Vísbending


Vísbending - 07.09.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.09.1988, Blaðsíða 4
VlSBENDlNG EVRÓPA: Vextir fara almennt hækkandi í Evr- ópulöndunum Nýlega hækkaði v.þýski seðlabank- inn vexti sína um hálft prósent eða upp í 3,5% og í kjölfarið fylgdu mörg önn- ur Evrópulönd. Svissneski seðlabank- inn hækkaði sína vexti úr 2,5% í 3%, austurríski seðlabankinn hækkaði vexti úr 3,5% í 4%, ítalski seðlabank- inn hækkaði sína vexti líka um hálft prósent, eða upp í 12,5%, franski seðlabankinn hækkaði vexti um 1/4% eða upp í 7% og hollenski bankinn um það sama eða upp í 4%. Áður hafði breski seðlabankinn hækkað sína vexti upp í 12% og hafa vextir þar þá hækkað um hvorki meira né minna en um fimm prósentustig frá liðnum vetri. Meginástæðan fyrir vaxtahækkun- inni er gengisþróunin í sumar þar sem dollarinn hefur verið að styrkjast gagnvart evrópumyntunum. Að sögn v.þýska seðlabankastjórans, Karl Otto Poehl munu Þjóðverjar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari lækkun þýska marks- ins, sem hefur ekki bara lækkað gagn- vart dollar heldur einnig gagnvart öðr- um evrópugjaldmiðlum. Vaxtahækk- unin kemur í kjölfar árangurslítilla að- gerða seðlabanka til að stemma stigu við hækkun dollars með kaupum á gjaldeyrismörkuðum. Pað fór líka svo að eftir vaxtahækkunina lækkaði doll- ar úr 1,89 þýsk mörk í 1,86. Að sögn Poehls er víðtæk samstaða um þessar aðgerðir og munu Banda- ríkjamenn t.d. hafa verið með í ráð- um. Undirrót aðgerðanna er ójafn- vægið í heimsviðskiptunum, sem annars vegar birtist í miklum afgangi í þýskum utanríkisviðskiptum og raun- ar japönskum líka, og hins vegar í halla á bandarískum utanríkisviðskipt- um. Eðlilegasta leiðin til að leiðrétta þetta misvægi er þá að gera bandarísk- ar vörur ódýrari og þýskar og japansk- ar vörur dýrari í gegnum gengisskrán- ingu. í þessum efnum hafa Bretar nokkra sérstöðu, en þar hafa vextir farið sí- hækkandi að frumkvæði stjórnvalda í því skyni að draga úr mikilli þenslu þar í landi. í þessu sambandi eru Bretar í dálítilli klemmu vegna þess að háir vextir stuðla að sterkara pundi, sem aftur er ekki til þess fallið að draga úr ört vaxandi viðskiptahalla. ERLEND FRÉUABROT BANDARlKIN:________________________ Hækkandi vextir styrkja dollar, en hversu lengi?__________________ Pað er ekki bara í Evrópu sem vextir hafa hækkað að undanförnu því að bandaríski seðlabankinn hefur fylgt tiltölulega aðhaldssamri peninga- stefnu á árinu og hækkaði t.d. vexti sína um hálft prósent í síðasta mánuði, upp í 6,5%. Líkt og í Bretlandi eru þetta viðbrögð við þenslu í þjóðarbú- skapnum, þar sem gróska hefur reynst mun meiri í atvinnulífi en búist var við. Um þetta vitna t.d. tölur um vaxandi verðbólgu. Hærri vextir eru til þess fallnir að styrkja dollar en mikil óvissa ríkir nú um það hversu lengi slík vaxtastefna megnar að halda gengi dollars háu í ljósi mikils viðskiptahalla. Ýmsir sér- fræðingar eru þeirrar skoðunar að seðlabankinn muni áfram halda vöxt- um tiltölulega háum og jafnvel hækka sína vexti í 7%. Þetta muni hins vegar tæplega duga til að halda gengi dollar- ans eins háu og að undanförnu. Að mati tímaritsins “Euromoney Trea- sury Report" mun dollarinn lækka aft- ur gagnvart bæði þýsku marki og japönsku yeni og í lok ársins verði 1,75 mörk í dollar og 127 yen. Það er hins vegar langt í frá að um þessa skoðun ríki einhugur á gjaldeyr- ismörkuðum. Til eru þeir sem halda því fram að styrkur bandarísks efna- hagslífs sé svo mikill að þrátt fyrir mik- inn halla á bæði viðskiptum við útlönd og á ríkissjóði þá bendi allt til þess að gengi dollars geti haldist tiltölulega hátt eitthvað áfram. Fáir virðast samt búast við að gengi dollars muni hækka eitthvað að ráði frá því sem nú er, nema ef vera skyldi þeir sem halda því fram að kaupmáttarjöfnuður ráði mestu um gengi. Samkvæmt þeirri kenningu ætti dollar að vera mun hærra skráður en hann nú er, þar sem sams konar vörur fást talsvert ódýrar í Bandaríkjunum en í Evrópu. QECD:_______________________________ Hvaða land er ríkast? Við könnumst við samanburð á lífs- kjörum þjóða þegar t.d. borin er sam- an landsframleiðsla á mann í dollurum talið. Á þessum lista hafa íslendingar oftast náð nokkuð langt og t.d. komist inn á listann yfir tíu ríkustu þjóðirnar. Tímaritið “Economist“ birti nýlega lista yfir 20 OECD lönd (ísland ekki þar á meðal) þar sem löndin eru borin saman á þessum mælikvarða, þ.e. skv. markaðsgengi, en einnig á öðrum mælikvarða þar sem tekið er tillit til mismunandi verðlags í löndunum. Er þar komið gengi skv. hinum svonefnda kaupmáttarjöfnuði sem minnst er á hér á undan og er í rauninni öllu eðli- legri mælikvarði á samanburð lífs- kjara á milli landa. Hætt er við að við myndum lenda eitthvað neðar á þessum lista en við gerum á listanum þar sem markaðsgengi er notað. Þegar markaðsgengi er notað lenda Svisslendingar í fyrsta sæti árið 1987 og síðan koma nokkur lönd í hnapp. Þar eru lönd eins og Noregur, Dan- mörk, Svíþjóð og Japan og fast á eftir eru V.Þýskaland, Bandaríkin og Finn- land. Síðan koma Kanada, Frakkland, Luxemburg og Austurríki. Ef hins vegar kaupmáttur er grundvöllur sam- anburðarins þá breytist röðin all veru- lega. Þá verða Bandaríkin í fyrsta sæti Kanada í öðru sæti og Sviss í því þriðja. Síðan koma Noregur, Lux- emburg, Svíþjóð, V.Þýskaland, Dan- mörk, Japan, Finnland og Frakkland, í þessari röð. Neðst á listanum yfir löndin tuttugu eru síðan Grikkland og Portúgal, og breytir engu í því sam- bandi hvor mælikvarðinn er notaður. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sfmi 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða f heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.