluninni að aukast um 2,5% á ári. Skattbyrði á líka að minnka, en ekki er samt búist við skjótum breytingum í því sambandi. Skattar samsvara nú um 52% landsframleiðslunnar og ef áætl- unin tekst ættu þeir að geta orðið fimm prósentustigum minni í hlutfalli af landsframleiðslu árið 2025. Engu að síður yrði þetta stefnubreyting frá þró- un undanfarinna ára, þar sem ríkisút- gjöld hafa aukist að meðaltali um 1% á ári. Verðbólga fer fram úr áætlun í upphafi ársins gerðu spænsk stjórnvöld ráð fyrir um 3% verðbólgu á öllu árinu. Nú er hins vegar ljóst að þetta takmark mun engan veginn nást þar sem verðlag hefur þegar hækkað um 2,9% (á fyrstu sjö mánuðum árs- ins). Á undanförnum tólf mánuðum hefur verðbólga verið 4,6%, sem er raunar aðeins minna en hún var á öllu árinu í fyrra þegar hún var 4,8%. Efnahagsmálaráðherrann, Pedro Pérez, hefur viðurkennt að stjórnvöld hafi orðið að lúta í lægra haldi í barátt- unni gegn verðbólgu, en er hins vegar bjartsýnn á að verðbólgan geti orðið um 3,5% á árinu. Hann hefur jafn- framt gefið í skyn að þessi verðbólgu- vöxtur gefi tilefni til vaxtahækkana á skammtímalánum, en á von á því að vextir geti farið aftur niður innan tíðar eins og raunar stjórnvöld hafa stefnt að. Launin gætu hins vegar einnig fylgt í kjölfar verðbólguvaxtarins því að verkalýðsleiðtogar hafa sagt að þessar nýju verðbólgutölur gefi tilefni til endurskoðunar launasamninga sem gerðir voru á grundvelli þriggja pró- senta verðbólgu. ERLEND FREHBROT ÁSTRALÍA: eiginlegan marlað ^ um sam- Það eru ekki bara Evrópulöndin og lönd Norður Ameríku sem eru að vinna að afnámi viðskiptahamla sín á milli því nýlega gerðu Ástralía og Nýja-Sjáland með sér samkomulag um frjálsari viðskipti. Forsætisráð- herrar landanna, Bob Hawke í Ástral- íu og David Lange á Nýja Sjálandi, hittust nýlega í Ástralíu og undirrituðu þá samkomulag um að koma á sameig- inlegum markaði landanna með vörur og þjónustu ekki seinna en árið 1990. Báðir eru ráðherrarnir forystumenn verkamannaflokka, en hafa engu að síður unnið ötullega að því á undan- förnum árum að draga úr afskiptum hins opinbera af atvinnulífinu. Samkomulagið er í þrennu lagi. í fyrsta lagi kveður það á um afnám allra viðskiptahindrana með iðnaðar- vörur og landbúnaðarvörur fyrir júlí árið 1990, og ennfremur skuldbinda löndin sig til að samræma lög sín um samkeppni og ólögmæta viðskipta- hætti. I öðru lagi er kveðið á um afnám reglugerða og frekari skref í átt til frjálsari viðskiptahátta, og í þriðja lagi gerir samkomulagið ráð fyrir nánari samvinnu á sviði eftirlits og stjórnun- ar. Ennfremur liggur fyrir samkomu- lag á milli ríkjanna um að þau grípi ekki til styrkja sem skekkt gætu sam- keppnisstöðu atvinnugreinanna og raunar er styrkjastefnu sem stjórntæki afneitað undir öllum kringumstæðum. SQVETRIKIN: Samvinnuíyrirtæki ryðja sér til rúms Lykilatriði í umbótaáætlun Gor- bachevs í efnahagsmálum Sovétríkj- anna er áherslan á eflingu samvinnu- rekstrar. Til að byrja með mætti þetta rekstrarform tortryggni, en nú er ljóst að það verður stöðugt vinsælla. Á að- eins einu ári hefur fjöldi samvinnufyr- irtækja vaxið úr 3.709 í 32.561 og sam- anlögð velta hefur aukist úr 29 milljónum rúblna í rúmlega einn millj- arð rúblna. Þá eru laun í þessum fyrir- tækjum orðin að meðaltali allt að ein- um og hálfum til tvisvar sinnum hærri en gengur og gerist í ríkisfyrirtækjum. Áberandi er að samvinnufyrirtækin hasla sér völl á sviðum sem ríkisfyrir- tækin hafa vanrækt. Á þetta einkum við um ýmis konar heimilisþjónustu, en þriðjungur þessara fyrirtækja sér- hæfa sig í slíkri þjónustu. Þá eru mörg þessara fyrirtækja í veitingahúsa- rekstri og einhvers konar matvæla- framleiðslu. Fastlega er búist við að þetta rckstrarform eigi framtíðina fyr- ir sér í Sovétríkjunum enda mikið upp úr því lagt af Gorbachev. í síðasta mánuði voru t.d. afgreidd ný lög um samvinnufyrirtækin sem gerir þeim kleift að reisa hús, leggja vegi, stunda rannsóknarstarfsemi og kennslu. BANDARlKIN: Matvælaverd hækkar lyrr en búist var við Þegar þurrkarnir skullu á í Banda- ríkjunum var viðbúið að uppskeru- brestur af þeirra völdum leiddi til hærra matvælaverðs. Samt var ekki búist við að þessar hækkanir kæmu fram af fullum þunga fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Annað kemur hins vegar á daginn. í flestum greinum matvælaiðnaðar hafa nú komið fram töluverðar verðhækkanir á seinustu vikum. Þannig hækkaði vísitala mat- vælaverðs um 0,6% í júní o.g um 0,9% í júlí. Er haldið að bændur haldi að sér höndum með að setja framleiðslu sína á markað í þeirri von að verð fari hækkandi og það skýri þessar óvæntu hækkanir að hluta til. Svo er því einnig haldið fram að matvælaframleiðendur séu að hækka ágóðahlut sinn eftir mikla samkeppni og rýran hlut á und- anförnum árum. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Simi 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.